Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. HÓPFERÐABÍLAR TIL SÖLU Scania árg. 1970,49 sæta. Seddon árg. 1973,49 sæta. Bílarnir eru báðir í mjög góðu ásigkomulagi. Mjög hagstæð greiðslukjör, skipti á minni hópferðabílum koma til greina. Upplýsingar í símum 96-26922 og 96-25168. Sérleyfisbílar Akureyrar sf. ÞÚ ÝTIR Á HIMAPP OG SJÁLFVEUARINIM HRINGIR FYRIR ÞIG Vasareiknir með 64 símanúmera tónvalsminni. Sjálfveljarínn er látinn nema við hljóðnemann á símtólinu, síðan er ýtt á þann takka sem móttakandinn hefur og sýnir hann þá númerið á skjánum um leið og hann hringir. Einnig sýnir hann tíma, dag, mánuð og ár, auk þess sem hann hefur vekjara. RFÍFEÍHO SF. Ármúla 1 Sími 91-68 7870 Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson bæöi ljóö- og rökræn í byggingu, gott verk. Litmyndir Nönnu Biichert af fiskum og blúndum bera meö sér andrúmsloft draumkennds súrreal- isma. Sjálfur hef ég meiri ánægju af svart/hvítum ljósmyndum hennar, en er forvitinn um framhaldið. Fiskar viröast annars í tísku núna, eins og ný- afstaðin sýning Bjarna Jónssonar og ný erlend ljósmyndablöð vitna um. Daglegt brauð Húsastemmningar Svölu Jónsdóttur, Marisu Arason, Dönu F. Jónsson og Gerðar Arnarsdóttur eru nær allar hárfínt kompóneraöar. Hins vegar eru litmyndir af því tagi orönar sem daglegt brauö á ljós- myndasýningum og í ljósmyndablöð- um. Því fannst mér einna mest til um svart/hvítar myndir Gerðar af húsa- göflum. Margt gott má segja um einstakar myndir eftir flesta aöra þátttakendur en sterkust var heildin hjá ofangreind- um ljósmyndurum. Sýningarskrá er meö sama formi og á öörum sýningum listahátíðar kvenna, en í þetta sinn er textinn vel læsilegur. UÓSMYNDIR KVENNA Sýning íNýlistasafninu Það er ekki svo lítill áfellisdómur yfir frammistööu íslenskra karlljós- myndara hin síöari ár, og raunar yfir íslenskri ljósmyndun í dag, aö rúm- lega tuttugu konur, margar sjálf- menntaðar og flestar ósjóaöar í fag- inu, skuli geta tekiö sig saman og búiö til fersklega og skemmtilega samsýn- ingu á borö viö þá sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Aö vísu fljóta nokkrir slakir kvenljósmyndarar með í þágu samstööunnar, en ekki nógu margir til aö skemma heildina. Samt mundi þessi sýning tæplega teljast til stórtíöinda annar staöar. Sýningin skiptist nokkuö jafnt milli svart/hvítra ljósmynda og litmynda sem endurspeglar, aö ég hygg, stööuna í ljósmyndaheiminum í dag. Helmingaskipti Flestar myndirnar eru „hrein skot” þ.e. ósamsettar og án sérstakra auka- effekta, aö undanskildum syrpum Önnu Fjólu Gísladóttur, handmáluöum myndum Svölu Sigurleifsdóttur og klippimyndum Ásrúnar Matthíasdótt- ur og Valdísar Oskarsdóttur. Helmingaskipti eru einnig á sýning- unni milli mannamynda og ýmiss kon- ar komposisjóna með afstrakt form eöa form í umhverfinu. Af þeim fyrrnefndu vöktu einkum athygli mína myndir Laufeyjar Helga- dóttur af lýtalækningum og þá helst fyrir þann óhugnaö sem þær hljóta aö vekja meö áhorfandanum. Ljós- myndavélin getur varla verið nær- göngulii en hér. Myndir Jóhönnu Olafs- dóttur frá dimmisjón í MS eru einnig nærgöngular, en meö öörum hætti. Kynskiptingamyndir Diane Arbus koma upp í hugann við skoðun þeirra, en þó veit áhorfandinn aö um „þykjustuleik” menntskælinga er aö ræða, sem dregur ögn úr áhrifamætti myndanna. Samt er stutt á milli þykjustu og alvöru... Fiskar og blúndur Klippimyndir Valdísar Oskarsdóttur verður einnig aö telja til fígúratífra mynda, en þær eru bæði hófstilltar og kynngimagnaöar. Einhverjar bestu myndir sem Valdís hefur sett saman í seinni tíö. Ljósmyndir Vilborgar Einarsdóttur eru mitt á milii fréttaljósmynda og stemmninga og ekki gott aö sjá hvar hún vill helst bera niöur. Hvaö komposisjónir snertir gengur Alda Lóa Leifsdóttir sennilega lengst í afstrakt-átt. Myndþrenna hennar er URTAKAl Tónleikar ungra einleikara í Norrœna húsinu. Pótur Jónasson gítarleikari og Ásdís Valdi- marsdóttir víóluleikari. Norræni Biennalinn eða tónlistar- hátíð ungra einleikara á Noröurlönd- um veröur haldin á næsta ári og fell- ur þaö í hlut Finna aö halda hana. Á tvennum tónleikum kynntu sig þeir ungu einleikarar okkar sem um þátt- tökuréttinn á næsta Biennal keppa. Á þeim fyrri léku Pétur Jónasson og Ásdís Valdimarsdóttir. Efnisval Péturs spannaöi vítt svið, allt frá gömlu meisturunum Bach og Gaspar Sanz tii nýrra verka eöa ný- legra eins og Jakobsstiga Hafliöa Hailgrímssonar og litlu stykkjanna hans Eyþórs Þorlákssonar. Lögin hans Eyþórs eru kannski ekki svo óskaplega rismiklar tónsmíöar sem slikar en mikið afskaplega eru þær samdar af mikilli þekkingu og innsæi í eðli gítarsins og í höndum snjalls gítarista eins og Péturs gott innlegg á yfirgripsmikilli efnisskrá. Jakobs- stigann frumflutti Pétur á síðustu listahátíö í Reykjavík. Einskis miss- ir þessi á köflum makalausa pró- grammúsík viö að heyra hana aftur Tónlist Eyjólfur Melsted heldur verkar hún enn magnaöri viö endurnýjuö kynni. Þaö er ekki síst i köflum eins og Draumnum og Stiganum sem hugmyndaauögi Haf- liöa birtist. Pétur sýndi hér enn einu sinni hversu alhliöa, öruggur og smekkvís einleikari hann er. I hans höndum er gítarinn ekki utanaökom- andi verkfæri heldur öllu líkari fram- lengingu af manninum sem á hljóö- færiö leikur. Ásdís valdi sér tvö verkefni, ein- leikssónötu Hindemiths og Brahms- sónötuna fyrir víólu og píanó, sem einnig heyrist gjarnan leikin á klarí- nettu. Ég er ekki alveg jafnviss um að Hindemithsónatan hafi átt jafn- greiðan aögang aö eyrum viðstaddra og hún var vel til þess fallin aö sanna færni þess sem hana lék. Brahms- sónatan var í góöu jafnvægi en spiliö var á köflum dálítiö of hamið, einkanlega í miðkaflanum. Þykir mér líklegt að Hrefna, sérstaklega, hafi ekki treyst hljóöfærinu til átaka því þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þann ágæta meðleikara skipa sér í hlutverk undirleikara. EM. Menning Menning Menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.