Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985.
5
Rannsóknin á gjaldskrám skipafélaganna:
Skipafélög hafa verið
dæmd í háar fjársektir
OR M*&*St***ÍSy&**
Öskar Magnússon, DV, Washington:
„Kvartanir sem þessar munu
algengar, og skipafélög hafa orðið að
borga stórsektir ef þau teljast hafa
brotiö lögin,” sagði Hans G. Andersen,
sendiherra í Washington, í samtali við
DV vegna rannsóknar hér ytra á farm-
gjöldum íslenskra skipafélaga.
Eins og kunnugt er fer nú fram
rannsókn á vegum bandarískra stjóm-
valda á því hvort íslensku skipafélögin
hafi vikið frá töxtum á flutningi yfir
Atlantshafið.
Afslættir eða endurgreiðslur á
farmgjöldum eru óheimilar sam-
kvæmt bandarískum lögum. Hans G.
Andersen sagði að sú athugun, sem riú
færi fram, væri enn sem komið er
aðeins á vegum umdæmisskrifstofu
viðkomandi stjórnarnefndar í New
York, en heföi ekki teygt anga sína
til æðri stjómvalda í Washington.
„Mér er tjáð að einhver hafi beðið
Framkvæmdastjóri hjá
Rainbow Navigation:
Rainbow
kærði ekki
skipafélögin
Öskar Magnússon, DV, Washington:
„Ég held aö allir séu á móti
rannsókn sem þessari,” sagði John
Gordon, tæknilegur framkvæmda-
stjóri Rainbow Navigation, í samtali
viö DV. „Eg veit ekki hver vakti
athygli stjórnvalda á þessu máli og
hrinti þar með rannsókninni af stað.
Mér skylst að hér sé aöeins um
reglubundna athugun að ræða, þó
kannski megi segja að tímasetningin
sé nokkuð grunsamleg,” sagöi John
Gordon.
Hann sagði að Rainbow Navigation
hefði haft vitneskju um þessa rann-
sókn fyrir nokkru enda væri það
venjulega á hvers manns vitorði þegar
rannsókn væri aö hef jast eða hæfist.
„Við höfum haldiö okkur ná-
kvæmlega innan ramma laganna og
ekki veitt neina afslætti né endurgreitt
nein farmgjöld. Við höfum ekki flutt
eitt einasta gramm á verði sem var
ekki í samræmi við framlagða gjald-
skrá,” sagði John Gordon.
Sýning á
Fjólufötum
Nýlega var efnt til tískusýningar á
Gjánni á Selfossi. Þar var sýndur alls
konar fatnaður, hannaður og
saumaður af Fjólu Backmann húsfrú
og ráðskonu hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna.
Á sýningunni var m.a. sport-
fatnaður og spariklæðnaöur fyrir börn
og fullorðna. Þetta er í annað sinn á
skömmum tíma sem Fjólufatnaður er
sýndur á Selfossi. Var ákveöið að efna
til síðari sýningarinnar vegna f jölda á-
skorana. Húsfyllir var í bæði skiptin og
gerðu gestir góðan róm að því sem
fyrir augu bar.
Kynnir á sýningunni var Þóra Grét-
arsdóttir og tókst henni mjög vel upp,
endafjölhæfkona.
Sýningarfólk var allt frá Selfossi og
öll efni keypt í vefnaðar-
vöruverslunum þar. Gerði sýningin
svo mikla lukku að í bígerð er að halda
hina þriöju þessarar tegundar ein-
hvem tíma eftir sláturtið til að sem
flestir eigi kost á aö sjá handverk hinn-
ar mikilhæfu konu, Fjólu Backmann.
Einn sýningargesta, eldri maður,
sagði eftir sýninguna, að það fylgdist
alltaf að hjá konum aö búa til góöan og
ódýran mat og fjölhæfni í saumaskap.
Þetta hefði langafi sinn sagt sér.
Regína Thorarensen,
Selfossi.
um þessa athugun, en það mun stefnan
að gefa ekki upp hverjir senda inn
slíka beiðni. Það er hverjum sem er
heimilt að gera slíkt,” sagði Hans G.
Andersen.
Samkvæmt áðurnefndum lögum ber
skipafélögum aö leggja fram gjald-
skrá sína og halda sig við hana í einu
og öllu. Rétt er aö geta þess að hér er
um að ræða gjaldskrá fyrir almenna
flutninga en ekki fyrir flutningana
fyrir varnarliðið.
FISHER
hljómtæki
System 300
Magnarl CA-30i
2x25 sinusvótt.
„Auto-loudness".
Útvarp PM-SOi
FW-LW-MW. Sterió/mónó-
skiptlr fyrir FM-bylgjuna.
Plötuspilari MT-30i
Hálfsjálfvlrkur.
Relmdrifinn.
Segulband CR-30i
Metal-, Crom-, og Normal-
stllllngar. Dolby Nr.
Snertltakkar. hraðspólun.
Record mute-stllling.
Hátalarari
Frábærlr 3 way-hátalarar.
50 sinusvótt. Frábær
hljómur.
Skápun
Glaesllegur svartur
viðarskápur, meö glerhurð
og glerloki, á hjólum