Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 23
DV. MANUDAGUR 7. OKTOBER1985. 23 íþróttir íþróttir Forysta United er nú 10 stig Fyrsta stigatap Manchester United í hattaborginni á laugardag. Steve Moran skoraði þrennu. Liverpool tapaði á Loftus Road. Chelsea í 2. sæti í 1. deild Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Ekki tókst Manchester United að hnekkja meti Tottenham Hotspur á laugardaginn. Eftir tíu giæsilega sigra mátti liðið bíta í það súra epli að sjá á eftir tveimur stigum til Luton en jafn- tefli varð í leik liðanna og skoraði hvort lið eitt mark. Met Tottenham er ellefu sigrar í röð. Þrátt fyrir að Uni- ted hafi tapað stigum á laugardaginn minnkaði forysta iiðsins ekki og liðið hefur nú tíu stiga forskot í 1. deildinni. Næstu lið töpuðu öll stigum um helgina nema Chelsea sem vann sigur. Ekkert mark var skoraö í fyrri hálf- leiknum en á 60. mín. skoraöi Mark Hughes fyrir Man. Utd., hans 7. mark í deildinni það sem af er. Aðeins átta mín. síðar hafði Brian Stein jafnað fyr- ir Luton og þar við sat. 17.454 áhorfend- ur sáu leikinn og 16 þeirra voru hand- teknir eftir hann vegna óláta. Liverpool tapaði nokkuð óvænt á Loftus Road, heimavelh QPR. Sigur QPR var mjög sanngjarn og heföi hæg- lega getað orðið enn stærri. Kenny Dal- glish setti sjálfan sig út úr liðinu og lék Paul Walsh í hans stað. Walsh skoraði fyrsta mark leiksins á 9. min. eftir aö markvöröur QPR hafði hálfvarið gott skot frá Ian Rush. Terry Fenwick jafn- ÚRSLIT 1 1. deild Arsenal—Aston Villa 3—2 Birmingham—Sheffield Wed. 0-2 9 Coventry—Leicester C 3-0 Everton—Oxford 2—0 Luton—Manchester United 1—1 Manchester City—Chelsea 0-1 Newcastle—West Ham 1—2 Nottingham Forest—Ipswich 3—1 Queen’s Park Rangers—Liverpool 2—1 Southampton—Watford 3—1 West Bromwich—Tottenham i—i 2. deild Barnsley—Porstmouth 0—1 Blackburn—Bradford 3-0 Brighton—Carlisle 0-1 Charlton—Sunderland 2—1 Fulham—Shrewsbury 2—1 Huddersfieid—Leeds 3—1 Hull—Stoke 0—2 Middlesborough—Crystal Palace 0—2 Norwich—Wimbledon 1-2 Oldham—Grimsby 2—1 Shefficld United—Millwall 1—3 3. deild Blackpool—Gillingham 2—2 Brentford—Swansea 1—0 Bristol City—Chesterfield 0—0 Bury—Wigan 0-0 Cardiff—Bournemouth 0-1 Derby—Notts County 2-0 Doncaster—Walsall 1-0 Lincoln—N e wport 1—1 Plymouth—Bristol Rovers 4—2 Reading—Bolton 1-0 Rotherham—Wolverhampton 1—2 Y ork—Darling ton 7—0 4. deild Cambridge-Mansfield 4—2 Chester-Burnley 4—0 Crewe-Prcston 3—3 Halifax-Aldershot 1-1 Hartlepool-Peterborough 2—1 Northampton-Hereford 1—3 Orient-Scunthorpe 3-0 Port Vale-Wrexham 4—0 Swindon-Rochdale 4-0 Torquay-Stockport 4—3 Colchester-Exeter 1—1 Southend-Tranmere 2—2 aði síðan metin og sigurmarkið skoraði Gary Bannister. Eftir leikinn lýsti framkvæmdastjóri QPR yfir mikilli ánægju sinni meö sigurinn en Dalglish, stjóri Liverpool, kenndi gervigrasinu um tapið og þótti mönnum það fátæk- leg afsökun. Markahæsti leikmaöurinn í 1. deild- inni, Frank McAvennie hjá West Ham, var enn á skotskónum og West Ham er komiö á fulla ferð upp töfluna. Á laug- ardag sigraði West Ham lið Newcastle 1—2 og skoraöi McAvennie fyrsta markið fyrir West Ham. Tony Cottie bætti öðru við en George Reily skoraði mark Newcastle. Neösta liðið í 1. deildinni, WBA, náði í stig á laugardaginn og heyrir slíkt til tíðinda. Liðið fékk Tottenham í heim- sókn og lokatölur 1—1. Þetta stig var fyrsta stig sem WBA nær í síöan í fyrsta leiknum í deildinni. Chris Waddle skoraði fyrir Tottenham en • Steve Moran var á skotskónum frœgu um helgina og skoraði öll mörkin fyrir Southampton. Carl Valentine skoraði fyrir WBA. Mark Falco meiddist í leiknum og mun væntanlega missa af næstu leikjum með Tottenham. Stewart Pearche og Ian Boywer (2) skoruðu fyrir Nottingham Forest en Ian Aitkin skoraði mark Ipswich og ér það fyrsta mark liðsins í 7 1/2 klukku- stund. Chris Whyte, sem leikiö hefur sem miðvörður í varaliði Arsenal, fékk tækifæri með aðalliðinu á Highbury á laugardag og var settur í fremstu víg- línu gegn Aston Villa. Arsenal vann 3— 2 og það var Whyte sem skoraöi sigur- markið, fjórum mínútum fyrir leiks- lok. Woodcock skoraði fyrsta markið fyrir Arsenal en Simon Steinrod jafn- aði metin fyrir Villa. Hans fyrsta deild- armark fyrir liðiö. Viv Anderson kom Arsenal í 2—1 en Walters jafnaði fyrir Villa. Graham Rix átti stórleik með Arsenal að þessu sinni og lagði upp öll mörkin. Ensku meistararnir Everton unnu Oxford á heimavelh sínum og var heppnisstimpill á sigrinum. Sharp skoraði fyrst fyrir Everton á 43. mín. en síðan skeði fátt markvert þar til einni mínútu fyrir leikslok. Þá sleppti dómarinn augljósri vítaspyrnu á Ever- ton, leikmenn Oxford trylltust og gleymdu sér alveg. Knötturinn barst til Bracewell og hann skoraði rétt fyrir leikslok. 24.553 áhorfendur sáu leikinn og hafa aldrei verið færri á Goodison Park á þessu tímabili. Steve Moran skoraði öll mörk South- ampton þegar liöið vann Watford 3—1. Brian Talbot skoraði mark Watford. Chelsea er nú í öðru sæti í 1. deildinni eftir útisigur gegn Manchester City. Kerry Dixon skoraði sigurmarkið. Leikmenn City óöu í marktækifærum í leiknum. I öörum deildum ensku knattspyrn- unnar bar það helst til tíöinda að 3. deildarliöiö Reading vann enn einn sig- urinn, þann ellefta í röð. Ekkert virðist geta komiö í veg fyrir sigur liðsins í 3. deild. -SK. STAÐAN 1. DEILD Manchester U. 11 10 1 0 28—4 31 Liverpool 11 6 3 2 26—13 21 Chelsea 11 6 3 2 15—10 21 Everton 11 6 2 3 20-12 20 Arsenai 11 6 2 3 15—12 20 Sheffieid Wed. 11 6 2 3 17—18 20 Newcastle 11 5 3 3 18—16 18 QPR 11 6 0 5 15—15 18 Tottenham 11 5 2 4 23—13 17 Watford 11 5 1 5 23—19 16 West Ham 11 4 4 3 19—15 16 Birmingham 11 5 15 10-16 16 Aston Vilia 11 3 5 3 15—13 14 Luton 11 3 5 3 14—15 14 Nottingham F. 11 4 1 6 16—18 13 Southampton 11 2 5 4 13—13 11 Coventry 10 2 4 4 13—14 10 Oxford 12 2 4 6 17—25 10 Leicester 11 2 4 5 12—22 10 Manchester C. 11 2 3 6 10—19 9 Ipswich 11 2 1 8 5—18 7 West Bromwich 11 0 2 9 8—32 2 STAÐAN 2. DEILD Portsmouth 11 8 2 1 22—6 26 Oldham 11 7 2 2 19—11 23 Blackburn 11 6 3 2 16—10 21 Brighton 11 6 2 3 19—10 20 Charlton 10 6 2 2 18—12 20 Wimbledon 11 6 2 3 11—10 20 Huddersfield 11 4 5 2 16—12 17 Barnsley 11 4 4 3 11—8 16 Norwich 11 4 3 4 17-15 15 Crystal Palace 11 4 3 4 15—15 15 Sheffield U. 11 3 5 3 15—15 14 Hull 11 3 4 4 17—16 13 Fulham 10 4 1 5 10—11 13 Leeds 11 3 4 4 14—19 13 Grimsby 11 2 5 4 14—15 11 Millwall 10 3 2 5 13—15 11 Stoke 11 2 5 4 12—15 11 Middlcsbrough 10 2 4 4 4—10 10 Bradford 9 3 0 6 11—16 9 Sunderiand 10 2 2 6 8—17 8 Shrewsbury 11 1 4 6 12—19 7 Carlisle 10 1 2 7 8—25 5 Knattspyrnufélag Siglufjarðar óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk. Upplýsingar í síma 96-71562 milli kl. 19 og 20 næstu daga. Einstaklega ódýrir hjólbarðar m/hvítum hringum. Firestone snjóhjólbarðar: STÆRDIR:___________VERD KR.: A 78x13 (165x13) 3.231.- B 78x14 (165x14) 3.480.- C 78x14 (175x14) 3.699.- Sólaðlr amerískir snjóhjól- barðar m/hvítum hringum. STÆRÐIR:_________VERÐ KR,; B 78x13 (165x13) 1.380.- D 78x14 (175x14) 1.620.- E 78x14 (185x14) 1.789.- HJOLBARÐAVIÐCERÐ KÓPAVOGS SKEMMUVECI 6, KÓPAVOCI SÍMI 75135 Nashuo 5108 IjósritunQrvélin €insú minnstoó morkoðnumen.... slær þeim stærri við • fjögurro lito Ijósritun • Lógmorks rekstrorkostnoður • Svo létt og nstt oð þoð mó grípo hono með sér hvert sem er. • Hórskörp-ljósrit. . LiHo . undroveiin Þaðvarlóðið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.