Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR19. OKT0BER1985. 3 Höfðar Sverrir mál gegn iðnaðarráðherra? Guömundur Einarsson, Bandalagi jafnaöarmanna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til menntamála- ráöherra. Hann spyr hvort mennta- málaráöherra ætli, fyrir hönd Náttúruverndarráös, að höföa mál gegn iönaöarráðherra vegna útgáfu námaleyfis og forræöis um rannsóknir viö Mývatn. „Tilgangurinn meö þessari fyrir- spurn er að fá vitneskju um það hvort endanlega eigi aö útkljá hvernig túlka eigi lögin um verndun Mývatns frá 1977,” sagöi Guðmundur við DV. Eins og menn rekur eflaust minni til urðu nokkrar deilur um námaleyfi viö Mývatn og rannsóknir á lífríki vatnsins. Náttúruverndarráði þótti þáverandi iönaöarráöherra taka fram fyrir hendur þess meö því aö veita leyfi til áframhaldandi kísilgúr- töku og einnig aö ákveöa rannsóknir á lífríki Mývatns án samþykkis Náttúruverndarráðs. Náttúruvernd- arráð fór fram á þaö við þáverandi menntamálaráðherra aö höfðaö yrði mál gegn iðnaðarráðherra til aö fá úr því skorið hvemig túlka bæri lög um verndun vatnsins, þar sem gert er ráö fyrir að Náttúruverndarráö geti haft nokkur áhrif á ákvörðunar- töku í sambandi við framkvæmdir við Mývatn. Nú hefur hins vegar heldur betur skipast veður í lofti. Fyrrverandi iönaöarráöherra er orðinn mennta- málaráöherra. Að auki er nú fyrr- verandi fjármálaráöherra oröinn iðnaöarráöherra en hann ákvað á sínum tíma aö veita Náttúruvernd- arráði aukafjárveitingu til rannsókna við Mývatn, þvert ofan í geröir þáverandi iönaöarráöherra. Ekki náöist í Sverri Hermannsson til að fá álit hans á fyrirspurn Guðmundar Einarssonar. -APH. Niðurgreiðslur 780 milljónir — á fjárlögum næsta árs Niöurgreiöslur á landbúnaöarvörum hækka um 20 prósent 1986 miðað viö áriö 1985. Á fjárlögum næsta árs er gert ráö fyrir því aö 780 milljónir fari til niður- greiðslna á verði landbúnaðarvara. Otflutningsuppbætur á land- búnaðarvörur eru áætlaðar á næsta ári um 467 milljónir króna. Auk þess er gert ráð fyrir þvi að 133 milljónir renni til framleiönisjóðs landbúnaöarins. Þetta er í samræmi við ný framleiðslu- ráðslög en þar er gert ráð fyrir aö hluti af útflutningsbótunum renni til efling- ar annarra landbúnaðargreina en hinna hefðbundnu. Á fjárlögum næsta árs má finna í þremur ráöuneytum framlög til Líf- eyrissjóðs bænda; fjármála- ráðuneytinu, viöskiptaráöuneytinu og landbúnaöarráðuneytinu. Alls nema þessar greiöslur 158,9 milljónum. -APH. Hans Stahle í rœflustól. Auk hans talafli sænskur sendiherra, Hayman afl nafni, um sænsk útflutningsmál. DV-mynd GVA. Útfíutn- ingurtilað halda tífi „Verið vel undirbúin, þolinmóð og ekki of bjartsýn,” má segja aö hafi verið boðskapur Hans Stahle á fundi um stefnumörkun í útflutningsverslun í Átthagasal Hótel Sögu í gær. Verslun- arráö Islands boöaði til fundarins. Hans Stahle, aðalræðumaður fundar- ins, er stjórnarformaöur í Alfa-Laval, Sænska útflutningsráðinu og varafor- maður Verslunarráðsins í Stokkhólmi. Hann talaði af 40 ára reynslu í útflutn- ingsmálum. Margt athyglisvert kom fram í máli Stahle, m.a. aö óráölegt væri að taka „innblásnar” skyndi- ákvarðanir í útflutningsmálum. Kanna þyrfti erlenda markaði og laga við- komandi söluvöru að viðkomandi markaði. Hann ráölagði íslenskum út- flytjendum að leggja frekar áherslu á nærliggjandi markaði en fjarlæga: Sama gilti um sænska markaðinn og þann íslenska aö heimamarkaðurinn væri of lítill. Og til aö halda lifi þyrfti aö selja innlenda framleiðsluvöru á erlenda markaði. Hans Stahle lagði einnig áherslu á að innlent hráefni færi fullunnið á markað erlendis. Hann bauð Islendingum alla þá aðstoð sem þærstofnanir, sem hann er fulltrúi fyrir, hafa yfir aö ráða. -ÞG Danir kunna QOTTAD META Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur. Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja aö íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meðaleinkunn í gæöamati dönsku sérfræðinganna, eöa rúmlega 11 af 15 mögulegum. Danir eru annálaðir fagmenn í ostagerö og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leið skýring á þvf hvers vegna íslendingar hafa skipað sér á bekk meö mestu ostaneysluþjóöum heims. íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru: Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn. Framleiðandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson. 45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn. Framleiöandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauðár- króki og ostameistari er Haukur Pálsson. Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu 12,5 í einkunn. Ostameistari er Guömundur Geir Gunnarsson. c 7\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.