Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 24
ssssssg 24 DV. LAUGARDAGUR19. OKT0BER1985. Viðtal: Stefán Kristjánsson Myndir: Jón G. Hauksson „tg hef ekki hugmynd um hvar Sjallinn er” — spjallaö við Ljubomir Lazic frá Júgóslavíu en hann þjálfar 1. deildar lið KA íhandknattleik Þegar ég sá Júgóslavann Ljubomir Lazic og túlkinn unga, Olaf R. Olafs- son, koma gangandi inn á Bautann á Akureyri datt mér strax í hug mynd úr einhverri ævintýrabók fyrir krakka um prinsinn unga og tröllkarlinn. Túlkurinn Olafur, aðeins ellefu ára gamall, allur fíngerður og nettur, flug- gáfaður piltur sem í huga mínum við hlið Lazic var í hlutverki unga prins- ins. Ljubomir Lazic var aftur á móti andstæðan við fylgisvein sinn, stærðin yfir meðallagi, þrekinn allur og hraustlegur. Ekki getur hann talist tU fríðari manna, stórgerður í framan, nefið stórt og tignarlegt og ofan á stóru höföinu lá mikið, grátt, úfið hár, einna líkast heysátu. Hann er greinilega hress maður og góðlyndur þrátt fyrir gróft útlit. Við höfðum mælt okkur mót við Ljubo, eins og hann er kallaður, en hann þjálfar liö K A í 1. deildinni í hand- knattleik í vetur. Hann hefur langan feril að baki sem þjálfari og einnig sem leikmaður. Hann hefur leikið lands- leiki fyrir Júgóslavíu og það eitt segir okkur að hann hafi verið snjall leikmaður. hafa eflaust haldið að hér byggi fólk í snjóhúsum og þar fram eftir götunum. Ég þekkti hins vegar landa minn sem hafði þjálfað Þór frá Vestmannaeyjum í 1. deildinni í fyrra. Þór datt niður í 2. deild og þaö er í fyrsta skipti sem júgóslavneskur þjálfari missir lið sitt niður í lægri deild utan Júgóslavíu. Nú ég ákvað að slá til. Þegar ég kom til Reykjavíkur hafði ég ekki hugmynd um hvar á jörðinni ég var staddur. Ég hafði á tilfinningunni aö ég væri á tunglinu. Ég hélt um tima að heims- endir væri á næstu grösum en komst síðan fljótlega að því að lengra var í hannenéghéltþá.” Hafðir þú heyrt minnst á Island? Nei, varla get ég sagt þaö. Aðeins ís- lenska landsliöið í handknattleik sem ég hef fylgst svolítið með undanfarið. Ég gerði mér engar sérstakar hug- myndir um lsland og vissi ekki einu sinni hvar landið var á landakortinu. Fyrir mér endaði Evrópa á Bretlandi. Þegar ég svo kom hingað fyrst varð ég mjög hissa. Grænt gras var úti um allt og steinar og þess háttar. Ég get full- yrt að hér á Akureyri vex grasið betur en í Frakklandi. Fyrir mig er það Ljubomir Lazic leikur listir sínar með knöttinn. „Venjulegt júgóslav- neskt uppeldi" ,,Ég held að ég hafi fengið ósköp venjulegt uppeldi í Júgóslavíu, strangt en gott. Uppeldiö er hluti af lífinu. Ég byrjaði ungur að leika mér í íþróttum, nóg var af leiksvæðum fyrir okkur krakkana og þar lékum við okkur í hinum ýmsu leikjum. Handbolti heill- aði mig ekki fyrr en ég var orðinn 15 ára gamall. Ég komst í júgóslavneska unglingalandsliðiö og lék til að byrja með með 3. deildar liði. Þar var tekið eftir mér og ég fór aö leika með 1. deildarliðiDynamo Pancevo. Ég hafði lokið venjulegri skólagöngu, farið í há- skóla og lagt þar stund á íþróttir sem aðalgrein. Ef þeir, sem áhuga hafa á þjálfun, hafa ekki lið til að spreyta sig á fá þeir góða tilsögn í háskólunum í tvö ár. Ég komst í júgóslavneska A-lands- liðið árið 1962 og lék með því í rúmlega eitt ár. Leiðin lá til Frakklands og þar hef ég verið undanfarin tuttugu ár. I fimmtán ár var ég þjálfari og leikmað- ur hjá hinum ýmsu liðum en síðustu þrjú árin hef ég bara þjálfað. Áður en ég hélt til Frakklands lauk ég her- skyldu í Júgóslavíu.” „300 íbúar — 300 áhorfendur" Hvað er þér minnisstæðast frá þín- um þjálfaraferli? „Ég þjálfaði lítið félag í 3. deildinni frönsku árið 1980. Ibúar þorpsins voru aðeins um 300 talsins og yfirleitt voru 300 áhorfendur á heimaleikjunum. Okkur tókst að komast í 2. deild. Þetta er mér mjög minnisstætt. Ég byggði mér hús í þessu þorpi sem heitir Dursdel og er um 60 km frá Strass- burg.” „Hélt ég væri staddur á tunglinu" „Þegar það barst í tal í sumar að ég færi til KA að þjálfa voru margir sem réðu mér frá því að fara. Þeir gífurlegt ævintýri að uppgötva Island og lifa og starfa með Islendingum. Ég vona bara að ég geti lært íslenskuna. Ef mér tekst það hefur það verið þess virði að koma hingað. Ég held að það sé hins vegar mjög erfitt að læra ís- lenskuna.” „íslendingar of rólegir" Hver er að þínu mati helsti munur á Islendingum og Júgóslövum? „Júgóslavar eru yfir höfuð mjög skapmiklir. Mér finnst Islendingar of rólegir. Ég hef orðið var við að það er mjög dýrt að lifa á Islandi. Hér eru allar vörur til í búðunum en í Júgóslavíu vantar mikið af vörum í búðimar. Það eru aðallega vörur sem eru innfluttar og Júgóslavar þurfa að greiða fyrir í dollurum. Þegar þær fást eru þær mjög dýrar. Ég held að ég sé í þokkalega launaðri vinnu hér. Ég veit að margir fá að vísu meira útborgað en ég. Ég eyði öllum launum mínum í mat þrátt fyrir að ég búi einn. Aðrir, sem ég þekki, þurfa að framfleyta f jölskyldum og ég skil ekki hvernig þeir fara að því. Það er greini- legt að húsmæður hér kunna að fara með og spara peninga.” „Málið er veggur" Hvernig leist þér á Akureyri fyrst eftir aö þú komst hingað? „Otsýnið úr flugvélinni þegar ég kom hingað fyrst var ekki gott þannig að ég sá lítið af Akureyri úr lofti. Mér finnst borgin vera ósköp venjuleg. En hins vegar er Akureyri sérstök borg fyrir handbolta. Mér hefur verið mjög vel tekið og stjómendurnir hjá KA hafa staðið við alla samninga hingað til. Það eina sem er slæmt er að kunna ekki málið. Ég þekki mjög fáa. Ef ég væri núna að þjálfa í Frakklandi eða Júgóslavíu myndi ég vera mun meira með strákunum í liðinu. Samt mega þau kynni ekki verða of náin. En ég tala ekki íslensku og það er viss veggur í mínum samskiptum hér við fólk. Mér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.