Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 38
38 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. Knattspyrna unglinga—Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattsj m unglinga—Knat Róbert Halldórsson, 12 ára frá Hnifs- dal, sýnir leikni með knöttinn. DV-mynd HH Annaö markið hvarf af„Wembley” Það bar vel í veiði, ekki alls fyrir löngu, þegar Unglingasíðan rakst á ungan knattspyrnukappa úr Reyni frá Hnifsdal, Róbert Halldórsson að nafni sem er 12 ára og þvi leikmaður með 5. flokki. — Við fórum í sumar í keppnisferð til Vestmannaeyja og unnum Þór, 9—5. En það vantaði eitthvað í liðið hjá þeim, sagði Róbert. Eru góðir þjálfarar i Hnífsdal? — Við höfum enga þjálfara. Það eru bara strákar sem þjálfa okkur og gengur bara vel. Keppið þið stundum við ísfirðinga? — Já, við spilum oft við þá, en töp- um yfirleitt, nema einu sinni, þá unnumvið 3—1. Er góður knattspyrnuvöllur i Hnífs- dal? — Já. Wembley erfrábærvöllur. Hvað segir þú, WEMBLEY? — Já, það er heimavöllur okkar Hnifsdælinga. Finnst þér nafnið ekki frábært? spurði Róbert og tók nokkrar æfingar með boltann og báru þær þess greiniiega vott að kappinn hefur verið tíður gestur á Wembley. Hvemig stendur á þessu nafni á heimavelli ykkar? — Eg veit það ekki. En þaö er annaö sem mig langar að vita og það er hvers vegna ísfirðingarnir tóku annað markið af Wembley í sumar, sérstak- lega þar sem til er fullt af mörkum inni á Isafiröi, sagði Róbert og skokkaði í burtu með boltann auðvitað á undan sér. Hér er greinilega eitthvað sem þeir á tsafirði verða að svara fyrir. -HH. MYNDIN «r af Sigfúai Halldóreayni í gMum fólagaskap sonarsona smna>^«^9 stafnir hraðbyri i 6. til vinstri, sem lalkur moð 6. flokk. Vals, og Yngva Páls faunn.a g DV-mynd HH. flokkinn og auðvitað hjó Val. ^ Spiluðum í Valspeysum og KR-buxum! Hinn þjóðkunni lagasmiður og listmólari, Sigfús Halldórsson, segir okkur i stuttu spjalli fró liðnum atvikum i lifi ungs drengs með knatt- spymu sem áhugamól. Sigfús, þegar þú lékst með yngri flokkum Vals, hverjir eru það sem þú minnist sérstaklega af þínum meðspilurum? — Þeir eru margir, já, mjög margir. En til að nefna einhver ja eru Snorri Jónsson læknir og Jóhann Eyjólfsson ofarlega í huga. Er einhver leikur í yngri flokkunum sem þú manst sér- staklega eftir? — Jú, það var fyrsti leikurinn sem ég spilaöi. Það var í 3. flokki. Við lékum gegn KR og unnum 1—0 og þar með 3. fl. mótið. — Við fengum að fara til Isaf jaröar út á sigurinn og það var nú ekki smáfyrirtæki skaltu vita. I þá daga var ekki um utanlandsferðir að ræða fyrir yngri flokkana. Til gamans má geta þess að úrval úr þessum aldurshópi var valið árið 1935 að ég held, er keppt var við jafn- aldra frá Isafirði í 2. flokki og var það í fyrsta sinn sem úrval úr tveim félögum var valið á Islandi. Það var leikið í Valspeysum og KR-buxum. Leiknum lauk með sigri úrvalsins 2-1. Svo var það vígsluleikurinn á Valsvellinum að Haukalandi 1936. En hann fór undir Reykjavíkurflug- völl eins og flestum er kunnugt. Nú, vígsluleikurinn var gegn frænd- félaginu Haukum úr Hafnarfirði. Þeim leik lauk meö sigri Vals, 2—0. Annars eru allir leikir mér minnis- stæðír að einhverju leyti. Áttu strákar í þá daga ekki sínar uppáhalds‘tjöruur eins og í dag? — Jú, blessaður vertu. Þegar meistaraflokksleikmennirnir gengu af leikvelli setti maður sig ekki úr færi að snerta þá og þvoði sér svo ekki um hendurnar í marga daga á eftir! Strákar eru alltaf sjálfum sér líkir. Þeir eiga alltaf sína uppáhalds- menn. En það er eitt atvik úr leik meistaraflokks Vals á mínum yngri árum, á Melavellinum, sem mig langar að minnast á, sem var dálítið „ . . . maflur setti sig ekki úr fœri afl snerta stjörnurnar og þvofli sór svo ekki um hend- urnar i marga daga ó eftirli" spaugilegt og jafnframt svolítið leiðinlegt, en það var árið 1930, að mig minnir, í sambandi við Agnar Breiðfjörð sem var leikmaður með Val. Hann var geysilega harður á sprettinum og var í þessum leik búinn að leika á tvo til þrjá mótherja og er kominn inn fyrir alla og í dauöafæri, en sparkar þá beint upp í loftið og himinhátt yfir slána. Eg þekkti Agnar og hann var einn af þeim sem við strákarnir vorum ákaf- lega hrifnir af. Eftir leikinn spuröi ég hann: Hvers vegna í ósköpunum skaust þú svona beint upp í loftiö, maöur? Hann svaraði: — Eg skal segja þér það, Sigfús minn. Eg var nefnilega búinn að horfa svo mikið á boltann alla leið fram völlinn og þegar ég leit upp hef ég sjálfsagt villst á loft- skeytastöngunum! Dæmigerður dagur úr lífi drengs á þíuum unglingsárum, með knatt- spyrnu sem áhugamál? — Á þessum árum var ég alltaf úti á knattspyrnuvelli, alla daga, frá morgni til kvölds. En á kvöldin tíndi ég maðka því þá hafði ég enga vinnu og hafði sæmilega upp úr þessu. Ég komst í það að afgreiða póló hjá hinum ágæta mani Torfa Guðbjöms- syni sem þá var vallarvöröur og þess á milli var ég alltaf sparkandi. Hvemig líst þér á unglingaknatt- spymuna í dag? Nú átt þú sonarson, sem leikur með 6. flokki Vals og þú fylgist reyndar með öllum flokkum. Eram við betri eða lakari en í þá daga? — Mér líst vel á unglingaknatt- spyrnuna í dag. Eg á reyndar tvo sonarsyni sem eru miklir Valsarar, en annar er ekki byrjaður að sparka að nokkru ráði. Ég hef mjög gaman af að fylgjast með yngri flokkunum. Strákarnir ættu auðvitað að vera betri núna. Þeir geta horft á knatt- spyrnu í sjónvarpi og vídeói og lært mikið af því, en áhuginn var ekkert minni í mínu ungdæmi en hann er nú. Það hallast ekki á með það. Eitthvað i lokin, Sigfús? — Já, ég óska knattspyrnufélögun- um gæfu og gengis. Ekki síst mínum gamla góða Val. -HH. Ahugalausir dómarar eiga að skila kortunum! segir Magnús Þorvaldsson, þjálfari 2. fl. Víkings Magnús dregur hér fram tvö tilfelli af mörgum í sambandi við dómara- vandann. Dómarar hafa ekki mætt betur í leiki hjá yngri flokkum í Reykjavík í sumar heldur en undanfarin sumur. Héma í Reykjavík telst það gott ef dómari mætir og mjög gott ef hann er í dómarabúningi. Fari maður aftur á móti út á land meö lið til keppni þá eru línuverðir með dóm- ara til staðar. Hér í Reykjavík eru Magnús Þorvaldssou þjálfari. dómarar líklega það góðir að þeir þurfa enga línuverði. Eg skal nefna tvö dæmi af mörgum sem gerðust í sumar, þar sem dóm- ari mætti ekki. Annað var þannig að I lið kom ofan af Akranesi og þegar ■ leikur átti að hefjast á Víkingsvelli | var enginn dómari mættur. Þá var _ byrjað að hringja og hringt í 15 staði | til að reyna að fá dómara en án árangurs. Akurnesingarnir fóru því erindisleysu til Reykjavikur. Hitt dæmið er af gervigrasinu. Þar mætti ekki dómari í leik sem Víking-1 ur átti að leika. Þá var kannaö hvort j enginn væri liðtækur á svæðinu. Jú, þetta virtist ætla að ganga. Þessum góða manni var útveguð flauta og klukka og allt virtist komiö á góðan rekspöl. Boltinn, jú, jú, bara að pumpa svolítið í hann þá var hægt að byrja. Hvar er pumpan? Hún var | inni í boltaherbergi. En lykillinn? Enginn vissi. Og þannig lauk því ævintýri. Annars ættu þeir dómarar, sem hafa ekki áhuga á því að dæma leiki í yngri flokkum að skila dómara- kortum sínum til réttra aðila. Magnús Þorvaldsson. Gottframlag Selfyssinga! Athygli vakti sl. keppnistímabil frammistaða Selfyssinga í Islands- mótum yngri flokka, en 3. og 4. flokkur komust þaðan í úrslitakeppn- ina sem verður að teljast frábær árangur. Þess vegna kom það kannski ekki beint á óvart að í drengjalandsliðinu sl. keppnistíma- bil voru tveir Selfyssingar, þeir Orri Smárason nriarkvörður, sem varði mark Islands meö ágætum, og Gísli Bjömsson, vinstri bakvörður, sem kom mjög á óvart með góðri frammi- stöðu sinni. Selfýssingar geta verið stoltir af þessum tveim góöu fulltrú- um sínum í Islenska drengjalandsUð- inu. Myndin er af Gísla Bjömssyni. DV-mynd HH. IMARKTEIG Tveir nýliðar hafa bæst i hóp unglinea” iandsUðsins (U-18). Það era þSI Þor- steinn HaUdórsson t.v. og ólafur Viggós- son sem befur Ieikið í drengjalandsUð- inu. Þeir eru báðir frá Þrótti, Neskaup- stað, en þaðan virðast bara koma iands- hðsmenn þessa dagana og ekki af verri endanum. U-18-Uðið æfir á heigum vegna skólanna og strákanna úti á tendi. Leikið 1íiUm U' “ÓV- 0g Skotum 14- fÓ,^.íBáÖÍr ,eUdrnlr eriendis). Út verður haldið9. nóv. (Nánarsiðar). ÍIÍlM§

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.