Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 25
25
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985.
Hér hlusta nokkrir af leikmönn-
um KA á góð réð fré Lazic.
Ljubomir Lazic vinnur við ostagerð hjé Mjólkursamlaginu é Akur-
eyri. Hér heldur hann á nokkrum tegundum sem hann vinnur við
að framleiða en sjálfur segist káppinn ekki láta ost inn fyrir sínar
varir.
gengur frekar lítiö með íslenskuna og
ég er oft ákaflega einmana. Konan er í
Frakklandi og börnin eru í skóla þar.”
„íslenska landsliðið
er mjög gott"
Við víkjum talinu um stund að ís-
lenskum handknattleik. Hvemig finnst
þér íslenskur handknattleikur?
„Islenskur handknattleikur er mjög
góður og þá sér í lagi íslenska lands-
liðið. 1. deildin er að vísu nokkuð veik
vegna þess að flestir bestu leik-
mennimir leika erlendis. Ef Bogdan
landsliðsþjálfari þyrfti að tefla fram
landsliði sem eingöngu væri skipað
leikmönnum sem leika hér heima
myndi liðið ekki gera neitt mikið meira
en sigra Belgíu og Lúxemborg. En þaö
eru ungir leikmenn sem eru á leiðinni.
En til þess að þeir nái góðum árangri í
framtíðinni þurfa þeir að spila með sér
betri leikmönnum og taka þátt í erfið-
um mótum og þau eru ekkitil staðar.
„ísland á heima
í A-keppninni"
Hann heldur áfram: „Eg tel að ís-
lenska landsliðið eigi heima í A-keppn-
inni. Þrátt fyrir það verður róður liðs-
ins í næstu HM-keppni mjög erfiður.
Liöið gæti hæglega falliö í B-keppnina.
Árangur landsliösins í framtíðinni held
ég að fari mikið eftir því hvort þeir
leikmenn sem leika erlendis hafi
áfram þann vilja sem þarf til að leika
fyrir íslenska landsliðið.” Hvar er Is-
land í röðinni í heiminum í dag?
„Af hverju ekki í 6. sæti? Til þess að
taka þátt í A-keppninni þarf aö vera í
einu af sex efstu sætunum í heiminum.
Eftir HM-keppnina i Sviss kemur i ljós
að nokkru leyti hvar íslenska liðið
stendur. Ég persónulega vona að Is-
land verði áfram í A-keppninni. Það
kemur sér betur fyrir mig í framtíðinni
þegar ég fer að seg ja að ég hafi þjálfað
á Islandi. Ég er metnaðargjarn þjálf-
ari. Á æfingum er ég allt annar maður
en eftir æfingar. Ég sem þjálfari hef
engan rétt á því að láta tilfinningar
ráða ferðinni. Ef svo væri næði ég
aldrei árangri.”
„Það vantar borgina"
Hvernig er útlitið hjá þínum mönn-
umíKA?
„Þegar ég kom hingað setti ég
auövitað stefnuna á Islandsmeistara-
titilinn. Ég þekki mína vinnu. Til þess
að ná árangri i handknattleik þarf:
Leikmenn, þjálfara, íþróttahús og
borg, fólk sem vill handboltanum ekk-
ert nema gott. Við höfum leikmenn,
þjálfara, íþróttahús en því miður enga
borg. Ég fékk sex til sjö æfingar með
liðið í júlí, ágúst og september en síðan
hefur þeim fækkaö. Klukkustundunum
hefur fækkað úr 10,5 í 6. Vegna þessara
fjögurra klukkutíma sem tapast fer
likamlegt ástand leikmanna minna
niður á við. Handbolti er ein helsta
íþróttin í Evrópu og ég hélt að það væri
Akureyringum einhvers virði aö eiga
gott lið í 1. deild. Félagið þarf á meiri
aöstoð að halda hjá þeim sem ráða
feröinni. Ég skil ekki að tímum okkar
sé fækkað um tæpan helming á meðan
að lögreglumenn eru að leika sér í
knattspyrnu í Iþróttahöllinni og fólk úti
í bæ að spila badminton.
Nú, við töpuðum fyrir Val og Viking í
fyrstu leikjunum. Leikir okkar um síð-
ustu helgi gegn Fram og KR voru mjög
mikilvægir. Ef við hefðum komiö aftur
til Akureyrar með fjögur stig heföum
við örugglega lent í 3. sæti. Það er 100%
öruggt. Við reynum auðvitað að kom-
ast í Evrópukeppni en það kostar pen-
inga og fólk verður aö fara aö hugsa út
í það. Ef ég þjálfa hér áfram næsta ár
mun ég enn stefna á fyrsta sætið. öll
erfiðasta vinnan er búin eftir fyrsta
árið með nýjum þjálfara og ég held að
KA eigi góöa möguleika á aö ná mjög
langt. Ég tala nú ekki um ef tveir til
þrír leikmenn kæmu nýir til liðsins.
En eitt helsta vandamálið fyrir KA er
að liöið getur ekki tekið þátt í neinu
undirbúningsmóti fyrir Islandsmótiö.
Það vantar æfingaleiki fyrir Islands-
mótið og vonandi verður hægt að bæta
úrþví.”
„Vinnur við ostagerð
en borðar ekki ost"
Þú vinnur hjá Mjólkursamlaginu:
„Já, ég byrja mjög snemma á morgn-
ana að vinna. Eg vinn við að blanda
osta og það er bara ágætt starf. Ég hef
aldrei komið nálægt svona löguöu áður
og borða alls ekki osta. Þetta er
skemmtileg reynsla sem maður fær
með því að vinna við þetta. Ég er með
um tuttugu þúsund í laun á mánuði og
það er á mörkunum að ég nái að lifa af
þessu. Ég þarf að vísu ekki að borga
fyrir húsaleigu, rafmagn og hita og bíl
hef ég og bensínið fæ ég frítt. Þessi
tuttugu þúsund fara í kaup á mat.”
„Ég veit ekki
hvar Sjallinn er"
Nú er hér heimsfrægt veitingahús á
Islandi, Sjallinn svokallaöi. Við spurð-
um kappann hvort hann hefði oft
komiö þangað.
„Nei. Vinnustaður þjálfarans er ekki
á diskótekum. Ég hef ekki hugmynd
um hvar Sjallinn er. Ég hef aldrei
komiö þangaö. Leikmenn hafa að vísu
verið að reyna að fá mig með sér en ég
hef ekki haft áhuga. Svo er líka það að
ég vil ekki kynnast leikmönnum of
mikiö. Það er eflaust gott að fara í
Sjallann til aö ná sér í konu en ég geri
mér ljóst að öll samtöl þar aö lútandi
verða aö fara fram á íslensku.
Hvernig líst þér á kvenfólkið hér á
Akureyri?
„Ég hef nú ekki verið að horfa mjög
mikið á það en það sem ég hef séð er
ósköp venjulegt kvenfólk. Innan um
eru auðvitað mjög fallegar konur sem
gaman væri að geta talað við. Þá væri
ísinn brotinn.”
Ert þú alls kostar ánægöur með veru
þína á Islandi til þessa?
„Já, það sem mér viðkemur en það er
nú ekki stór hamingja. Ég er aöeins
óánægður með handboltann. KA-liðið
hefur orðið útundan hjá þeim sem
stjórna. Reynsla mín þessa mánuði,
sem ég hef verið hér, er alls ekki í sam-
ræmi við það sem ég hafði hugsað mér
áður en ég kom hingað.”
Telur þú að „standard” þinn sem
þjálfara hafi falliö eftir aö þú komst
hingaðtillands?
„Já, ég tel að svo sé. Ég kom hingað
handboltans vegna en ekki vegna
peninganna. Vandamálið liggur ekki í
peningum.”
Telur þú að þú verðir þjálfari KA
næsta vetur?
„Já, ég á von á því. Utkoman úr
mínu starfi hjá liðinu ætti aö koma i
ljós á öðru eða þriðja ári.”
Eitthvað sérstakt að lokum?
„Mig langar bara til að lýsa yfir
ánægju minni með það aö hafa getað
hlegiö og skemmt mér á meðan á þessu
viðtali stóð. Ég hef ekki gert mikið að
því að hlæja síðan ég kom hingað,”
sagði Ljubomir Lazic.
Þar með voru þeir félagar kvaddir
og sérstakar þakkir í lokin til Ölafs R.
Olafssonar fyrir snörunina.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985á
eigninni Digranesvegi 56 — hluta —, tal. eign Siguröar Eiríkssonar og
Ernu Hróarsdóttur, ferfram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs, Veödeildar
Landsbanka islands og Friðjóns Arnar Friöjónssonar hdl. á eigninni
sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 15.10.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
annað og sföasta á Flúðaseli 32, þingl. eign Róberts J. Jack, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn
23. október 1985 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á hluta i Strandaseli 4, þingl. eign Sigurðar H.
Tryggvasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og
Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október
1985 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 10. og 13. tbl. þess
1985 á Kögurseli 34, þingl. eign Hreins Halldórssonar, fer fram eftir
kröfu Hákonar H. Kristjónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á
eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta í Lynghaga 10, þingl. eign Jóhanns Sigurðs-
sonar og önnu Jónu Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í
Reykjavík, Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. og Þorvarðs Sæmundssonar
hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 10.30.
/ Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta í Brávallagötu 46, þingl. eign Flosa Ásmunds-
sonar, fer fram eftir kröfu Sigríöar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 23. október 1985 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hiuta í öldugranda 3, tal. eign Árna S. Gunnlaugs-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Árna Guðjóns-
sonar hrl. og Guðna Á. Haraldssonar hdl. á eigninni sjálfri miðviku-
daginn 23. október 1985 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta í Starrahólum 6, þingl. eign Eggerts Eliassonar,
fer fram eftir kröfu Landsbanka islands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík
á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Tunguseli 8, þingl. eign Steingríms S. Björnssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Landsbanka islands á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 48., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Stifluseli 3, þingl. eign Elnu Þórarinsdóttur, fer fram eftir kröfu Veð-
deildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar í Reykjavlk á eigninni sjálfri
miövikudaginn 23. október 1985 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I
Bugðulæk 13, þingl. eign Markúsar Valgeirs Úlfssonar, fer fram eftir
kröfu Veðdeildar Landsbankans og Sigriðar Thorlacius hdl. á eigninni
sjálfri þriöjudaginn 22. október 1985 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
-SK.