Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 15
15 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. Á fimmtudag hittist hópur þátttakenda í Kvennasmiðjunni sem verður opnuð 24. október í seðlabankahúsinu. DV-mynd PK KVEVNA SMIBJAN Konan - Vinnan — Kjörin Vikan sem nú gengur í garö verður tíöindamikil hjá konum. Þá opnar Kvennasmíöjan í seölabankahúsinu. Þar verður útifundur kvenna og þá verður kvennafrí. Ástæöan fyrir öllu þessu tilstandi er að tíu ár eru liðin frá kvenna- frídeginum 24. október 1975. Kvennaáratug Sameinuðu þjóð- anna er aðljúka. Og honum lýkur með pomp og pragt. Konur víða um land eru önnum kafnar við undirbúning og konur úti í heimi líka. Sums staðar í heimsbyggðinni hafa konur beðið á- tekta með aðgerðir — þær hafa beðið eftir vitneskjunni um hvað íslenskar konur ætli að gera. Kvennafrídagurinn á Islandi varð heimsfrægur atburður. Því beinast augu heimsins hingað aftur á tíu ára afmælinu. Á kvennaáratugnum hefur margt áunnist í jafnréttismálum, en enn er langt í land með að konur standi jafnfætis körlum launalega. I launa- málum sínum þurfa konur að leggja sig fram um að vinna sameiginlega að lokaátakinu, launastöðunni. Á fimmtudag verður útifundur á Lækjartorgi sem hefst klukkan tvö eftir hádégi Umræðuefnið verður launamál kvenna. Saman við þær umræður blandast tónlist og gamanmál, auðvitað flutt af konum. Skoraö hefur verið á konur að leggja niður vinnu þar sem þær hafa tök á. Því er ekki vafamál að konur fjölmenna á þennan útifund. Kvennasmiðjan I nýbyggingu Seðlabankans eru konur nú að leggja siöustu hönd á sýningu á störfum kvenna. Tilgangur sýningarinnar er að sýna fram á vinnuframlag kvenna í þjóð- félaginu sem vegur þungt í stóra hjóli atvinnulífsins. Kjörorð sýningarinnar verða KONAN—VINNAN—KJÖRIN í þeim orðum kemur gjörla fram til- gangurinn. Heiti sýningarinnar er KVENNASMIÐJAN. Þar munu hjólin snúast í vikutíma. Konur í rúmlega sjötíu starfsstéttum kynna og sýna vinnu sína. Veitingamaður selur veitingar, netagerðarmaður hnýtir net, blaða- maöur skrifar í dagblaðiö sem gefið verður út á staðnum og fleira mætti telja. Hver dagur sýningarinnar verður helgaður sérstökum starfsgreinum eða geirum. Fyrsta daginn kynna sérstaklega sín störf matvæla- fræðingar, kjötiðnaðarmenn, banka- menn og tölvunarfræðingar. Næsti dagur verður helgaður heilbrigðisstéttunum, þarnæsti uppeldisgeiranum í tilverunni. Snyrtifræðingar, bóndi, dýralæknir, arkitekt, flugmaður, prestur, leikari — allt konur — segja frá störfum sínum og kjörum. Skemmtiatriði verða hvern dag, tónlist, leiklist, tískusýningar og fleira. I bígerð er að koma á kappræðufundi á milli stjórnmála- kvenna einn daginn. Starfskynning Undirbúningurinn hófst snemma í sumar en það var ekki fyrr en aö loknum sumarleyfum landsmanna sem hjólin fóru að snúast fyrir Kvennasmiðjuna. Undirbúningurinn er í höndum sjö manna nefndar sem ’85 nefndin skipaði í vor. I byrjun september réð nefndin Ragnheiði Harvey sem framkvæmdastjóra og hefur hún af mikilli atorku leitt framkvæmdir. Kvennasmiðjan verður góður vettvangur fyrir starfskynningu skólanema og hafa fræðsluyfirvöld tekið jákvætt í að svo verði. Konur í Eyjafirði hafa ákveðið að halda tíu ára afmæli kvenna- frídagsins hátíðlegt svo og konur í Hafnarfirði og víðar á landinu. I Reykjavík verður næsti fimmtudagur hátíðisdagur: frí, útifundur og Kvennasmiðjan opnuð. Hún verður fram að mánaðamótum. I næstu viku verður kvennamessa í Hallgrímskirkju. Því má með sanni segja að næsta vika og nokkrir dagar í þarnæstu viku verði viðburðaríkur tími fyrir konur hér. Þá verður tekið höndum saman í lokaátaki islenskra kvenna á kvennaáratugnum. Það lokaátak verður eftir- minnilegt. -ÞG. VARAHLUTIR Mikið úrval varahluta í fólksbifreiðar og jeppa. Höfum á lager m.a.: E INTERMOTOR. Kveikjuhlutir. Smósala — hoildsala. bremsuklossa, stýrisenda, spindilkúlur, kveikjuhluti, vatnsdælur, kúplingar, mæla, spegla, höggdeyfa, tímahjól og keðjur, dráttarbeisli, rafgeyma, upp- hækkunarklossa, bílbelti (barna, rally) og margt fleira. Sendum í póstkröfu um land allt. VARAH LUTAVERSLUN SlMAR: 34980 og 37273 ÚRVALS NOTAÐIR Arg. Km Kr. Saab 99 GL, 5 gíra 1982 53.000 370.000 Citroen GSA Pallas 1982 35.000 270.000 Volvo 244 DL 1979 50.000 270.000 Opel Rekord Berl. d. . 1982 103.000 450.000 Lada sport 1981 70.000 220.000 Datsun Bluebird 1981 64.000 300.000 Opel Kadett luxus 1981 54.000 235.000 Toyota Cressida dísil 1983 390.000 Peugeot 504 st. 1978 87.000 195.000 Ch. Malibu Classic, 2ja dyra 1981 70.000 390.000 Opel Ascona fastback 1984 18.000 470.000 Subaru 1800 4 x4 1983 30.000 390.000 Ch. Blazer m/Oldsm.d. 1974 55.000m. 320.000 Ch. Malibu CLst. 1979 98.000 320.000 Isuzu Trooper dísil 1983 54.000 750.000 Opel Kadett luxus 1982 55.000 270.000 Volvo 343 1977 45.000 140.000 Range Rover 1981 56.000 950.000 Volvo 244 GL, sjálfsk. 1982 34.000 440.000 Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000 Isuzu Gemini, 1981 43.000 220.000 Ch. Citation 1980 80.000 290.000 Isuzu pickup d 4 x 4 1983 32.000 440.000 Datsun Cherry GL 1982 31.000 265.000 Fiat Regata 70 1984 26.000 360.000 Opel Commador 1982 41.000 590.000 Opel Rekord 2,0 lúxus 1982 79.000 395.000 Opel Corsa luxus 1984 19.000 340.000 Saab 900 GLE 1984 35.000 650.000 Dodge Aspen SE 1979 73.000 280.000 Toyota Crown dísil 1981 87.000 390.000 Opiö virka daga kl. 9—18 (opiö í hádeginu). Opið laugardaga kl. 13—17. Sími 39810 (bein línal. BILVANGURst? HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölubiaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Víghólastig 3, þingí. eign Astu Sigtryggsdóttur, fer fram að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Guöjóns A. Jónssonar hdl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Auðbrekku 7, þingl. eign Jöfurs hf., fer fram að kröfu Bæjar- sjóös Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Auðbrekku 8 — hluta —, tal. eign Húsfélagsins Hengils hf., fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985á eigninni Borgarholtsbraut 9, þingl. eign Sigurðar Sigurðssonar, ferfram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriöjudaginn 22. október 1985 kl. 14.20. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst vari 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Borgarholtsbraut 74, þingl. eign Þóris Jóhannssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriöjudaginn 22. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.