Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
Grafík
skrifar
undir
samninginn
við Mjöt
*Q)
4 %
X%\
%Y
„Við erum mjög ánægðir meö þenn-
an samning. Þetta er tilraun til að láta
útgáfufyrirtækið starfa með bandinu,
meira en tiökast hefur fram að þessu,”
sagði Tryggvi Herbertsson hjá Mjöt í
samtaliviðDV.
Um síðustu helgi skrifaði hljóm-
sveitin Grafík undir útgáfusamning
við fyrirtækið. Lengi var á huldu hver j-
ir myndu hreppa þennan samning.
Nokkur af hinum rótgrónu útgáfufyrir-
tækjum sýndu áhuga enda Grafík lík-
lega vinsælasta innlenda hljómsveitin
um þessar mundir. En Mjög hreppti
sem sagt hnossið. „Þeir buðu best,” út-
skýrði Helgarpósturinn.
„Nei, það myndi ég ekki segja,”
svaraöi Tryggvi þegar þetta var borið
undir hann. Eg hef starfað með Grafík
i nokkum tima og þeim leist einfald-
lega best á að vinna með okkur, á
okkargrundvelli.”
Flogið í
fjóra landshluta
Samvinna í stað
stofnanafílings
„Við erum með ýmislegt á prjónun-
um í sambandi við þessa útgáfu. Meðal
annars förum við í hljómleikaferð í
desember sem verður með dálitið öðru
sniði en tíðkast hefur. Við verðum með
flugvél á leigu og ætlum aö spila í
fjórum landshlutum á jafnmörgum
dögum. Síðan tökum við væntanlega
upp video með hljómsveitinni.
Þetta er vitaskuld stórt verkefni hjá
svo ungu fyrirtæki sem Mjöt er. Við
höfum aöeins gefið út tvær plötur til
þessa. En ef þetta tekst vel vonumst
við eftir áframhaldandi samstarfi við
Grafík og aðrar hljómsveitir.”
— Er búið að ákveða útgáfudag plöt-
unnar?
„Það er ekki komin nákvæm dag-
setning ennþá en við gerum ráö fyrir
aö platan komi út um miðjan
nóvember. Upptökur hófust í vikunni
og allt hefur gengið að óskum,” sagöi
Tryggvi Herbertsson hjá Mjöt.
„Forðumst
stofnanafíling"
1 sama streng tók Helgi Bjömsson,
söngvari í Grafík, þegar undirritaður
ræddi við hann að næturlagi í vikunni.
„Þetta gengur vel og við stefnum aö
því að ljúka upptökum fyrir mánaöa-
mót”.
— Og þið eruð ánægöir með samn-
inginn?
„Það er nú líkast til. Við höfum
hingað til gefið út okkar plötur sjálfir
og það hefði verið gaman að halda því
áfram. En tímans vegna var það ekki
' framkvæmanlegt”.
— Það vildu fleiri gera samning viö'
ykkur?
„Já, það má segja það. 1 eða 2 aðilar
settu sig i samband við okkur.”
— Hvers vegna völduð þið Mjöt?
„Það var nú bara vegna þess að þeir
buðu góðan samning. Þetta eru ungir
strákar með ferskar hugmyndir og
þeir leggja sig alla fram. Og það sem
meira er, það er góð samvinna milli
hljómsveitarinnar og fyrirtækisins.
Við vinnum saman og forðumst þenn-
an „stofnanafíling” sem oft hefur ein-
kennt saniskipti útgefenda og hljóm-
sveita.”
— Hver stjómar upptökunum?
„Við stjómum þeim sjálfir eins og
við höfum alltaf gert. Það er enginn
spennandi pródúsant á Islandi, ekki
eins og er. Þetta er ákveöinn hlekkur í
plötugerð sem vantar hér á landi.”
Margar góðar melódíur
— Er ekki töluverð pressa á ykkur
núna eftir velgengni síöustu plötu?
„Vissulega, en við látum hana ekki
hafa áhrif á okkur. Við höldum okkar
striki og semjum áfram melódisk lög.
Við erum með margar góöar melódíur
núna, allavega fyrir okkar smekk! ”
— Hvað veröa mörg lög á nýju plöt-
unni? „Það verða 8-9 lög. Við tökum
mest af lögunum upp núna en notum
hugsanlega eitthvað af efni sem við
tókum upp í vor. ”
— Er komið nafn á plötuna?
„Það er ekki hægt að segja þaö- ”
— Verður nafnið hugsanlega svar
við „Get ég tekið sjens?”
„Það stóð til um tíma að láta plöt-
una heita „Já, ég get það.” En það
heiti er í endurskoðun og platan er
nafnlaus eins og er.”
-ÞJV
m m „ÉG VAR EKKI í NEINUM
IR-ingurgefur ”
útpiðtu: ASTARHUGLEIÐINGUM”
Elin Halldórsdóttir er stórhuga
stúlka. Hún er uýorðin sextán og 6
nsstnnni sendir hún frá sér sína
fyrstn plötn. Tæpast er þó hægt að
segja að komin sé fram eln baraa-
stjaraan til (Rut R. og BjörkG.),
unglingsstjaraa er kannski nærtæk-
ara orð. Reikistjarna væri þó ef til
vill enn betra því ennþá er allt á
hnldn með hveraig væntanlcgum
kaupendum plötunnar munl lika tón-
listin.
En hvað sem slikum hugrenningum
liður þá er útgáfan staðreynd.
„Þetta er 12 tommu plata með
tveim lögum,” sagði Elin í samtaU
við DV i vikunni. „Annað lagið er á
diskólinunni og hitt er instrumental.”
— Eftir hvera eru lögin?
„Lögin eru bæði eftir mig. Eg
samdi þau fyrir árshátíð níunda
bekkjar í Hvassaieitisskóla í fyrra.
Eg flutti þau þar og Iék undir á pianó.
Undlrtektir? Þær voru mjög góðar.”
Ást um ást
— Hvað um texta?
„Eg samdi texta við annað iagið,
Ást. Textinn f jallar um ástina eins og
heiti lagsins gefur til kynna.”
— Er þessi texti byggður á eigin
reynslu?
„AUt sem maður gerir byggir mað-
ur á eigin reynslu. En þegar ég samdi
þennan texta var ég ekki i neinum
ástarhugleiðingum.”
— Hver gefur plötuna út?
„Eg borga að visu ekkert sjálf, ég á
marga góða stuðningsmenn sem
hlaupa undir bagga með mér. t aUt
fóru i þetta kringum fimmtiu upp-
tökutimar. Eg tók upp i Hljóðrita og
efnið var svo að einhverju leyti unnið
í Grettisgati.”
Randur refaskytta
— Hafðir þú einhverja aðstoðar-
menn?
„Já, sá sem útsetur og spilar á
hljómborð gengur undir dulnefninu
Randur refaskytta. Trommuleikari
var Þorsteinn Guunarsson (Pax vob-
is).”
— Nú kemur platan út innan
skamms, ætlarðu að reyna að fylgja
henni eitthvað eftir?
„Ég ætla að sjá tU með það. Ég hef
Utið verið í poppmúsík fram að þessu.
Svo er ég upptekin í skólanum, er ný-
byrjuð í MR og er jafnframt að læra
á pianó.”
— Hvemig líst vínkonum ogvinum
á þetta tónlistarbrölt þitt?
„Þeim líst bara vel á þetta, held
ég.”
— Einhver framtiðarplön?
„Eg held eitthvað áfram i tónlist-
inni,” svaraði Elin að bragði. „En
ég hef ekki gert upp við mig hvort ég
fer út í poppið eða klassikina. Það
verður bara að ráðast.”
-ÞJV
EUn Halldóradóttir, saxt&n ára nemandi í Mennta-
skólanum i Reykjavik, sendir bréðlega frá sér tveggja
laga plötu. DV-mynd Kristján Ari.
Rokkspildan
Rokkspildan