Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 4
4 DV LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985. Lögreglan í Reykjavík þarf 40-50 nýja menn — „Meira um uppsagnir en áður,” segir William T. Möller, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík — Nei, þaö eru engar fjöldaupp- sagnir í gangi hjá lögreglunni í Reykjavík. Ef viö horfum 10—20 ár aftur í tímann þá er kannski meira um uppsagnir tiu en áöur, sagöi William T. Möller, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. — Undanfarin ár hefur verið mikið um þaö að stúd- entsmenntaðir menn hafi sótt um starf í lögreglunni. Þeir hafa viljað mennta sig meira, sem eðlilegt er, og hafa þá horfiö í ný störf. — Það er alltaf slæmt að missa unga og dugmikla menn í önnur störf. Þarna spila laun inn í en það er orðið meira um það nú að menn séu óánægðir með laun sín. Þar eru fleiri en lögreglumenn sem eru óánægðir með launin, sagöi William. Það hefur lengi verið vitað að álag- ið hefur verið mikið á lögreglumönn- um í Reykjavík. Borgin hefur stækk- að, bílum hefur fjölgað og afbrot hafa aukist. Þrátt fyrir það hefur engin fjölgun orðið á starfsmönnum í lögreglunni. Ofan á þetta bætist við mikil vinna og lág laun. — Já, föst laun hjá lögreglumönn- um eru ekki nægileg. Þeir þurfa að vinna mikið og þreytandi starf til að fá þokkaleg laun, sagði William. „Þurfum 40—50 nýja menn" — Þarf ekki að fjölga í lögregluliði Reykjavíkur? — Jú, þaö hefur veriö ósk lögreglu- stjóra í mörg ár að fá fleiri menn til löggæslu. Nú vinna 240 menn í lög- reglunni í Reykjavík. Með réttu þurf- um við 40—50 nýja jnenn til starfa. Það hefur ekki fengist fjárveiting til að hægt sé að fjölga lögreglumönn- um. Meira er nú um uppsagnir hjá lögreglunni i Reykjavik en áður. Talifl er að nú þurfi 40 — 50 lögreglumenn til viflbótar. Reksturinn endurskoðaður Að undanfömu hafa menn frá norsku ráðgjafarfyrirtæki verið hér á landi til að endurskoða reksturinn á starfsemi lögreglunnar í Reykja- vík. Sú úttekt miðast við að allur rekstur og fyrirkomulag verði betra. — Það mun koma í ljós í næsta mán- uði hvernig úttektin hefur gengið fyr- ir sig í stórum dráttum, sagði Willi- am. -SOS „FYRSTA, ANNAÐ 0G..." — DV fylgist með nauðungaruppboði áAkureyri Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Tuttugu þúsund! Tuttugu og fimm þúsundhéma! Þrjátíuþúsund!” Þrjátíu þúsund, já. Fyrsta, annaö og . . . „Fjörutíu þúsund! Fimmtíu þúsund! Fimmtíuogsjöþúsund!” Fimmtíu og sjö þúsund, já. Fyrsta, annað og þriðja. Það reyndist lokatilboðið í gamlan krana á nauðungaruppboði sem fram fór á lausamunum trésmíðaverkstæðis á Akureyri laugardag einn fyrir skömmu. Fyrr um daginn var uppboð í gangi við lögreglustöðina. Margmenni var þar og svolítill múgæsingur í mönnum, enda var hægt að gera góð kaup, ef nota má þau orð þegar veriö er að ræða um uppboð á eigum einstaklinga og fyrirtækja. Það er alkunna aö mikill sam- dráttur hefur verið í byggingariðnaði á Akureyri undanfarin ár. Það hefur sorfið nokkuö að fyrirtækjunum — og í þetta skipti var nauðungaruppboð ó- umflýjanlegt. Sigurður Eiríksson, fulltrúi sýslu- mannsins í Eyjafirði og uppboöshaldari, stjórnaði uppboðinu. Að sögn hans hefur beiðnum um greiðslustöðvanir og gjaldþrot hjá einstaklingum og fyrirtækjum f jölgað. „Þessar beiðnir voru samtals 21 árið 1984 en eru orðnar 37 það sem af er þessu ári. Varðandi beiðnir um lausa- fjáruppboð voru þær 304 í fyrrá en eru orðnar fleiri á þessu ári, eða 305 talsins,” sagði Sigurður. Þessi fókk stólinn sem á vafalaust eftir afl þjóna hlut- verki sinu enn um sinn. Kraninn umrœddi fór á 57.000 sléttar. Sigurflur Eiriksson uppboflshaldari býflur upp stól sem síflan var sleginn á 2.200 krónur. Þessar forláta reiknivélar fóru á samtals 1700 krónur. Ljósritunarvélinni komifl fyrir í skotti jeppans eftir að hún hafði verifl slegin hœstbjóflanda á 1500 krónur. „Ég vona afl hún sé i lagi," sagfli kaupandinn. Það er ekki nóg afl bjófla í, þafl þarf líka að borga. 0PI1I TIL KL.4IDA0 .PVer»«ö ’ r ^iörio^- J V/SA Jón Loftsson hf. Hffnft Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.