Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985,
Alex
Hér vantar
herzlumun
NÝIFASTASEÐILLINN
310 OstasDuffle meS ferskum kiwi
293 Létlsleiktur hörpuskelfiskur meðRraslauk o/> sítrónu
240 Reyksoðin sítd rneðfínsöxuðum lauk o/; egfyarauðu
220 Súrsœtt nrísakjötseyði
240 Reykt íaxasúpa með egpjahreeru
430 Pönnu ileikl rauðsþrettuflök með feta osti »f> kaffisósu
433 Rjómasoðinn steinbítur með safran og ktnverskum
sveþþum
420 Smjörsteikturkarfi meðsölum og eng,ifersðsu
900 Smjörsteiklir humarhatar tskel
633 Pönnusteiktur ffrisahryyffur neð hvít'.auksnstuðum
smokkfiski
630 Smjörsleiklar kjúklingabnnffur með ferskum vínberj-
um of> léltri chitisósu
880 Heilsteiktar nautalundir með ttautabeini off valhnelu-
390 Léttsteiktar svartfuglsbnnjfur með ferskum rifsberjum
0j> þunnriþemodusósu
193 Rúlluterta með avocado tíkjör
190 Rtfsberjaís mcð hvítri súkkulaðisósu
210 Ferséir ávextir mcð kókoslíkjör
DÆMIGERÐUR DAGSEDILL
220 Hvítlaukskryddaðir sjávarsnifftar
130 Rjómalö£uðblómkálssúþa
383 Pönnusteikt smálúða með kiuu og hörþuskel
3 70 Rjómasoðinn steinbítur rneð kínverskum sveþþum
680 Léttsteikt nautafillet með ferskum svepþum og hun
anftt
310 Pönnusteiktar kjúklinf'abrinf’ur meðþiþarsósu
163 Ferskt kiwi með þúrlvíni
Alex er smart. Þetta vinkillaga, 34
sæta blómahaf er allt í stíl. Gráblái
liturinn í bar og stálstólum fer vel viö
bleika dúka. Allur borðbúnaður er
samstæður. Á gólfi er glansandi
parket og í lofti þrjár víðáttumiklar
viftur í gömlum stíl. Teikningar og
málverk eru á ljósum veggjum. Und-
arlega rykkt gluggatjöld gamals
tíma fara vel viö stálhúsgögn nútím-
ans.
Blómin eru helzta einkenni staðar-
ins. I gluggum eru pottablóm í
hrönnum, í sumar meira að segja
einnig utan við rúöurnar. Þau eru
líka í ytra horni vinkilsins og víðar í
salnum. Frískleg, afskorin blóm
prýða borðin ásamt logandi kertum
á kvöldin. Þá er Alex einkar róman-
tískur, kjörinn fyrir kurr í turtildúf-
um.
Hvert veitingahúsið á fætur öðru
hefur verið reynt hér á austuihorni
Hlemmtorgs. Núverandi eigendur
Alex eru ekki hinir fyrstu. Áður voru
hér Zorba, Mamma Rósa, Kráin og
þar áður einhver, sem hafa dofnað
mér úr minni. Þessa hringekju er
tímabært aö stööva. Ef til vill tekst
Alex það, þótt hann keppi á þétt setn-
um markaði hinna fínu og dýru mat-
staða.
Þjónusta er fagleg og góð í Alex.
Eins og útlitið er hún í svipuðu sam-
ræmi við verðlagið og gengur og ger-
ist á hinum betri stöðum borgarinn-
ar. Verðið er nokkru hærra en á svo-
kölluðum miðjuverðsstöðum á borð
við Torfuna og er raunar ískyggilega
nálægt hæsta verðflokknum. Miðju-
verö þríréttaðrar máltíðar með kaffi
?
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
Jónas Kristjánsson
skrifar um
veitingahús
og hálfri vínflösku á mann var 1.262
Krónur.
Helzti galli þjónustunnar er hinn
sami og víða annars staðar, að gestir
eru í tíma og ótíma ónáðaðir með
hinni bjánalegu spurningu, hvort
þeim líki maturinn. Hverju á að
svara? Hvernig á aö forðast uppi-
stand, sem eyðileggur kvöldið? Hér
með er auglýst eftir hlutlausu svari,
sem hægt sé að nota viö þær aðstæð-
ur, er ríkja í flestum íslenzkum veit-
ingahúsum, — að ekkert er varið í
matinn, en aö hann er samt ætur.
Vínlistinn
afar góður
Vínlisti Alex er afar góður. Þar er
töluvert úrval af hinu bezta, sem
fæst í Ríkinu, og í öllum verðflokk-
um. Ruslið, sem einkennir íslenzk
vínkort, drukknar hér innan um rað-
ir mjög svo drykkjarhæfra vina. Hér
fást meira að segja áfengislaus vín
og hanastél.
Til að draga fólk inn í hádeginu
hef ur Alex komið sér upp tilboði, sem
er mun ódýrara en annað framboð
hússins. Það er kaldur diskur, sem
kostar, með súpu dagsins og eftir-
rétti, 325 krónur.
Kaldi diskurinn haföi hrásaiat
neðst. Þar ofan á var annaöhvort
kjöt- eða sjávarréttur, nautatunga í
annarri útgáfunni og hörpudiskur og
fiskikæfa í hinni. Þar að auki voru á
diskunum eggjasneiðar, tómatbátar,
kotasæla, ostur og ýmislegt fleira.
Þetta voru frísklegir og lystarlegir
diskar. Súpan var að þessu sinni
rjómalöguð blómkálssúpa og eftir-
rétturinn fersk jarðarber með
rjómablandi. Þetta var ríkmannleg
máltíö fyrir tiltölulega litið fé, tromp
staðarins.
Fyrir utan þetta býður Alex alveg
nýjan, fastan matseðil með 18 rétt-
um, þar af átta aðalréttum, og
breytilega hádegis- og kvöldseðla
með sjö réttum, þar af fjórum aðal-
réttum. Áherzlan er jöfnum höndum
á sjávarréttum og kjötréttum. Ef
daglegu seðlarnir eru nægilegum
breytingum undirorpnir, má telja
þetta meira en fullnægjandi úrval.
Reyktur nautavöðvi með melónu
og dilli var fallega dökkur, en allt of
seigur. Honum fylgdi ágætis sinneps-
sósa og ristaö brauð með smjörkúl-
um, sem ekki voru í álpappír.
Reyksoöinn lambavöðvi reyndist
vera þversneiddur hryggvöðvi, frek-
ar þurr og grár, og hefði mátt vera
eldaður í skemmri tíma. Reykta
bragðið var eindregið og minnti
raunar mest á reyktan fisk. Þetta er
skemmtileg nýbreytni eins og reykti
nautavöðvinn, en þarf að vanda bet-
ur. Með lambinu var léttsoðin pera,
fersk í þunnum sneiðum, og mild
piparrótarsósa úr sýrðum rjóma. I
þetta sinn fylgdi ristaða brauðinu
smjör í álpappír.
Hvítlauksristaðir sjávarsniglar
voru margir og litiir, hæfilega fastir
undir tönn, bornir fram blandaöir
spírum og kryddjurtum í rjómasósu
með tómatkeim, svo og ristaðri heil-
hveitisneið. Þetta var skemmtileg-
asti rétturinn, sem prófaður var.
Kartöflusúpa rjómalöguð var í
sjálfu sér bragðgóö og fól í sér mik-
inn graslauk, en hveitiskánin gerði
hana ólystuga.
Girnilegt
hrásalat
Hrásalat með aðalréttum var yfir-
leitt frísklegt og gott. I eitt skiptið
var það ísberg, seljustönglar og
sterkur ostur. I annað skipti ísberg,
tómatar, gúrka, paprika, gráðostur
og' smávegis karrísósa. I þriðja
skiptiö var þaö blaösalat með gúrku
og grænni papriku, svo og gráðosti.
Rjómasoöinn steinbítur með kín-
verskum sveppum var milt soðinn,
fallega borinn fram á nútíma vísu
ásamt töluverðu magni af sveppum,
rósakáli, gulrótarstrengjum, hvítum
kartöflum og rifsberjum. Sveppasós-
an var hveitileg og kartöflurnar of
h'tið soðnar. Annað var hins vegar
hæfilega léttsoöið. Kínversku svepp-
imir voru ágæt tilbreytni. Þetta var
sennilega bezti maturinn, sem próf-
aður var.
Smjörsteiktar laxakótelettur með
humarhölum voru fallegar, bornar
fram með fjórum stórum humrum.
Þetta var ekki alvarlega ofeldað, en
humarbragð hveitisósunnar yfir-
gnæfði laxabragðið. Með fylgdu
ferskir sveppir og hvítar kartöflur.
Rjómasoðin lúöa með lime var orð-
in afar þurr af ofeldun, auk þess sem
fiskurinn leit út fyrir að hafa bæði
kynnzt frystikistu og örbylgjuofni.
Meö fylgdi léttsoðiö blómkál og tölu-
vert af vínber jum.
Léttsteiktur lambainnanlæris-
vöðvi var fallegur, rauður, vægt eld-
aöur, borinn fram með milt elduðu
brokkáli, gulrótarstrengjum, fersk-
um sveppum og sítrónusósu, sem
ekki var hveitiblönduð.
Lambahnetusteikur á teini voru
miðlungi mikið eldaðar, aðeins rauð-
ar í miðju, frekar þurrar, en sæmi-
lega bragðgóðar. Þeim fylgdu vægi-
lega soðnar gulrætur og sveppir, góð
vínsósa rjómuð, vínber og lítilfjör-
legt brokkál.
Heit eplaterta með þeyttum
rjóma og fersku jarðarberi var hið
sæmilegasta pæ. Kaffið var gott, bor-
ið fram með afar fínu truffles-kon-
fekti, ágætis punktur yfir i-iö. Auk
góðra vína í Alex er hægt að fá Tio
Pepe fyrir matinn og Noval eftir
hann.
Þetta væri afar ánægjulegur stað-
ur, þótt dýr sé, ef eldamennskan
rokkaði ekki allt of mikið út og suð-
ur; ef gæði matreiðslunnar væru í
samræmi við metnað hennar og
smæð veitingastaöarins. Alex er
staður, sem skortir ekkert nema
þennan sífellt nauðsynlega herzlu-
mun.
Jónas Kristjáusson.
Ég berst á
fáhi fráum
24. og 25. september sl. hélt Edda Er-
lendsdóttir píanóleikari tónleika í
Vestur-Berlín, nánar tiltekiö í veit-
ingahúsinu „Café Einstein” sem er í
fallegu gömlu húsi sem stóð af sér
stríðið nær óskemmt. Þrátt fyrir mar-
maraborðin og stífpressuð kjólföt þjón-
anna er stemmningin þar afslöppuð og
fín og alveg tilvaliö að skola niður ein-
um Walters jubiláums pilsner.
Gestimir á Café Einstein eru af
ýmsu tagi, allt frá prúðbúnum betri
borgurum niður í grænhærða nýbylgju-
pönkara. Starfsliðið er líka heldur bet- >
ur skrautlegt. Við barinn hristir útlæg-
ur eþíópskur prins kokkteila. Skúr-
ingakonan Carmen er frá Spáni og
gengur um með hvíta silkihanska og
demantseyrnalokka sem eru svo þung-
ir að eyrnasneplarnir eru farnir að láta
á sjá. Einn þjónninn, fýlulegur náungi
með kíló af smjöri í hárinu, er njósnari
fyrir CIA á daginn samkvæmt áreiðan-
legum heimildum sem hvíslaðar voru
að Eddu en henni gafst kostur á að
kynnast liðinu nánar þessa tvo daga
sem hún var þar.
Konsertarnir á Café Einstein eru
jafnmargvíslegir og annað á þeim bæ.
Nú í haust var meöal annars boöið upp
á sígilda tónlist frá Columbíu, „jap-
anska músík þriggja alda”, tangódú-
ett, armenskar aríur og systratríó.
Þrjár austurrískar systur spiluðu sam-
an á flygla og svo náttúrlega Edda Er-
lendsdóttir frá Islandi.
Edda matreiddi efnisskrána eins og
hæfir á fínu veitingahúsi. I forrétt
fengum viö þrjú píanóverk opus 11 eft-
ir Schönberg. Vissulega nokkuð voguð
byrjun sem hristi vel upp í meltingar-
færum áheyrenda en fyrir bragðið
urðu þeir meðtækilegri fyrir það sem á
eftir kom. Túlkun Eddu var rík af and-
stæðum, öðru hverju kitlaöi hún háu
nóturnar en þess á milli barði hún
hnefunum á þær djúpu svo áhorfendur
urðu að halda sér fast í stólana. Strax á
eftir þessu fylgdi aðalrétturinn í
þrennu lagi. Alban Berg: 12 tilbrigði
við eigið tema, Anton Weber: Varia-
tionen opus 27 og Alban Berg: Sonate
opus 1. Edda byrjaði tilbrigðin tólf á
léttu brokki á Sprengisandi en hleypti
svo á skeiö og barst á fáki fráum þann-
ig að maður fann goluna kyssa kinn.
Weber-stykkið minnti helst á léttan
vikivaka og svo var bragöaö aöeins
betur á Alban Berg, sannarlega stað-
góöfæða.
Nú var áheyrendum gefinn kostur á
að melta það sem komið var og panta
einn kaffibolla eða pilsner og reykja
eina krabbameinsvaldandi áður en
desertinn var borinn fram. Hann var
ekki af verra taginu, Schubert: þrjú
píanóverk op. 946 og Schumann: Nov-
elette nr. 8 op. 21. En áhorfendur voru
óseðjandi og heimtuöu eitt aukalag
sem þeir og fengu.
Hress og ákveöin útfærsla á óvenju-
legum verkum, maður labbaði saddur
og endurnærður út í haustnóttina.
I.B./Berlín.