Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. Nauðungaruppboð annaöog síðasta á Vesturgötu 71, þingl. eign Péturs Snæland, ferfram eftir kröfu Árna Vilhjálmssonar hdl., Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Asgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Garðastræti 6, þingl. eign Snorra hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta I Suðurlandsbraut 12, þingl. eign Stjörnuhúss- ins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri þriöjudaginn 22. október 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 1. og 11. tbl. þess 1985 á hluta I Laugavegi 51B, þingl. eign Maríu Ingimundardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Laugavegi 20A, þingl. eign Nýja kökuhússins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Seljavegi 33, tal. eign Guðbergs Þorvaldssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka islands, Róberts Árna Hreiðarssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Stifluseli 11, þingl. eign Guðrúnar Bogadóttur, fer fram eftir kröfu Út- vegsbanka islands, Iðnaðarbanka íslands hf., Tryggingastofnunar ríkis- ins og Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Garðastræti 11, þingl. eign Gísla K. Karlssonar og Bylgju Helgadóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn23. október 1985 kl. 11.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Eins og áður hefur verið vikið að í þessum pistlum rísa deilur um staf- setningu hér á landi á nokkurra ára- tuga fresti. Síöast fyrir um það bil áratug. Þá var helstur árangur sá að z var felld niður. I skólum og opinberum stofnunum skal nota þá stafsetningu sem til- greind er í reglugerð en öðrum er frjálst að fara eigin leiðir. Þannig nota ýmsir rithöfundar annars konar stafsetningu. Ef marka má dagblöðin þá virðist setan vera á undanhaldi. Eg held mér sé óhætt aö segja að hún sé einungis notuð í Morgunblaðinu og leiöurum DV. Reyndar hlýt ég aö stinga upp á því við moggamenn aö þeir geri annað tveggja, leggi niður setuna eöa læri reglurnar betur. En fleiri bókstafir hafa blandast inn í deilur um stafsetningu. Og ber þar hæst ypsilon. Þetta er reyndar sá bókstafur sem mönnum gengur hvað erfiðast að setja á rétta staði. Ástæðan er auðvitaö sú að ekki heyrist í framburði hvort rita skuli y eða i, ý eða í, ey eða ei. Það verður því að styðjast við staf setningarregl- ur. Forn framburður Til foma var y borið fram á annan hátt en i. Auðvitað er ekki ljóst hvernig sá framburður hefur verið en giskað er á að hann hafi verið líkur því sem enn gerist í dönsku. Snemma fer að bera á ypsilonvill- um í handritum og líklega hefur þetta fylgt þjóðinni frá upphafi. I handritum frá 13du öld koma fyrir orðin þykja, fyrir og yfir með i. Breytingin er þó ekki talin gerast að fullu fyrr en á árunum 1450—1550. Ýmislegt bendir þó til þess að forni framburðurinn hafi haldist lengur á sumum stöðum. Þannig er til frásögn af Bjarna nokkrum Sveinssyni frá Fáskrúðs- firði. Bjami þessi var við nám í Latínuskólanum um 1834. Hann haföi annan framburð á i. Hann bar fram sérstakt hljóð þar sem y var ritaö. Við þessa hljóðmyndun gerði hann slika „píputotu úr efri vörinni” að engum tókst aö herma það eftir aö því er segir í heimild um þetta. Ekki er um að villast að framburður Bjarna var arfur frá gömlum framburði og hlýtur að hafa þekkst víðar á heimaslóðum hans. En því miður var það aldrei kannað nánar og Bjarni greyið lagði Nýi menntamálaráðherrann, Sverrir Hermannsson, hafflr brennandi áhuga á því afl sem flestir skrifuflu stafinn z. Sverrir fór svo flatt á staf- setningarprófi DV. Kannski fær hann áhuga á öflrum bókstöfum i nýj- um ráflherrastól. SKJEIN IFIR LANDI... þennan framburð niður því skóla- félagar hans stríddu honum. Framburðurinn þótti „mjónulegur og hjákátlegur” og varageiflurnar broslegar. Með og á móti Fjórum árum áöur en Bjarni kom í Latínuskólann haföi danski málfræðingurinn Rasmus Rask gefið út Lestrarkver handa heldri manna bömum. Þar setur hann fram hug- mindir sínar um stafsetningu og mælir meðal annars með því að rita y- En nokkrum árum síðar, um það bil sem skólastrákar eru að stríða Bjarna fyrir varageiflurnar, hefst útgáfa Fjölnis. Fjölnismenn höfðu ákveönar skoöanir á stafsetningu, aðallega þó Konráö Gíslason. Þeir vildu meðal annars fella niður y og firstu árgangar Fjölnis voru með þeirri stafsetningu. Ljóðlínan al- kunna í firirsögn þessarar greinar var svona stafsett í Fjölni. Og þessi kafli er skrifaður ipsilon- laus til að sína lesendum hvernig útlit orðanna breitist. Reindar voru Fjölnismenn alls ekki einir um að nota þessa stafsetn- ingu. Fleiri filgdu í kjölfariö síðar á öldinni. Hin síðari ár hafa á hinn bóginn fáir ef nokkrir gerst talsmenn þess að fellaniðuripsilon. En spirja má hvort ekki væri í lagi íslensk tunga 35 að þessi stafur hliti sömu örlög og hljóðið sem hann forðum þjónaði? Og first ég hef spurt þikir mér rétt að svara. Framburður eða uppruni Þeir sem vilja fella burt y vilja laga stafsetningu að framburði. Vissulega yrði það skref í þá átt en harla lítið því ef vel er að gáð þá þyrfti aö breyta ýmsu öðru í stafsetn- ingu til að skrifa alveg eftir fram- burði. Og sennilega er það ekki vinn- andi vegur. Og brottfall þessa stafs mundi skemma þá íþrótt sem Islendingar hafa svo gaman af: nefnilega að leita uppruna og skyldleika orða. Með þessu er þá loks komið að tilefni þessara skrifa. Mér barst nefnilega dálítil fyrirspurn um upp- runa orösins syrpa. Hér kemur þá svarið. Það sem á undan er gengið má h'ta á sem for- mála. Syrpa Samkvæmt Orðabók Menningar- sjóðs hefur syrpa þessar merkingar: vasakver; handrit með sundurleitu efni; röð af lögum: lagasyrpa; subba; skessa. Fyrirspyrjandinn er hljómlistar- maður og hafði látið sér detta í hug að orðið væri skylt sorp. Og það er öldungis rétt. Og einnig „sjcylt sori og saur” eins og segir í hinni ágætu stafsetningarorðabók Halldórs Haildórssonar. Ég læt síðan öörum eftir aö leggja út af þessum skyldieika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.