Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 26
26
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985.
‘5
„Mér finnst dálítið grunsamlegt
hvað islenskir karlmenn hafa gert lítiö
aö því aö ræöa tilfinningamál sin, mið-
aö við það sem gengur og gerist í ná-
grannalöndum okkar eftir þann skurk
sem konur gerðu í dentíð,” segir Jó-
hanna Sveinsdóttir sem hefur nýlokiö
við að taka saman bók þar sem tilfinn-
ingalíf karlmanna er í brennidepli. ís-
lenskir elskhugar á bókin að heita og
kemur út hjá Forlaginu innan
skamms.
Jóhanna segir að þegar fregnin um
skrif þessi bárust út hafi víða komið
upp misskilningur. Sumir hafi helst
viljað trúa því að hún væri einungis að
skrifa um kynlíf íslenskra karhnanna
og byggði bókina á viðtölum við fyrr-
verandi elskhuga sína; nokkrir
gárungar hafa nefnt hana „Knapatal
Jóhönnu” og hlegið rosalega að eigin
fyndni.
Ást, kynhlutverk
og karlmennska
„Olyginn sagði mér aö þessi aula-
1 fyndni væri runnin undan rif jum hóps
„upprennandi menntamanna” sem
þykjast vera með allt á hreinu,” segir
Jóhanna. „Því segjast þeir ekki skilja
að neinir karlmenn hafi þörf fyrir að
ræða eöa lesa um tilfinningalíf. En
þetta eru kannski þeir menn sem
springa með hvaö mestum látum
drukknir eða við annarlegar aðstæður.
Þessi viðbrögð segja meira um þá
sjálfa en mína bók.”
Jóhanna tók viðtöl við 18 karlmenn á
aldrinum 20—75 ára um tilfinningar
þeirra vítt og breitt, ástina, vináttuna,
kynhlutverk og karlmennsku, svo og
afstöðu þeirra til jafnréttisbaráttu
kvenna, og að sjálfsögðu var ófært
annað en að minnast á kynlífið. Jó-
, _ hanna segir að þeir karlmenn, sem hún
fór þess á leit að fá í viðtal og aðrir þeir
sem hún ræddi bókina við, hafi yfirleitt
tekið þessu framtaki vel og fundist þaö
þarft; greiðlega hafi gengið að fá karl-
menn í viðtöl. Reyndar komust færri
aö en vildu.
Brennivínið er snar þáttur
í erótikinni
„Margir karlmenn þjást af grátleysi
því alkunna er að þeim er lítt að skapi
eöa leyfist ekki að hampa harmi sínum
framan í aðra,” segir Jóhanna sem er
34 ára og hefur einkum fengist við bók-
* menntakennslu en vinnur nú sem
blaðamaður á Helgarpóstinum.
„Þeir kjósa frekar að fela sársauka
sinn undir kaldranalegum eða hálfkær-
ingslegum hjúpi. Oft þarf aðstoð Bakk-
usar til aö þessi hjúpur rofni og þá með
býsna ofsafengnum hætti.
Þar fyrir utan hef ur brennivínið ver-
^ ið alltof snar þáttur í íslenskri erótík.
Einn viðmælandi minn orðar þetta
- JÓHANNA SVEINSDÓTTIR
OG „ÍSLENSKIR ELSKHUGAR”
Brot úr
ÍSLENSKUM ELSKHUGUM
Þrítugt skáld og þúsundþjalasmiður, giftur, á börn.
— Hefur þér fundist þú meiri gerandi í kynlífi en
konurnar?
— Viö konan mín erum jafnmiklir gerendur og eigum bæöi
frumkvæði að kynlífi. Eins getur fullnægingin veriö meö ólíkum
hætti. Stundum tapar maður sjálfum sér algjörlega og veit varla
aö maður er til en vaknar síöan til lífsins: Hér er ég! Fullnæging-
in kemur og maður sameinast aftur. Hjá mér er eins og eitthvað
byr ji uppi í höföinu, streymi út um mig allan inn í eitthvað nýtt og
oft finn ég doöa niður eftir handleggjunum fram í fingurgóma og
niður eftir fótleggjunum. Ég ligg eftir dofinn og rotaður og hef
einmitt á tilfinningunni að ég hafi sameinast einhverju.
Ég hef tekið eftir að sumum karlmönnum býður við tíðablóði.
Það er að vísu dálítið önnur lykt af því og þá er ekki mjög freist-
andi að kyssa þarna niðri. En mér býður síður en svo við því. Ég
er öllu heldur hræddur við að hafa mig í frammi þegar konan
hefur tíðir, þá þurfum við að komast að samkomulagi, En mig
hryllir ekkert við því að sjá blóðugan liminn þegar ég fer fram á
klósett á eftir og þarf að pissa.
þannig að íslenska þjóðin þurfi ákveðið
magn af brennivíni til að viðurkenna
að hún hafi náttúrulegar kenndir.
Þessi maður, sem er á miðjum aldri og
bjó lengi á meginlandi Evrópu, kvart-
ar líka undan því að siðferðisstaðall ís-
lensks kvenfólks sé miklu lægri en á
meginlandi Evrópu. Hér séu konur til í
tuskið en á lítt sjarmerandi hátt: í pör-
unarleikjum kynjanna þurfi menn
helst að drekka hálfa flösku af brenni-
víni og troða hálfri gulrót upp í konuna
til aö sjá sama ástríöuglampann í aug-
um hennar og edrú kynsystur hennar
suður í álfu á rómantískri stund.
Ekki legg ég dóm á þetta fremur en
annað en það þarf engum að koma á
óvart að brennivínsdrykkja komi tals-
vert við sögu í frásögnum viðmælend-
anna.”
Stundum orðlaus
— Eftir aö hafa hlustað á 18 karl-
menn ausa úr tilfinningabrunni sínum
hlýtur hálffertug kona að vera ein-
hverju nær um gagnstæða kynið.
„Ja, hvað heldur þú? Ýmislegt af
lífsreynslu þeirra, ekki síst úr uppeld-
inu, geröi mig alveg orðlausa. En það
sem mér þótti hvað athyglisverðast að
pæla í var frásagnarmáti þeirra. Sum-
ir þeir sem höföu „sloppið” við lang-
skólanám áttu mun auðveldara með að
vera einlægir en hinir, auk þess sem
frásögn þeirra var oft á tíðum ótrúlega
tær og lifandi. Langskólanám kostar
mann ákveðið sakleysi, þá þarftu stöð-
ugt að vera að taka mið af skoðunum
annarra og í versta falli týnirðu sjálf-
um þér í skilgreiningaflóðinu.”
Alkóhólistar og hommar
Islenskir elskhugar Jóhönnu Sveins-
dóttur verður fyrsta bók sinnar teg-
undar á Islandi. Jóhanna telur aö alltof
margir íslenskir karlmenn geti ekki
rætt tilfinningalíf sitt nema í vínstúk-
um þar sem áfengið hefur náð völdum.
Það er skoðun Jóhönnu að það séu
einna helst alkóhólistar og hommar
sem hafi gert sér far um að ræða þessi
mál af alvöru, „menn sem vegna sér-
stöðu sinnar hafa þurft að endurmeta
stöðu sína og vegna þess að þrýstingur-
inn á þá hefur verið svo mikill. Reynd-
ar eru hommar mér vitanlega einu ís-
lensku karlmennimir sem hafa gert
sér far um að f jalla um tilfinningar sín-
ar á hispurslausan hátt á opinberum
vettvangi, í tímariti sínu „tlr felum”.
Kallast á yfir síðurnar
Bókin Islenskir elskhugar fjallar
sem sé ekki einvörðungu um kynlíf ís-
lenskra karlmanna. Það varð forleggj-
aranum, Jóhanni Páli Valdimarssyni,
að minnsta kosti ljóst þegar hann fékk
handrit Jóhönnu í hendurnar. Þá varð
honum að orði: „Af hverju fékkstu þá