Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 39
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. 39 spyrna unglinga — Knattspyrna unglinga — Knattspyrna unglinga—Knattspyrna unglinga — Knattspyrna Yf ir 600 lið tóku þátt í landsmótum KSÍ1985! tala einstaklinga um 7.500! Formaður mótanef ndar KSI, Ingvi Guðmundsson, tekinn tali Ingvi Guðmundsson heitir maðurinn og hefur verið i mótanefnd KSÍ síðastliðin 5 ár, þar af 2 síðustu ár sem formaður. Stjórnarmaður KSÍ siðastliðin 2 ár. — Að vera formaður mótanefndar KSÍ hlýtur að vera eril- samt starf og kannski á stundum óvinsælt. Unglinga- síða DV fór á vit Ingva Guðmundssonar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. DV-mynd HH. Ingvi. Hver er áætlaður f jöldi þátt- takenda í Islandsmótunum í knatt- spyrnu og hvað eru félögin mörg? — 1 Islandsmótunum í ár tóku þátt yfir 80 félög og auk þess 26 skólar með38kapplið. Fjölda þátttakenda er tæpast hægt aö ákvarða nákvæmlega, en ætla má að yfir 2000 fullorðnir og yfir 5500 unglingar taki þátt í Islandsmótinu, ef allt er með talið. Samtals hafa yfir 600 lið keppt á árinu. Það tekur nokkurn tíma að finna öllum leikjum stað í mótaskrá. Hvað um frestanir á ieikjum? Var mikið um slíkt og skapast ekki ávallt erf iðleikar í sambandi við þær? — Það er alltaf mikið um breytingar frá mótaskrá. Ástæð- urnar eru helst þær, að nokkur félög ferðast til útlanda á keppnis- tímabilinu og ekki er séð á hvaða tíma þær ferðir eru farnar þegar mótaskrá er samin og aö forráða- menn félaga vilja sníða leikjaskrá eftir eigin höfði án þess að séróskir séu tíundaðar í þátttökutilkynningu. Auðvitað er svo töluvert af ófyrirséð- um ástæðum, s.s. veðurfari, sam- göngum o.fl., en samanlagt skiptir þetta hundruöum breytinga á hverju ári með tilfallandi erfiðleikum. Er eitthvað sérstakt mál eða atvik sem er þér minnisstætt frá síðasta keppnistímabili? — Keppnistímabilið er enn í fersku minni og margt er það sem kom til úrlausnar mótanefndar sem er nánast endurtekning ár frá ári, einn vill þetta og annar hitt. Menn eru oft ekki á eitt sáttir þegar úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Eitt er það sem var þó nýtt fyrir okkur sem erum í nefndinni að þessu sinni. Það hefur verið venja að blaöa- menn telji saman hverjir skora mörk í deildar keppninni og mótanefnd hefur ekki afskipti þar af. I haust kom þaö fyrir að ekki voru allir á eitt sáttir hver væri markakóugur í 1. deild karla eða markadrottning í 1. deildkvenna. Mótanefnd fjallaöi þá um bæði málin sem yfirstjórnandi Islands- mótsins skv. reglugerð þar að lút- andi. I fyrra tilvikinu skoðaði nefndin myndbönd og kvað síðan upp úr- skurö sem flestir sættu sig við enda var hann samhljóöa áður gefnum úr- skurðum flestra f jölmiðla. Seinna málið er ástæða til að athuga nokkru nánar. Þaö geröist í 1. deild kvenna að eitt liðið gaf leik, sem í sjálfu sér á ekki að geta gerst, en gerðist samt. Þetta hafði áhrif á hver yrði markadrottning því leikur- inn, sem var gefinn, var gegn liði sem hafði tvær stúlkur í liði sínu sem hæglega gátu náð stúlkunni sem markahæst var. Þaö verður aldrei sannað að svo hefði farið eða öfugt. Og hvað var þá til ráða, hvað segir reglugerö KSI um knattspymumót? 118. gr., 1. mgr. segir svo: ,,Lið sem ekki mætir til leiks og hefur engar gildar ástæður telst hafa tapað leiknum. Viðkomandi lið getur ekki orðið sigurvegari í yfirstandandi móti eöa riöli. Markamismunur ann- arra liða, sbr. 21. gr., reiknast ekki i leikjum þar sem viðkomandi lið á í hlut.” Þetta merkir á íslensku að allir leikir gegn því liöi enda með markatölunni 0—0, öll mörk þeirra og öll mörk mótherjanna eru felld niður á því leiktímabili. Þetta var því úrskurður mótanefndar og nú brá svo við að margir voru ósam- mála úrskurðinum sem síðan kom fyrir stjóm KSI og var þar staðfest- ur. Þáttur SOS í DV Um þetta mál var fjallað á hundleiðinlegan hátt í pistli SOS í DV fyrir skömmu og þar fullyrt að þessi úrskurður væri geðþóttaákvörðun mín, einræði af fyrstu gráðu og lét hann það á þrykk út ganga, án þess að afla sér upplýsinga þar um. En þetta er hans háttur. Hann fer ævin- lega eftir slúðri frekar en staðreynd- um og þjónar á þann hátt lund sinni og lýsir honum sjálfum betur en þeim sem hann ræðst aftan að með þessumhætti. Annars er það öllum hollt, ekki síst þeim sem vasast í félagsmálum og verja til þess nær öllum vökutíma sínum endurgjaldslaust, aö búast viö því versta þegar f jallað er um störf þeirra. Þeir mega reikna með að öll þau þúsund góðra verka, sem þeir vinna og enginn ágreiningur er um, falli gjörsamlega í skuggann fyrir fáeinum málum sem örfáum einstaklingum finnst hafa misfarist, en „Takt’ ekki níöróginn nærri þér, þaö næsta gömul er saga, að lakasti gróöurinn ekki það er sem ormarnir helst vilja naga.” eins og Hannes Hafstein orðaði svo hnyttilega. Er breytinga þörf, að þínum dómi, hvað varðar keppnisfyrirkomulag íslandsmótsins? — Nauðsynlegt er að setja reglu- gerð fyrir 6. flokk, Pollamót KSl og Eimskips, þó ekki sé um opinbert Islandsmótaðræða. Margir vilja taka upp mini bolta í 5. flokki, hvort sem leikið yrði í „turneringum” eða með hefðbundn- um hætti. Sumir vilja leggja niður Islands- mótið í 4. og 5. flokki og taka upp aðra siði. Ekki vil ég spá um hvort sú breyting yrði tii bóta. Nefndin hefur gert tillögur til laga- og reglugerðarnefndar um meiri hreyfingu milli 3. og 4. deildar og um hækkun á sektarfé vegna gefinna leikja. Gefnir leikir voru á þriðja tug í sumar og er ekki vansalaust. Er eitthvað sem þú vildir bæta við svona í lokin, Ingvi? — Mmn tími er kannski liöinn í stjóm og starfi hjá KSI, auðna ræður, en ég á þá ósk að hver sem á sæti í móta- nefnd KSI fái allar þær upplýsingar sem nauösynlegar eru strax í upp- hafi niöurröðunar og að forráða- menn félaga breyti sem minnstu frá mótaskrá hverju sinni. Einnig eru skýrsluskil í miklum ólestri hjá alltof mörgum, sem gerir okkur starfið óþarflega önugt og. tímafrekt. öllum þakka ég samstarfið, ágreiningur ristir ekki djúpt í minum huga og ég Iít svo á að allir séu jafnir þegar upp er staöið, þó sumir séu jafnari en aðrir. Mér finnst ástæða til að þakka þér, Halldór, fyrir frábær skrif um yngri flokkana í sumar. Það er öllum ljóst að gott starf í yngri flokkunum er forsenda fyrir bjartri framtíð meist- araflokks í hverju félagi og góðum árangri landsliðs okkar og jákvæð umf jöllun í f jölmiðlum er stór liður í því starfi. -HH. Urval4. fl. leikurí Keflavík í dag kl. 3 Unglinganefnd KSI iiefur hóað saman til Keflavikur úrvali stráka úr 4. fl. af Suðurnesjum. Fyrirhugað er að þeir spili með svipuðu sniði og gert var í Reykjavik um siðustu helgi. Leikirnir hefjast kl. 15.00 i dag. Valdir verða strákar úr hópnum sem siðan verða prófaðir áfram. Að vori verður haldið til Norður- og Austurlands í sama tilgangi. -HH. Einar Sigurðsson, faðir 5. fl. drengs. Þjálfari annars liðsins dæmdi! Einar Sigurösson hafði þetta að segja um dómaravandamál yngri flokkanna. — Ég hef fylgst með nokkrum leikjum 5. flokks í sumar og get tekið eitt ljótt dæmi frá Haustmóti KRR þar sem dómarinn mætti ekki vegna 1. deildar leiks hjá sínu liði og þjálfari annars liðsins dæmdi leikinn. Sem dómari reyndist hann gjörsamlega óhæfur vegna hlutdrægni. Það verður aö taka harðar á þessum málum, ekki með fésektum, heldur með stigamissi í viökomandi flokki fyrir það félag sem bregst. Að öðrum kosti er ekki við því að búast að þessi mál komist á alvöruplan.' Einar Sigurðsson. Faðir 5. fl. drengs. „Dómaravandamál?” Hér er athyglisverð mynd sem tekin var á gervigrasvellinum laugardaginn 7. september sl. kl. 14.10 en þar áttust viö Þróttur og Leiknir í 3. flokki og sigraði Þróttur 9—0. t fjarska eru Þróttarar einnig i leik og er sá leikur gegn Þór frá Akureyri í 1. deild sem fór fram á Fögruvöllum og endaði í markalausu jafntefli. Fylgist með dómaranum, til hægri á myndlnni. Hann getur ekki setið á sér að fylgjast náið með leiknum á hinum vellinum. Getum við kallað þessa mynd „dómara- vandamál”? Erfitt að segja. Eitt er þó ljóst að það vandamál skýtur upp kollinum i hinum ýmsu myndum. -(DV-myndHH).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.