Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985.
17
íbúar eða nágrannar þessa húss hafa fest upp borða þar sem á er rituð ósk til forsetans: 21 maður er grafinn i rústunum, mikið liggur við að leitað sé áður en rústunum er rutt á braut og jörðin
jöfnuð DV-myndir J. Sólnes.
Þessi fæðingardeild sjúkrahúss í Mexíkóborg lak bókstaflega saman með hörmulegum afleiðingum eins
og frægt varð i heimsfréttunum.
stundaöi nám í Mexíkó á sínum tíma.
Var hann leiðsögumaður og túlkur
þeirra félaga en að auki naut hópurinn
góðrar fyrirgreiðslu danska sendiherr-
ans í Mexíkó.
„Við fórum einnig niður að sjó þar
sem skjálftinn átti upptök sín og þar
var tjónið allt annars eðlis,” sagði Júli-
us. „Þar voru flest hús eitthvað
skemmd en manntjón tiltölulega lítið.
Er talið að við ströndina hafi ekki
nema 200—300 manns farist en í
miðborginni 12—15 þúsund manns. Þó
er um 500 kílómetra vegalengd frá
ströndinni og upptökum skjálftans til
miðborgarinnar þar sem tjónið varð
mest. Það er afar sjaldgæft að jarð-
skjálftakippir hafi slík áhrif í jafn-
mikilli fjarlægð frá upptökunum.”
— Aldreiá
Suðurlandi —
Július Sólnes sagði feröina hafa ver-
iö lærdómsríka og menn hefðu séð ým-
islegt sem að gagni gæti komið í
jarðskjáiftavörnum hérlendis. Þess
bæri þó aö geta aö kippur á borð við
þann sem varð í Mexíkó yrði að öilum
líkindum aldrei hér á Suðurlandi og
tjón gæti aldrei orðið neitt í líkingu við
það sem varð í Mexíkóborg. „Öfull-
komnar manntalsskrár í Mexíkóborg
gerðu allt hjálparstarf erfitt. Yfirvöld
vita í raun og veru ekki hve margir búa
í borginni. Upplýsingar stangast á og
skekkjan nemur 4—5 milljónum. Það
samsvarar allri dönsku þjóöinni, þó er
ætlað að íbúar í Mexíkóborg séu 17—18
millj. Hér á Islandi höfum við aftur
á móti fullkomna þjóðskrá og myndum
því alltaf vita hver væri týndur og hver
ekki,” sagði Júlíus Sólnes.
-EIR.
Þarna voru íbúöir til-sölu eins og sjá má á skilti. Þær ganga tæpast út
úr þessu.
Július Sólnes á hóteli við Mexíkóflóa. Allt úr lagi fært, súlur skakkar,
stólar á hlið og gólfin hallandi.
Húsnæðislaus fórnarlömb jarðskjálftanna hafast við é götum úti og
hafa strengt plastdúka yfir gangstéttir svo eitthvert sé þakið
yfir höfuðið.