Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Síða 3
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985.
3
14 tommu skjár,
16 minnisrásir, þar af e
fyrir video og tölvur,
þráðlaus íjarstýring,
14 tommu skjár,
16 rásir, þar af ein
fyrir video og tölvur,
þráðlaiis íjarstýring,
Brú á Ölf usárós milli Þorlákshaf nar og Eyrarbakka:
Framkvæmdir á næsta ári
Kortið sýnir veginn fyrirhugaða milli
Þorlákshafnar og Eyrarbakka og hvar
brúin kemur yfir Ölfusárós.
Mikil ölvun í fyrrinótt:
Allar fanga-
geymslurfullar
Mikil ölvun var í höfuðborginni að-
faranótt sunnudags. Að sögn lögregl-
unnar fylltust allar fangageymslur á
tímabili, meðan hinir þorstlátu voru
látnir sofa ur sér. x
Mikið annríki var hjá lögreglunni
vegna veðurhamsins sem geisaði í
fyrrinótt. Mikið var um að jámplötur
fykju, svo og grindverk, ljósastaurar
og jafnvel bílar.
I austurbænum fuku vinnupallar af
nýbyggingu og í Árbæ sviptist gluggi
úríbúð, íheilulagi.
Að sögn lögreglunnar var nokkuð
um útköll vegna þessa. Þó var fokið
miklu minna en í óveðrinu aðfaranótt
föstudagsins síðastliðins, „enda fauk
þá allt sem fokið gat”, eins og einn lög-
reglumaöur komst að orði.
-JSS
Hafnarfjörður:
Þrír
slösuðust
Þrír slösuöust í Hafnarfiröi af
völdum óveðursins sem gengið hefur
yfir undanfarna daga.
Á föstudaginn fauk bíll á ljósastaur
á móts við Bitabæ. Hlaut ökumaður
minni háttar meiðsl. Þá misstu tvær
konur fótanna í vindhviðum og hlutu
slæma byltu. Þær beinbrotnuðu báöar.
Allmikiö annríki var hjá Hafnar-
fjarðarlögreglu aöfaranótt sunnu-
dagsins vegna óveðursins. Þakplötur
fuku víöa svo og annað lauslegt. Tjón
varð þó ekki umtalsvert og engin slys á
mönnum að undanskildum hinum
ofangreindu. Var Hjálparsveit skáta
fengin til að liðsinna fólki sem lenti í
vandræðum vegna óveðursins.
-JSS
Trilla brotn-
aðií spón
Trilla brotnaði í spón í höfninni í
Hafnarfirði í fyrrinótt. Er talið að hún
hafi lamist utan í bryggjukantinn í
veðurofsanum.
Það var um níuleytið á sunnudags-
morgun sem lögreglan í Hafnarfirði
tók eftir gúmbát á reki í höfninni.
Þegar að var gáð kom í ljós aö hann
var úr 3—4 tonna trillu, Kristínu Hf—
11, sem hafði legið í höfninni. Hafði
trillan mölbrotnaö, eöa „leyst upp í
frumeindir sínar”, eins og lögreglu-
maður orðaði það. Var brak úr henni á
reki í höfninni þegar að var komið.
—JSS
Framkvæmdir við veg og brú milli
Þorlákshafnar og Eyrarbakka yfir
Ölfusárós hefjast á næsta ári, sam-
kvæmt vegaáætlun. Gert er ráð fyrir
að 18 milljónum króna verði varið á
árinu 1986 til að leggja veg frá Eyr-
arbakka að Oseyrarnesi.
Gert er ráð fyrir að meiri kraftur
verði settur í framkvæmdir á árinu
1987. Það ár er áætlaö að verja 60
milljónum króna til verksins og
sömu fjárhæð á árinu 1988. Þá mun
vanta enn töluvert til að ljúka brúnni
því að samkvæmt framreiknaðri
kostnaöaráætlun verður heildar-
kostnaður 230 milljónir króna. Veg-
arlagning er talin kosta 70 milljónir
króna en brúin, garðar og grjótvörn
160 milljónir króna.
Meö brúnni styttist leiðin milli
Reykjavíkur og Eyrarbakka um 10
kílómetra, úr 70 kílómetrum í 60 kiló-
metra. Frá Þorlákshöfn verða 16
kílómetrar til Eyrarbakka. Styttist
sú leið um 28 kílómetra. Leiðin milli
Selfoss og Þorlákshafnar styttist um
4 kílómetra.
Helstu rökin fyrir brúnni eru þau
að með henni nýtist landshöfnin í
Þorlákshöfn betur Eyrarbakka og
Stokkseyri.
Leng’d brúarinnar verður um 300
metrar og breidd 4 metrar. Á henni
miðri verður útskot, sem gerir bílum
mögulegt að mætast. Aö brúnni þarf
að leggja 11,8 kílómetra langan veg,
sem bundinn verður slitlagi.
-KMU.
MANSTU HVERSU OFT ÞU HEFUR
ÓSKAÐ, AÐ ÞÚ ÆTTIR
••
TVO SJONVARPST/EKI?
Við bjóðum þér 14” littæki
sem aukatæki á heimilið.
GoldStar
tækin eru meðfærileg,
mjög góð og ódýr.
Útborgun 7.000,- Eftirstöðvar á 6 mán.
GS
Til dæmis þegar þú færð gesti og vilt fá
frið til að sinna þeim, en sjónvarpið er
inni í stofu og þú varst búinn að lofa
krökkunum, að þau fengju að horfa
á dagskrána.
Eða þegar allir á heimilinu eru að horfa á
video-mynd, en þú vilt fá að sjá fréttirnar.
Eða þegar krakkarnir hafa tengt
heimilistölvuna við sjónvarpið, af því að
tölvuleikirnir eru miklu skemmtilegri í lit,
og fréttaútsending er rétt að hefjast.
Eða þegar....
verð aðeins 28.310.- stgr.
,.W-.
Lsy
GoldStar
verð aðeins 24.980.-
19
verð aðeins 27.455.- stgr.
SKIPHOLTI
SÍMI 29800
1Œ3
GoldStar
m 10KUM VEL Á MÓTI ÞÉR