Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. Skótrítl skóverslun fjölskyldunnar Gífurlegt úrval af kuldaskóm á alla, börn og fullorðna, frá ACT, Puffins, Manity og fleirum. Margar gerðir af götuskóm, bæði leður- ogrJakkskóm Skówtl VIÐ ÓÐINSTORG ÓÐINSGÖTU 7, SÍMI 14955 OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður 80% lægri lýsingarkostnaður og sexföld ending samvirki -£\/ SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI SÍMI 44566 PÖNTUNARLISTIIUIM PANTIÐ STRAX FYRIR JÓLIN Fullar búðir af vörum. Hólshraun 2, Hafnarfirði, sími 52866, Síðumúli 8, Reykjavík, opið frá 1—6. RM B. M AGNUSSON BBÍVl HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI Mikið basl hjá B. Dortmund og Bayer Leverkusen — máttu þakka fyrir að komast áfram í bikarkeppninni. FC Homburg og Trier veittu þeim mjög harða keppni og framlengja varð báða leikina Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: 1. deildar liðin Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen komust í hann krappan á laugardaginn þegar þau léku gegn andstæðingum sínura úr lægri deildum í bikarkeppninni þýsku í knattspyrnu. Ekkert var leikið í deildarkeppninni vegna landsieiks Vestur-Þjóðverja og Tékka sem greint er f rá annars staðar á íþróttasíðunum. Borussia Dortmund lék á útivelli gegn Homburg sem er í 2. sæti í 2. deild. Leikmenn Homburg léku mjög vel í byrjun og komust yfir á 16. mínútu þegar Friedmann skoraöi. Homburg var mun betra liðið í 70 mínútur en þá var eins og úthald leikmanna væri ekki lengur til staðar. Smátt og smátt fóru leikmenn Dortmund að láta meira að sér kveða og þeir jöfnuðu metin á 71. mínútu leiksins. Það var Wegmann sem skoraði og hann kom svo Dort- mund yfir í byrjun framlengingarinn- ar. Og síðasta mark leiksins skoraði Simmes fyrir Dortmund á lokamínút- unum og úrslitin því 1—3, Dortmund í hag. Eintracht Trier, sem leikur í 3. deild Öruggt hjá Þjóðverjum Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV íÞýskalandi: Vestur-Þjóðverjar léku um helgina landsleik undir 21 árs gegn Tékkum í Evrópukeppni unglingalandsiiða í knattspyrnu. Þjóðverjarnir unnu öruggan sigur, 3—1. Markahæsti leikmaðurinn í Bundesligiumi, Stefan Kunzt, sem leikur með Bochum, skoraði tvö markanna. -SK. og sló Bayer Uerdingen út úr bikar- keppninni fyrr i vetur, réð ekki við leikmenn Bayer Leverkusen á laugar- dag. Þó leit lengi út fyrir aö 3. deildar liöið ætlaöi að gera stóra hluti því Wilbois náði forustunni fyrir Trier og fögnuður hinna 16 þúsund áhorfenda var mikill. 1 fyrsta skipti í 14 ár sem leik- völlur Trier fyllist á knattspyrnuleik. En svo kom rothöggið á 54. mínútu þegar Fchreier jafnaði fyrir Leverkus- en. Framlengja þurfti leikinn og í framlengingunni náöu leikmenn Leverkusen aö skora tvö mörk og tryggja sér áframhaldandi veru í bikarkeppninni. -SK. Frakkar fara til Mexíkó — Michael Platini var hetja Frakka um helgina þegar hann skoraði tvö glæsileg mörk gegn Júgóslövum. Frakkar unnu, 2:0, og tryggðu sig í úrslitakeppnina Evrópumeisturum Frakka tókst loks að tryggja sér farseðilinn í lokakeppni HM í Mexíkó er liðið vann Júgóslavíu 2—0, á heimavelli sínum, Parc de Princes. Rúmlega 32 þúsund áhorfendur sáu Michael Platini ná draumabyrjun fyrir Frakka er hann skoraði beint úr auka- spyrnu eftir aðeins tvær mínútur og var þaö fyrsta mark hans fyrir franska landsliðið í ár, eða frá því að hann skoraði mark úr vítaspyrnu gegn Búlgaríu. Platini fékk gullið tækifæri til að skora sitt annað mark strax um miðjan fyrri hálfleikinn er rangstöðu- gildra Júgóslavanna brást, Nantes leikmaöurinn Jose Toure slapp inn fyrir og gaf á Platini sem fór illa með gullið marktækifæri, skaut yfir. Átján mínútum fyrir leikslok var Platini síðan aftur á ferðinni með mark úr aukaspyrnu og sigur Frakka þvííhöfn. Leikurinn var nokkuð harður, fimm gul spjöld sýnd og tvö rauö. Ljubomir Radanovic frá Júgóslavíu var rekinn út af fyrir brot á Luis Fernandez á 82. mínútu og stuttu seinna fékk hinn há- vaxni miövörður Frakkanna, Yvon Le Roux, einnig að sjá rauða spjaldið. Auk Platini átti Jean Tigana mjög góðan leik á miðjunni fyrir Frakka, þá bjargaði Joel Bats markvöröur vel á mikilvægum augnablikum. Loka- staðan í HM-riðli f jögur er því þessi: Frakkland Búlgaría A-Þýskaland Júgóslavía Lúxemborg -fros íþróttir Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.