Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDiAGUR 18. NOVEMBER1985. 23 • Franz Beckenbauer varð fokvondur um helgina og las yfir sinum mönnum. Beckenbauer varð vondur — vegna ummæla Pierre Littbarski og Hans Peter Briegel. Brehme til Bayern? Wuttke og Schlegel leigðir Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi: Franz Beckenbauer, landsliðsþjálf- ari Þjóðverja, varð ævareiður um helgina þegar hann heyrði ummæli þeirra Pierre Littbarski og Hans Peter Briegel. um landsliðsmál Vestur-Þjóð- verja. Knattspyrnumennirnir gagn- rýndu mjög störf Beckenbauers og sögðu það furðulegt að ekki væri enn búið að velja endanlegan hóp sem fara á til Mexíkó í úrslitakeppnina. Becken- bauer skaut á fundi hið snarasta þar sem þýska landsliðið var í æfingabúðum fyrir leikinn gegn Tékk- um og kom sínum mönnum í skilning um það að svona lagað ætti ekki að ræða í f jölmiðlum. Dirk Schlegel, Austur-Þjóðverji sem flúöi til Vestur-Þýskalands frá Austur-Þýskalandi fyrir tveimur árum og leikiö hefur meö Bayer Leverkusen, hefur verið leigður út tímabilið til Stuttgart. Forráðamenn Kaiserslautern hafa tekið Wolfram Wuttke á leigu frá Hamburger SV út tímabilið. Þeir þurfa • Wolfram Wuttke lánaður frá Hamburger SV út keppnistimabilið til Kaiserslautern. aö greiða Hamburger 85 þúsund mörk fyrirkappann. N ú er taliö mjög líklegt að landsliðs- maðurinn Andreas Brehme, sem leikur með Kaiserslautem, skrifi undir samning viö Bayern Miinchen í byrjun næsta árs. Talið er víst aö kaupverðið verði ekki undir tveimur milljónum marka. Brehme er allt í öllu hjá Kasierslautern og þykir mjög snjall knattspyrnumaður. -SK Stórmótið verður 1. des. Stórmóti íþróttafréttamanna í knattspyrnu hefur nú verið fundinn staður á Akranesi þetta árið. Keppnin mun fara fram 1. desember og er mótið með öðruvísi fyrirkomulagi en oftast áður. Að þessu sinni mun verða keppt í riðlum. KR, Akranes, Fylkir og Kefla- vík eru í A-riöli en Valur, lið íþrótta- fréttamanna, Þór og Fram leika saman i B-riðlinum. Stórmót íþróttafréttamanna er ár- legur viðburöur. Til mótsins er jafnan boðið Islandsmeisturunum utan- og inn- anhúss, bikarmeisturunum og efstu liðum deildarinnar frá síðastliðnu sumri. Síðast fór mótið fram á Selfossi og þá varð KR sigurvegari. -fros. Stórskellur Rapid Vín Rapid Vín, mótherji Fram í Evrópukeppni bikarhafa, mátti þola stóran skell í austurrísku 1. deQdinni um heigina. Liðið tapaði 5—1 á útivelli fyrir erkifjendunum Austria Vín og Austria hefur því fjögurra stiga for- skot i deildinni eftir átján umferðir. Leikurinn var fyrsti tapleikur Rapid í ár en liðið hefur nú 29 stig í öðru sæti. -fros qsm®rirl HÖFUM OPNAÐ,KOSNINGA- SKRIFSTOFU ÞORUNNAR GESTSDÓTTUR í HAFNAR- STRÆTI 20, 3. HÆÐ. OPIÐ FRÁ 14-22 alla daga. SÍMAR: 622055 OG 34199. LITIÐ INN - LEITIÐ UPPLÝSINGA. VIÐ STYÐJUM ÞÓRUNNI í BORGARSTJÓRN. STUÐNINGSMENN. VETRARSKOÐUN UMALLTLAND NISSAN OG SUBARU Innifalið! vetrarskoðun er: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Rafgeymasambönd athuguð. Viftureim athuguð. Rafgeymir og hleðsla mæld. Vél þjöppumæid. Skipt um platlnur. Skipt um kerti. Skipt um bensínsiu. % Vél stillt (kveikja, blöndungur, ventlar). Frostþol vélar mælt. Kúpling reynd. Ljósabúnaður athugaður. Loftsía athuguð. Bremsuvökvi athugaður. Hemlar reyndir. Rúðuþurrkur athugaðar. Frostvari settur á rúðusprautur. Verð aðeins krónur 2.900,- Innifalið i verði: kerti, platinur, bensinsia, frostvari a rúðusprautur, rúðuskafa, frostvari i læsingar. Verð miðað við 4ra strokka bensinvél. Okkar menn um land allt annast þjónustuna. Friðrik Ólafsson hf. Smiðjuvegi 14, Kóp. S.77360. Spindill hf. Vagnhöfða 8, Rvk. S.83900. Tómas Jónsson Laugarnestanga, Rvk. S. 39620. Vólabær hf. Bæ, Borgarfirði. S. 93-5252. Vólsm. Bolungarvíkur hf. Hafnargötu 57—59, Bol. S. 94-7370. Vólaverkst. Viðir Víðigerði, V-Húnavatnss. S. 95-1592. Bifreiðaverkst. K.Á. Selfossi. S. 99-1201. Bila- og vólaverkst. Kristófers Þorgrimssonar Iðavöllum 4B, Keflavik. S. 92-1266. Bifreiðaverkst. Sigurðar Valdi- marssonar Óseyri 5A, Akureyri. S. 96-22520. Bifrverkst. Áki hf. Sæmundargötu, Sauðárkróki. S. 95-5141. Auðunn Karlsson Nesvegi 5, Súðavík. S. 94-4932. Bifrverkst. Muggs og Darra Hólagötu 33, Vestmannaeyjum. S. 98-2513. Lykill hf. Reyðarfirði. S. 97-4199. Vélsm. Hornafjarðar hf. Hornafirði. S. 97-8340. Jón og Tryggvi hf. Ormsvöllum 3, Hvolsvelli. S. 99-8490. 03 INGVAR HELGASON HF Varahlutaverslun, simi 84510—11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.