Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Síða 29
Hjálp í viðlögum:
Ekki þekkt tilfelli sem sýnir aö menn
geti smitast með hjálp í viðlögum. Það
er of snemmt aö hvetja menn til þess
aö nota gúmmíhanska eða sérstakan
útbúnað annan t.d. þegar munn við
munn aðferðin er notuö.
Matvæli:
Fólk fær ekki ónæmistæringu í gegn-
um matvæli, unnin eða óunnin.
Tilbúnir réttir á matsölustöðum eru
hættulausir. Matvæli af öllu tagi í
búðum og stórmörkuðum ber ekki að
óttast. Ekki er mælt með því að borða
hrátt, blóðugt kjöt. Minna ber á að
veiran deyr við 56° hita.
Heitir pottar:
Engin hætta. Þar sem klór er notað
drepst veiran um leið.
Kossar:
Kossar eru ekki taldir hættulegir.
Ekki er mælt með djúpum Hollywood-
kossum, ef hætta er á aö um smitbera
sér aö ræða. Veiran hefur fundist í
munnvatni. Ef menn vilja vera alveg
öruggir er um að gera að kyssa þurra
kossa.
Klósett
Menn smitast ekki af klósettsetum.
Hins vegar ber að gæta þess að klósett-
setan sé hrein. Sameiginleg notkun á
klósettum er ekki hættuleg, nema ef
menn eru með sár á endaþarmi og piss
úr smituðum er á klósettsetunni.
Sár:
Passa þarf opin sár og búa vel um
þau. Forðast skal að vessar úr sári fari
á aðra, eða komist í slímhúð annarra, í
augu, kok, endaþarm eða kynfæri.
Vinnustaðir:
Fólk á ekki að vera í hættu á vinnu-
stað. Sá sem er sýktur ætti ekki að
drekka úr annarra manna könnum.
Skemmtistaðir:
Hægt er aö bregða sér á dansleik meö góðri samvisku. Muniö að því færri
rekkjunautar því minni hætta á ónæmistæringu. Aldrei kyssa ókunnuga Holly-
woodkossum.
' t 4
- ’mZZ-
Sundstaðir:
Það er fullkomlega í lagi að fá sér sundsprett. Klórinn drepur veiruna. Heyrst
hefur að baöhúsum hafi verið lokað í Bandaríkjunum vegna smithættu. Baðhúsin
í Bandaríkjunum eru allt öðruvísi en sundstaðirnir hér. Þar er ekkert synt og eng-
inn klór notaður. Þar hafa hommar hist og haldið sínar kynlífsveislur og þannig
borið á milli smit. Læknar hér hvetja hins vegar fólk til þess að drífa sig sem
oftast í sund. Það er mjög holl íþrótt.
Samgöngur:
Allt í lagi aö fara í strætó. Ef menn
fara til útlanda, skal forðast vændi.
Sólbekkir:
Allt í lagi að fara í ljós. Bekkirnir eru
þrifnir meö sótthreinsandi. Gæta ber
fyllsta hreinlætis.
Sánabað:
Pottþétt. Munið að veiran deyr við
56° hita.
O