Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Qupperneq 37
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985.
37
Rannsókn okurlánamálsins á fullum krafti um helgina:
Fjöldi manna hefur játaö
Tíu þúsund á vísitöluf jölskyldu
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DVáSelfossi:
Þaö má kaupa drjúgt á vísitölufjöl-
skylduna fyrir tíu þúsund krónur.
I kaupfélagi Árnesinga fæst danskur
fatnaöur. Kosta vandaöar kvendragtir
úr ull kr. 3.500. Pils og blússa á 8 ára
stúlku kostar kr. 2.000 og buxur og
skyrta á dreng á sama aldri kosta
1.500. Karlmannsbuxur með belti kosta
kr. 1.900 og skyrta og bindi 900 krónur.
Bolungarvík:
Slökkviliðið gabbað
Tilkynning barst til slökkviliðsins í
Bolungarvík í gærmorgun þess efnis aö
kominn væri upp eldur á sveitabænum
Osi viö Bolungarvík.
Slökkviliöiö fór þegar á staðinn og
fékk til liðs viö sig hluta slökkviliösins
á Isafirði. En þegar á staðinn var
komiö fannst hvergi neisti, hvaö þá
meira. Þarna hafði því verið um gabb
aðræða.
Á Isafirði hafði lögreglan í ýmsu aö
snúast í fyrrinótt. Talsvert var um að
járnplötur fykju i óveðrinu. I sumum
tilvikum lentu þær á bílum og
skemmdu þá. Einnig fuku fiskkassar
við Norðurtanga og ollu minni háttar
skemmdum. Ekkert meiri háttar tjón
varð af völdum óveðursins.
-JSS
Rannsókn okurlánamálsins hélt
áfram um helgina af fullum krafti.
Mikill þrýstingur hefur verið á
rannsóknarlögregluna að birta nöfn
þeirra sem yfirheyrðir hafa verið og
tengjast málinu með beinum eða
óbeinum hætti.
Rannsóknarlögreglan hefur hins
vegar varist allra frétta á þeirri for-
sendu að hún sé bundin þagnarskyldu
og þaö kunni aö skaða rannsóknina að
birta nöfn á meöan á henni stendur.
Rannsóknin er yfirgripsmikil og flókin
og á enn langt í land áður en öll kurl
eru til grafar komin. Tugir manna eru
viðriðnir málið.
Rannsóknin beinist fyrst og fremst
aö þeim sem samkvæmt bókhalds-
gögnum Hermanns Björgvinssonar
hafa afhent honum fjármuni til ávöxt-
unar. Nú þegar liggja fyrir fjölmargar
játningar og staðfest hefur verið að
samtals hafi Hermann haft umleikis
allt aö tvö hundruö milljónir króna.
Dæmi eru þess að einn einstaklingur
hafi afhent Hermanni tuttugu milljónir
króna, annar rúmlega tíu milljónir og
sá þriðji sex mUljónir. I sumum
tilvikum var um reiðufé aö ræða.
Tveggja ára fyrning
Það fólk sem átt hefur viðskipti viö
okrarann til að hagnast sjálft með
okurvöxtum er af öllum stéttum.
Meðal þeirra eru þrír lögfræðingar,
þar af tveir sem starfa sem praktiser-
andi lögmenn. Þeir hafa enn ekki veriö
yfirheyrðir.
Rannsókn málsins beinist einkum að
viðskiptum Hermanns undanfarin tvö
ár, enda mun hann hafa að mestu eyði-
lagt gögn sem lúta að eldri tíma.
Ástæðan er einnig sú, að brot á okur-
lögum fyrnast á tveim árum og það
hefur því takmarkaða þýðingu að
grafa upp og rannsaka eldri mál. Aö
minnsta kosti að sinni.
Hermann Björgvinsson er sam-
vinnufús í yfirheyrslum, sem hafa
staðið látlaust yfir frá því hann var
handtekinn og úrskurðaöur í gæslu-
varðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út á
miðvikudaginn og þá mun rannsóknar-
lögreglan taka afstöðu til þess hvort
óskað verði eftir framlengingu. Má
fastlega reikna með því, enda
rannsóknin enn á frumstigi.
168% vextir
Nokkuð ljóst liggur fyrir hvernig
okurlánaviðskiptin fóru fram.
Hermann var milligöngumaður. Hann
tók við fé og greiddi fyrir þaö meö
ávísun tvo mánuöi fram í tímann meö
allt að 14% vöxtum fyrir tveggja
mánaöa tímabil. Það samsvarar 168%
á ári. Þetta fé lánaöi hann aftur út,
meö enn hærri vöxtum til sama tíma í
flestumtilvikum.
Auk íslenskra peninga er einnig
vitað um viðskipti í erlendri mynt.
Hald var lagt á rúmlega 20 þúsund
dollara, 80 þúsund vestur-þýsk mörk
og milli 40 og 50 þúsund danskar
krónur. Tilurð þessa fjár og eign á því
er að mestu upplýst.
Til aö rekja slóö þessara viðskipta og
þeirra sem að þeim hafa staðið hefur
I
rannsóknarlögreglan notið samvinnu
banka og lánastofnana. Hermann mun
sjálfur hafa gefið lögreglunni heimild
til að kynna sér bankareikninga hans
og þau ávísanaviðskipti sem þar fóru í
gegn.
Einn bankanna, Búnaðarbankinn,
neitaði rannsóknarlögreglunni um að
skoða þau bankaviðskipti sem aö þeim
banka snúa og vildi með því láta á það
reyna hvort bankanum væri skylt að
upplýsa um einstök viöskipti með hlið-
sjón af lögskráðri bankaleynd. I síð-
ustu viku kvaö Sakadómur Reykja-
víkur upp þann úrskurð að bankinn
skyldi láta umbeðin gögn af hendi.
Að rannsókn málsins starfa nú sex
rannsóknarlögreglumenn og er talið aö
hún muni standa í nokkrar vikur enn.
Glataðir peningar
E3dd er gert ráö fyrir að fleiri menn
verði hnepptir í gæsluvarðhald enda
eru viðurlög við okri eingöngu sektir
en ekki fangelsisdómar. Þess er þó að
geta að auk okurlagabrota beinist
rannsóknin að hugsanlegum brotum á
skatta- og gjaldeyrislögum. Viðurlög
eöa sektir við okri geta numið fjór-
faldri og allt upp í tífaldri þeirri
upphæð sem fengin er með ólögmætum
hætti.
Það er því ekki ólíklegt að mikið eða
mest af því fé sem Hermann Björg-
vinsson hefur haft undir höndum sé að
mestu glataö þeim mönnum sem það
áttu. Með sama hætti er líklegt að þær
skuldir sem fórnarlömbin stofnuðu til
komi aldrei til endanlegrar greiðslu.
ebs
Mikil örtröð hefur verið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins i Auðbrekku
undanfarna daga. Um helgina hélt rannsókn okurlánamálsins áfram.
DV-mynd KAE
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sJnnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, það er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir.
Við birtum... Þaö ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Oplð:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
Frjalst.óháð dagblað
ER SMAAUGLYSINGABLADiD
s*....