Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Síða 40
40
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985.
Guðfinna S. Breiðfjörð lést 10. nóvem-
ber sl. Minna eins og hún var kölluð
var fædd í Reykjavík þann 12. ágúst
1921. Foreldrar hennar voru Sigurður
Breiðfjörð og Guðfinna Olafsdóttir.
Minna lauk hárgreiðslunámi og starf-
aði lengst af viö þá iön. Hún giftist
Magnúsi Thorberg, en þau slitu sam-
vistum eftir árabil. Þau eignuðust
þrjár dætur. Utför Minnu verður gerö
frá Kristskirkju í dag kl. 13.30.
Aðaibjörg Björnsdóttir frá Borgarfiröi
eystra andaöist aö kvöldi 14. nóvember
á sjúkrahúsi í Uddevalla í Sviþjóö.
Gísli Jóhannesson frá Bláfeldi andaö-
ist á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund fimmtudaginn 14. nóvember.
Guðni Sigurðsson, Faxastíg 18 Vest-
mannaeyjum, nú til heimilis aö
Bólstaöarhlíð 48 Reykjavík, andaöist í
Landakotsspítala aö morgni 15.
nóvember.
Gerda Stefánsson, Brekkugötu 12
Akureyri, andaöist í Borgarspítalan-
um 9. nóvember sl. Hún verður
jarösungin frá Akureyrarkirkju
þriöjudaginn 19. nóvember kl. 13.30.
Magdalena Sveinbjörg Sigurðardóttir,
Merkurgötu 12 Hafnarfirði, verður
jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firöi þriöjudaginn 19. nóvember kl. 15.
Gerður Guðmundsdóttir hjúkrunar-
kona, Akurgeröi 9 Reykjavik, veröur
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöju-
daginn 19. nóvemberkl. 13.30.
Fundir
Kvenfélagið Seltjörn
heldur fund þriðjudaginn 19. nóv-
ember kl. 20.30 í félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi. Gestir fundarins eru
konur úr kvenfélögum í Sandgerði
og Gerðum. Fjölbreytt skemmtiat-
riði.
Bræðrafélag
Bústaðasóknar
heldur fund í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30
i safnaöarheimili Bústaðakirkju.
Tapað -fundið
Clarius er týndur
Hann er stálpaður kettlingur (angóra),
svartur að lit, með hvíta bringu og hvítar
loppur. Hann er með gula ól, mjög loðinn. Ef
einhver hefur orðið var við hann þá vinsam-
legast látið vita í símum 19280 og 621599 eöa
látið vita á Dýraspítalanum eða hjá Katta-
vinafélaginu.
Tilkynningar
Skíðafélag Reykjavíkur
Lagfæringa- og smurningsnámskeið fyrir
gönguskíði verður á Amtmannsstíg 2 í kvöld
kl. 20.30. Leiðbeinandi Ágúst Björnsson.
Plata frá
Smartband
Hljómsveitin Smartband hefur sent frá sér
sína fyrstu hljómplötu.
Hljómplatan, senx ber nafniö Smartband,
inniheldur fjögur lög eftir Kjartan Olafsson.
Texta semur Ulugi Jökulsson. Hljómsveitina
skipa þeir Kjartan Olafsson og Pétur Grétars-
son. Þeir skipta hljóðfæraleik bróðurlega á
milli sín.
Aöstoöarmenn við gerð plötunnar voru:
Skúli Sverrisson sem sá um bassaleik, Krist-
ján Eldjám gítarleikari og Magnús Ragnars-
son leikari sá um munnsöfnuð. Smartband sá
um útsetningar. Upptökur fóru fram i Studio
Mjöt. Upptökumaöur var Sveinn Olafsson.
Hljómplötuútgáfan Smart-Art gefur út.
Árbók íslands
Hvað gerðist á íslandi 1984
eftir Steínar J. Lúðvíksson komin út
Ut er komið hjá Erni og Orlygi sjötta bindið í
árbókaflokknum Hvað gerðist á. íslandi og
tekur þetta bindi til ársins 1984. Höfundur er
Steinar J. Lúðvíksson en myndaritstjóri
Gunnar Andrésson. Flestir kunnustu frétta-
ljósmyndarar þjóðarinnar eiga myndir í bók-
inni.
Hvað gerðist á íslandi geymir itarlega
samtímasögu. Fjallað er um allt það helsta
sem gerðist á Islandi og í íslensku þjóðlifi á
árinu og fjöimargar myndir eru í bókinni.
Bókin er því í senn tii ánægju þeim sem ýmist
tóku þátt í viðburöunum, sem sagt er frá, eða
fylgdust með þegar þeir gerðust og jafnframt
verður hún ómetanlegt heimildarrit þegar
timar líða og öðlast æ meira gildi með árun-
um. Þegar spurt verður um Hvað gerðist á'
lsiandi 1984 í framtiöinni þá er svariö aö
finna i þessari bók. Atburðir eru flokkaðir
eftir eðli sinu, þannig að auðvelt er að finna
það sem leitað er að. Höfundur bókarinnar,
Steinar J. Lúðvíksson hefur fengið mikið lof
gagnrýnenda fyrir skýra og glögga uppsetn-
ingu efnis og næmt mat á efnisvali.
Efni bókarinnar er þannig raðað eftir eðli
atburðanna og í tímaröð: Alþingi — stjórn-
mál; Atvinnuvegirnir, Bjarganir — slysfarir;
Bókmenntir — listir, Dóms- og sakamál;
Efnahags- og viðskiptamál; Eldsvoðar;
Fjölmiðlar; Iþróttir; Kjara- og atvinnumál; i
Menn og málefni; Náttúra landsins og veöur-
far; Skák og bridge; Skóla- og menntamál og
Ur ýmsumáttum.
Bókin Hveð gerðist á Islandi 1984 er sett og
prentuð í prentstofu G. Benediktssonar en
bundin hjá Arnarfelli. Kápu hannaði Sigurþór
Jakobsson.
Spilakvöld
Kvenfélag Kópavogs
Spilakvöld verður þriðjudaginn 19.
nóvember í félagsheimilinu, Kópa-
vogi. Byrjað verður að spila kl. 20.30.
Etron Fou Leloublan
til íslands
Um næstu mánaðamót kemur franska
hljómsveitin Etron Fou Leloublan hingað til
lands. Hér mun hún halda eina tónleika í
veitingahúsinu Safari við Skúlagötu.
Etron Fou Leloublan er í hópi elstu og virt-
ustu hljómsveita Frakka. Hún er röskra tólf
ára en hljómar þó eins og ferskasta nýbylgju-
sveit. Liðsmenn Etron Fou Leloublan leggja
sig einmitt í líma við að kanna nýjar leiðir í
útsetningum og hljóðfæraleik. Jafnframt
leggja þeir rika áherslu á öflugar laglínur. Á
þann hátt tekst þeim að láta músík sína
hljóma í senn framandi og aðlaðandi. Utkom-
an er það spennandi að síðasta breiðskífa
hljómsveitarinnar, „Les Sillions”, náði upp í
áttunda sæti óháða vinsældalistans í Bret-
landi.
Hingað kemur Etron Fou Leloublan á
vegum tónlistarmiðstöðvarinnar Gramms-
ins, I-augavegi 17.
Þorleifur er stærsti báturinn i Grimsey. Hann er um 30 tonn og hefur um tvö hundruð tonna kvóta. Hér
slappar Leifi af, enda langt kominn með kvótann.
FRÁ HÖFNINNI
í GRÍMSEY
Trillur skipa veglegan sess i Grímsey. Flotinn er þrettán trillur. Á sumrin er þó ávallt nokkuð um aðkomu-
trillur. Þannig voru á síðastliðnu sumri gerðar út um 40 trillur frá eyjunni.
Það þarf lika að verka aflann. Einungis er unnið í saltfisk i eyjunni. Tvö fiskverkunarhús sjá um það.
Annað er við höfnina, hús KEA. Við sjáum hór frisklegt starfsfólk þess i aðgerð. Brosmilt fólk,
Grimseyingar.___________________________________________DV-myndir JGH.