Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. Dótturfyrirtæki Alusuisse stendur í málaf erlum vegna vangoldinna skatta f Ástralíu Vantar 500 milljónir doll- ara á rétt útflutningsverð I Astralíu standa nú yfir málaferli vegna vangoldinna skatta Austra- swiss, dótturfyrirtækis Alusuisse. Skattyfirvöld telja aö á árunum 1978 til 1979 hafi fyrirtækiö komist undan því aö greiða 15 milljónir dollara í skatt. Málið hefur vakið mikla athygli i Astraliu eftir aö grein birtist í National Times. Þar er varpað ljósi á viðskipti fyrirtódsins og einnig vitnaö í skýrslu sem Greg Groug við Háskólann í Sydney hefur gert um málefni Austraswiss í Astraliu. Þar er m.a. varpaö ljósi á þá hækk- un „í hafi” sem verður á flutningi súráls frá Astraliu til Islands. A ánmum 1973 til 1984 var útflutnings- verömæti súráls frá Ástralíu 200 milljónir dollara. Á leið sinni til Is- lands hækkaði þaö hins vegar um 30 prósent eða 60 milljónir dollara. Fyrirtækið er sem sagt ásakað fyrirþaðaðgefauppof lágt útflutn- ingsverð í Astralíu og mun hærra verð á tslandi og annars staðar til að komast undan skatti. Þá kemur fram aö á árinu 1984 hafi oröiö um 34 milljóna doliara hækkun í hafi á öllum útflutningi fyrirtækis- ins frá Ástralíu. Þetta sama ár hækkaöi súrál til Islands um rúmar 7 milljónir dollara á leið sinni til Islands. Greg Groug fullyröir reyndar að á árunum 1972 til 1984 hafi Austra- swiss komið undan um 500 milljónum dollara með því að hækka í hafi. Fyrirtækið hefur borið þessar ásakanir af sér. I svari frá því er get- ið um samningana sem Islendingar geröu vegna hliðstæðs skattamáls sem hér kom upp. Þar er sagt að Alusuisse hafi fallist á að greiða 3 milljónir dollara m.a. vegna þess að Islendingar hafi ekki getað rökstutt fullyrðingar sinar, einnig að máls- kostnaðurinn hafi verið að nálgast 3 milljónir dollara og þessi samningur haf i því verið viðskiptalegs eðlis. APH, Sfldarverksmiðja ríkisins á Sigluf irði: Verksmiðjan er í litlu borði á þriðju hæð — eina tölvuvædda loðnuverksmiðjan í heiminum—f ramleiðir eitt megavatt af raf magni og er nýkomin með fullkomnar mengunarvamir Frá Jóni G. Haukssyni, fréttamanni DV á Akureyri: „Verksmiðjan er um allan bæ, en samt getum við sagt að hún sé hér öll í tölvuborðinu,” sagði Geir Zoega, yfir- verkfræðingur Síldarverksmiðja rikisins, þegar DV skoöaöi verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði fyrir skömmu. Þetta er tæknivædd verksmiðja. Stórmerkileg í rauninni. Eina tölvu- vædda loðnuverksmiðjan í heiminum. Og merkileg fyrir fleira. Hún hefur í mörg ár framleitt rafmagn á við „stóra”virkjun. Fýlan að mestu horfin — reykurinn líka Og þaö nýjasta á Siglufirði. Það er nýlokið við aö setja upp fullkomnar mengunarvarnir. Þar með er peninga- lyktin að mestu horfin. Það sama er að segja um reykinn. Verksmiöjunni á Siglufirði var breytt í sumar. Hún var endurbyggö að hluta, eða þar sem ÖU suða loðn- unnar, upphitun og elming fer fram. I leiðinni var tölvuvæðingin tekin upp. Þar með komst Sigluf jörður á kortið í útlöndum. Þrjátíu manna hópur eriendis f rá Um mánaðamótin er von á þrjátíu manna hópi eigenda loönuverksmiöja í Noregi, Færeyjum, Danmörku, Kanada og líklegast Suður-Ameríku, gagngert tU Siglufjarðar tU að skoða verksmiðjuna. Það var Rafhönnun sem hannaði tölvukerfið en Verk- og kerfisfræðistof- an sá um hugbúnað og tölvur í kerfið. Hugbúnaðurinn hefur vakiö óskipta athygli. Fastlega má reikna með að Verk- kerfisfræðistofan fái veruleg verkefni í erlendum loðnuverksmiðj- um. Það fer Htiö fyrir tölvuskjánum tveimur á Siglufirði. En í þeim er hægt að fylgjast með öUu sem er að gerast í verksmiðjunni. Henni er því stjómað fá einum stað. Fullkomið yfirUt er fyrir hendi, þó að verksmiðjan sé „úti um allan bæ”. Tölvukerfið stækkað innan skamms Þannig sést á skjánum hvernig Sildarverksmiðja rikisins á Siglufirði. Hún getur unnið úr 1500 tonnum af hráefni á sólarhring. Verksmiðj- an er búin að taka á móti rúmlega 70 þúsund tonnum af loðnu á þessari vertíð. Þannig verður rafmagnið til Rafmagnið verður þannig tU að að olía er notuð tU að kynda gufuketU. Gufan fer þaðan í gufutúrbínu sem snýst og framleiðir rafmagn. Eftir það fer gufan í verksmiöjuna og nýtist við suðu og upphitun og þaöan aftur i gufuketilinn. Þetta er ekki eilífðarvél, olían rekur kerfið áfram. Verksmiðjan er stór notandi á raf- magn — notar um eitt megavatt. Hún er rafstöð. -JGH. Afengislögin: Valdiðtekiðaf dómsmála- ráðherra? Geir Zoega, yfirverkfrœðingur Síldarverksmiðju ríkisins, við tölvu- stjórnborðið i verksmiðjunni á Siglufirði. Það er Jens Gislason sem fylgist með skjánum. „Verk- smiðjan er um allan bœ, en samt getum við sagt að hún sé öll i tölvu- borðinu." Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að ákvörðunarvald um vínveitinga- leyfi verði tekið úr höndum dóms- málaráðherra og lagt í hendur sveitarstjórna. Það er Jón Baldvin Hannibalsson sem er flutningsmaður ásamt Ellert B. Schram, Guðmundi Einarssyni og Guðrúnu Helgadótt- ur. Mjög líklegt er að þetta frum- varp fái hljómgrunn á Alþingi vegna þess að heyrst hefur að ríkisstjómin vinni sjálf að sams konar frumvarpi. APH. Sveinn Frimannsson (t.v.) hjá Rafhönnun, sem hannaði tölvukerf- ið, og Gisli Eliasson verksmiðju- stjóri inni i „rafstöðinni". Gisli hefur verið hjá verksmiðjunni i gegnum allar breytingarnar. Byrj- aði þegar kolum var mokað. Síðan var það olían og pril upp pipur til að loka ventlum. Nú er það tölvuvæð- ingin. öllu stjórnað á einum stað. Og fari eitthvað úrskeiðis — ventill opnist er ekki prílaö upp pípur. Þessu er kippt í Uöinn frá tölvuborðinu. Tölvukerfiö verður stækkaö innan skamms. Þegar viðbótin er komin í gagniö má lesa nýtingartölur, allt um gæði hráefnisins og gæði mjölsins og lýsisins á skjánum. Einnig má sjá hvernig hver einstakur farmur kemur út í nýtingu, hversu mikla oHu þurfti við að framleiða mjöl úr honum og þess háttar. Þetta með rafmagnsframleiðslu verksmiðjunnar á Siglufirði er annars stórmerkilegt, þó ekki sé um nýjung að ræða. Verksmiðjan hefur framleitt raf- magn allt frá árinu 1946, þegar hún var tekin í notkun. Stjórnarskráin ekki til Að undanförnu hefur stjórnarskrá- in ekki fengist sérprentuð hjá forsæt- isráðuneytinu. Upplagiö er næstum uppurið og stendur ekki til að prenta meira á næstunni. DV hafði samband við ráðuneytið vegna þessa og fékk þau svör að auðvitað væri eöUlegt að stjómarskráin væri til sérprentuð. Hins vegar hefðu staðið til breyting- ar á stjómarskránni og ekki fleiri eintök verið prentuö af þeim sökum. Þetta hefur komið sér illa fyrir marga nemendur í samfélagsfræð- um þar sem stjómarskráin er notuð í kennslu. Sérstaklega er þetta óþægi- legt fyrir nemendur á landsbyggð- inni. Þeir geta ekki lallað . í for- sætisráðuneytiö og fengið af henni ljósrit eins og nemendur í Reykjavík. Einnig þykir það skrýtið að ekki skuU vera hægt að fá stjómarskrána sérprentaða. KB Þetta eru engir smásekkir sem Loönumjölið er geymt i. Hver sekkur vegur eitt og hálft tonn. Mjölið er mest notað i fóðurblöndun. Kaupendurnir eru fjölmargir, hvaðanæva að. Má geta þess að hver verksmiðja stundar sina eigin sölumennsku og samkeppnin er mikil. DV-myndir JGH. gengur að dæla úr skipunum, hvaöa dælur eru í gangi, hvaða ventlar eru opnir og hvemig framleiðsla mjölsins gengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.