Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 22. NOVEMBER1985. Framsóknarmenn gagnrýndu vaxtastefnuna: „Mistök að gefa vextina frjálsa” — segir Haraldur Ólafsson f umræðunni um okurlánaviðskipti sem f ram fór á Alþingi í gær Ríkisstjóminni hefur flest tekist vel. Þó hefur orðið misbrestur i peninga- málunum. Vertir eru of háir. Þessi stefna hefur orðið stökkpallur fyrir okrarafélög sem nota háu vextina sér til afsökunar. Okurlánaviðskiptin eru ein af afleiðingum vaxtastefnu ríkis- stjómarinnar. Þetta sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, efnislega er hann hóf fram- haldsumræðu á Alþingi um okurlána- viðskiptin. „Lánsfé er dýrt og okurlánastarf- semin blómstrar þegar fólk er i peningavandræðum. Gróðapungamir nota sér neyð og heimsku annarra,” sagði Páll. Haraldur Olafsson, Framsóknar- flokki, tók í sama streng. „Ég er þeirrar skoðunar aö það hafi verið gerð mistök þegar ríkisstjómin gaf vexti frjálsa. Sú ákvöröun var afar óheppileg og næsta óskiljanleg þegar kjarasamningar voru fram undan,” sagði Haraldur. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, sagði aö þetta ástand i okurmálum væri afleiöing af stefnu ríkisstjómar- innar. Þaö væri alvörumál þegar ríkis- stjómin ræki menn til að taka okurlán. Hún vakti einnig máls á aðgerðaleysi ríkisstjómarinnar í málefnum hús- byggjenda. Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra var sýnilega ekki ánægður með ummæli Guðrúnar. Hann sagði aö Kvennalistinn hefði aldrei þurft að taka ábyrgö. Málflutningur þing- manna þess flokks einkenndist af gaspri, lágkúm og ábyrgðarleysi. Hann sagði einnig aö Páll Pétursson heföi flutt sina ræöu í Kvennalistastíl. Matthias sagöi aö þessi mál væru ekki einföld og timi til kominn að kjósa þingmenn sem ræddu málin á alvar- legum grundvelli. Ríkisstjórnin myndi gera allt til þess að koma í veg fyrir okurlánastarfsemi. En þaö yrði ekki gert með því að lækka vexti. Þá fyrst myndi fólk með sparifé láta okur- lánara ávaxta fé sitt. Fleiri þingmenn tóku til máls og stóð umræðan framákvöld. APH Lengra niður vilja starfsmennirnir, sem raða í pósthólfin, ekki beygja sig. DV-mynd PK. Fjölmargir neyðast til að skipta um pósthólf snúmer: Fá Norðmenn hluta af loðnukökunni? Boxarar neita að beygja sig Sjávarútvegsráðuneytið hefur beint fyrirspum til Norðmanna hvort þeir hafi hug á að nýta sér hlut af þeim loðnukvóta sem ákveðið var að bæta viö á þessari vertíð. Samkvæmt samningum eiga Norðmenn rétt á 15 prósentum af loðnukvótanum. Af þeim 500 þúsund tonnum, sem bættust við, eiga þeir því rétt á 75 þúsund tnnnum. Væntanlegt er svar frá Norð- „Við erum alls ekki á móti því að fólk fái aö setja upp móttökuskerm, til dæmis á þak fjölbýlishúss. Við erum ekki á móti þróuninni,” sagði Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar, í fram- haldi af frétt DV í gær um móttöku- diska. mönnum innan skamms. Þangað til hefur verið ákveöið að úthluta 400 þúsund tonnum af kvótanum. I hlut hvers skips fellur 16.200 til 25.700 tonn og fer það eftir stærð þeirra. Þá hefur verið ákveðið aö banna allar loðnuveiðar yfir jól og áramót. Samkvæmt því er loönuskipum óheimilt að stunda veiðar frá 17. desember til 2. janúar. „Það er ekki rétt að byggingarnefnd hafi samþykkt að Ari Þór þurfi aö taka niður sinn skerm. Málinu var frestað á grundvelli bréfs, sem Ari Þór sendi okkur, þar sem hann bað um frest þangað til endanleg staösetning hefði veriðákveðin,”sagðiHilmar. -KMU. „Við neyðumst til að prenta öll umslög, alla reikninga og allt bréfs- efni upp á nýtt. Og ekki borgar pósturinn það,” sagði Sigurður Olafsson, lyfsali í Reykjavíkur- apóteki. „Við þurfum að breyta um pósthólf sem við höfum haft í 50—60 ár. Astæöan er sú að starfsfólkið í póst- húsinu neitar að beygja sig,” sagði Sigurður. Upphaf málsins má rekja til þess að ný pósthólf voru tekin í notkun í póstútibúinu við Pósthússtræti í ágústmánuði síðastliönum. Nýju pósthólfin voru frábrugðin þeim gömlu meðal annars að því leyti að neöstu raðir pósthólfanna voru nokkru neðar en áöur. „Boxararnir”, en svo kallast þeir starfsmenn pósthússins sem raöa í pósthólfin, neituöu frá upphafi aö raða í þrjár neðstu raðir póst- hólfanna, alls um 500 pósthólf. „Boxurunum”, sem eru átta talsins á tveim vöktum, finnst of erfitt að beygja sig svo langt niður. Póstur og sími brást við með því að skrifa notendum pósthólfanna og biðja þá aö hafa samband, að sögn Gísla Jóns Sigurössonar útibússtjóra. Þeim, sem ekki höfðu samband, var úthlutaö nýju pósthólfi. Reynt var að hafa númer þess nýja lfkt hinu gamla. Einstaka hólf í neöstu rööunum er enn í notkun, aöallega fyrir starfs- menn pósthússins. Björn Björnsson póstmeistari sagöi að hólfin með gömlu númerunum yrðu geymd í eitt ár meöan breytingin væri að ganga yfir. Hann sagði að hólfin í neðstu röðunum hefðu ekki veriö tekin úr notkun. Þau væru upplögð fyrir félagasamtök og aðra aðila með litinnpóst. -KMU. APH Ekki búið að banna Ara að hafa diskinn Páll Bergþórsson leggur til að orðið eyðni verði notað í stað aids: Get fallist á orð- ið ónæmistæring Eins og fram kom í DV í gær ríkir ekki einnig um hvaða íslenskt orð á aðnotayfiraids. Þó má telja að flestir sem til þekkja geti sætt sig við orðið ónæmis- tæring. Undantekningar eru á því, eins og fram kom hjá viðmælendum DVígær. DV hafði samband við Baldur Jónsson hjá islenskri málnefnd vegna þessa. Hann sagðist geta samþykkt orðið ónæmistæring, ekki sist vegna þess að orðanefnd lækna- félaganna hefði ákveðið að nota það. Að vísu væri þaö lengra og óþjálla en alnæmi, en oröið alnæmi værí notaö yfir annan sjúkdóm og á þeirri f orsendu ekki hægt að nota það. Aðspurður sagöi Baldur að þróunin í þessu oröamáli hefði veríð á eftir- farandimáta: Haustiö 1983: Menn hófu að leita að íslensku heiti í stað aids. Fyrst kom fram hugmyndin áunnin ónæmis- bæklun. Sumir töldu þaö ekki hæfa og sögðu að ákominn ónæmisbrestur væri betra. Þá heyrðist orðiö ínæmine. 7. mai 1985: Kom í Morgunblaðinu tillaga frá lesanda um orðið óvar. 10. maí 1985: Orðið alnæmi notaö á forsíðu Morgunblaösins. 11. maí 1985: I 287. þætti um íslenskt mál talar Gisli Jónsson um orðið næma. 13. júní 1985: öm Bjarnason, for- maður orðanefndar lækna, kynnir orðið ónæmistæring i málræktar- þætti. 25. júni 1985: Helgi Hálfdánarson segir að orðið næming mundi hæfa. -s v wmfr*. : Páll Bergþórsson veðurfræðingur — Með nýja hugmynd — Eyðni — — segirBaldur Jónsson hjá íslenskri málnefnd Splunkuný hugmynd Nýjasta tillagan, sem hvergi hefur komið fram, er orðið eyðni. Þykir þessi tillaga nokkuð góð. Kemur hún frá Páli Bergþórssyni veöurfræðingi. DV hafði tal af Páli á Veður- stofunni. Sagði hann þetta orð dregiö af sögninni að eyða. Hljóölíking við útlenska orðið aids væri auðheyrð í framburði. Auk þess væri þetta auðvelt í samsetningu, t.d. eyðnllyf, eyðnivelra. Kostirnir væru að ekki þyrfti aö nota stafinn s í samsetn- ingum. Baldur Jónsson sagöist fyrir sitt leyti hafa samþykkt orðið ónæmis- tæring, en leist engu að síður vel á hugmynd Páls um orðið eyðni. KB Ummæli bankastjóra í rannsóknarnefnd Guömundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, hefur í bréfi til Matthíasar Bjarnasonar, ráðherra bankamála, krafist þess aö skipuð verði rannsóknarnefnd til að kanna ummæli bankastjóra tJtvegsbankans vegna Hafskips. Þaö var í júni síöastliönum sem Guðmundur Einarsson vakti máls á því að veð Utvegsbankans væru ekki nægileg fyrir lánum Hafskips hjá bankanum. I svari þáverandi viðskiptaráðherra kom fram að bankastjórar Utvegs- bankans teldu að full veð væru fyrir lánum Hafskips. Annað hefur komiö í ljós núna. Guömundur vill að þessi ummæli verði könnuð nánar. APH. Frumvarp um okurlán Þingmenn Alþýöubandalagsins hafa ákveðið að leggja fram frumvarp um okurlánaviöskipti á næstu dögum. Þetta kom fram í ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem hann hélt þegar okur- málin voru á dagskrá Alþingis í gær. Frumvarpinu er ætlaö að koma í veg fyrir að viðskipti af þessu tagi geti þrifist. Hann sagði einnig að þá myndi einnig reyna á vilja þingmanna um að koma í veg fyrir þessi viðskipti. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.