Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ástastjórinn skálar fyrir ástföngnum áheyrendum i lokin. Ástafundur á Selfossi Hundurinn dró for- setann og fékk f rí Þaö lá við uppþoti erDustin Hoffmankom tii Frakklands að kynna nýj- ustu mynd sina, slikar eru vinsældir hans. Hann fékk samt frið fyrir aðdáendum til að kyssa konuna sína, hana Lísu. Lá við uppþoti er Hoffman mætti Dustin Hoffman hefur ekki verið áberandi undanfarið ár frá því að hann lék í stjömuleik í Tootsie. Nýjasta mynd stjömuleikarans var frumsýnd fyrir nokkmm vikum á kvikmyndahátíð í borginni Deauville á Ermarsundsströnd Frakklands. Hoffman leikur sölumanninn Willie Loman í Sölumaður deyr. Myndin er gerð eftir leikriti Arthurs Millers sem sýnt hefur verið í Þjóð- leikhúsinu í tvígang. Myndin fékk frábærar móttökur og kom næstum til uppþota í Deauville er Hoffman mætti, svo vinsæll er hann. Frá Kristjáni Einarssynl, fréttarit- ara DV á Selfossi: Leikfélag Selfoss og veitingahúsið Inghóll hafa sett upp kabarett sem ber nafnið Astafundur. Frumsýning var laugardagskvöldið 16. nóvember og var henni mjög vel tekið. Uppátæki þetta á án efa eftir að gleðja þá sem heimsækja Inghól næstu laugardagskvöld. Fréttaritari DV á Selfossi fór á staðinn með ljósmyndavélina og festi nokkur augnablik frum- sýningarinnar á filmu. Glatt var á hjalla enda ráðleggur Regína Thor- arensen á Selfossi væntanlega áhorf- endum aö taka meö sér minnst þrjá vasaklúta, svo mikið sé hlegið. Hér má greina Reginu Thorarensen (önnur til vinstri við borðið) í góðum félagsskap samkomugesta. Renadó og Renada mættu á staðinn og sungu óð til ástarinnar. Glæsilegur sýningarhópur býr sig undir að lyfta glösum. Lucky Reagan, hundur Reagans forseta, mun verða sendur í útlegð á sveitasetur forsetans á næstunni. Astæðan mun vera sú að Lucky hefur gerst svo mjög uppivöðslusamur í Hvíta húsinu að vart mátti á milli sjá hvor Reaganinn, Lucky eða Ronnie, héldi um stjómvölinn. Reaganhjónin eignuöust Lucky þegar hann var smáhvolpur fyrir tæpu ári. En eins og gerist með vel nærð ungviði óx hundinum fiskur um hrygg eða þyngdist og stækkaði, svo talað sé skiljanlegt mál. Að sögn blaðafulltrúa forsetans er Lucky á stærð við lítinn hest. Þetta er líklega orðum aukið en svo mikið er víst að hann er rúm 40 kíló að þyngd. Reaganhjónin réðu ekkert við Lucky undir það síðasta. Fyrst kastaði þó tólfunum er hundurinn sást draga Ronald eftir túninu fyrir framan Hvíta húsið. Menn sögðu sem svo að fyrst forsetinn réði ekki við hundinn sinn, þá... Lucky er ekki fyrsti hundurinn sem fær reisupassann í Hvíta húsinu. Franklin D. Roosevelt varð að losa sig við tvo hunda. Annar beit öldungadeildarþingmann í fótinn en hinn beit blaöamann í nefið. Illar tungur sögðu að vísu að Roosevelt hefði veriö nokkuð skemmt. Lucky dre gur Ronald Reagan og Margareth Thatcher brokkar á eftir. Verður Boy George ástfanginn af Doily Parton? Veröur BoyGeorge ástfanginn afDolly? Það er erfitt að spá og þá einkum um framtíðina, segir máltækiö. En ekki eru allir á því. I Bandaríkjunum þykir þetta virðuleg atvinnugrein. Spámenn vestanhafs hafa m.a. komist að eftirfarandi niðurstöðum: — — Eddie Murphy gerist trúaður. ----Boy George verður ástfanginn upp fyrir haus af hinni barmmiklu Dolly Parton. Hann mun stofna kántríútgáfu af Culture Club til að ganga í augun á henni. ----Stefanía prinsessa verður ást- fangin af rastatrúarmanni frá Jamaíka. Rainier fursti reiðist og rekur hana úr ríki sínu. — — Ayatollah Kómeiní verður steypt af stóli er upp kemst að hann sé samkynhneigöur. m Stofnar Boy George kántriútgáfu af Culture Club?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.