Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985.
Úígáfufólag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóriog útgáfustjóri;. HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONÁS KRISTJAnSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P: STEINSSON
Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022
Sfmi ritstjórnar: 686611
Setning,umbrot,mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12
Prentun: ARVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Að sem/a v«ð Spörtu
Samkvæmt gildandi túlkun ráöamanna Sovétríkjanna
á Helsinki-samkomulaginu má reyna aö efla mannrétt-
indi á Suðurskautslandinu. Annars staðar eru mannrétt-
indi innanríkismál viðkomandi valdhafa. Þeir telja þau
að minnsta kosti vera innanríkismál sitt í Sovétríkjunum.
Þannig rita ráðamenn Sovétríkjanna undir samninga
af ýmsu tagi og finna síðan túlkun, sem gerir undirskrift
þeirra að engu. Dæmið um mannréttindakafla Helsinki-
samkomulagsins er grófasta dæmið af mörgum um, að
sovézkar undirskriftir eru marklausar í vestrænum skiln-
ingi.
Þess vegna er ástæðulaust að gera sér rellu út af litlum
og lélegum undirskriftum á toppfundi leiðtoga heimsveld-
anna í Genf. Frekar er ástæða til að fagna því, að hætta á
misskilningi hefur ekki aukizt vegna þess að marklausum
pappírsskjölum hafi f jölgað.
Sem dæmi um gagnsemi eða gagnsleysi samninga við
Sovétríkin má nefna Salt II, hinn kunna samning um tak-
mörkun vígbúnaðar. Þrátt fyrir hann hafa ráðamenn
Sovétríkjanna látið setja upp tvö ný kerfi milliálfuflauga.
Ennfremur hafa þau haldið leyndum 75% af upplýsingum
um vopnatilraunir.
Ráðamenn Sovétríkjanna telja það merki um geðveiki,
er hópur af þrælum þeirra myndar félag um að fylgjast
með efndum á mannréttindakafla Helsinki-samkomu-
lagsins. Hverjum einasta þeirra hefur verið stungið á
hæli, þar sem þeir sæta sérkennilegum læknavísindum
Sovétríkjanna.
Þrátt fyrir misnotkun læknavísinda í Sovétríkjunum
hefur Kasov læknir, sem er aðstoðar-heilbrigðisráðherra,
fengið helminginn af friðarverðlaunum Nóbels að þessu
sinni. Aulaskap Norðurlandabúa í þessum efnum virðast
engin mörk sett. Þeir beinlínis heiðra skálkinn.
Amnesty hefur á skrám sínum nöfn 560 stjórnmála-
fanga í Sovétríkjunum. Síðan Gorbatsjov komst til valda,
hafa fjórir andófsmenn dáið í þrælkunarbúðum hans. Síð-
an hann komst til valda hefur aukizt notkun geðsjúkra-
húsa gegn þeim, sem ekki eru sammála stjórnvöldum.
Andrei Sakarov, Jelena Bonner og Anatoli Sjaranski
eru þrjú frægustu nöfnin úr hinum mikla hópi, sem Sovét-
stjómin ofsækir. Dæmi um hina vaxandi hörku er, að árið
1979 fengu 51.320 gyðingar að flýja Sovétríkin, en í fyrra
aðeins 896.1 ár verða þeir ekki fleiri.
Sovétríkin eru hemaðar- og ofbeldisveldi, sem hvílir á
efnahagslegum brauðfótum. Það er eina stórveldið, sem
heldur úti umfangsmiklum hernaði víða um heim, svo
sem í Afganistan, Kampútseu og Eþiópíu. Það er á mun
meiri hraða í vígbúnaðarkapphlaupinu en hitt heimsveld-
iö.
Að baki er þjóðfélag, sem býður fólki meðaltekjur, sem
eru langt undir fátækramörkum í Bandaríkjunum og til
dæmis íslandi. Sovétríkin eru eins og Sparta fornaldar,
efnahagslegt sníkjudýr, sem lifir á útþenslu og ofbeldi,
sérhæfir sig í hemaði.
Gorbatsjov telur sig þurfa ítök í Vestur-Evrópu til að
bæta upp hina efnahagslegu brauðfætur heima fyrir.
Hann veit, að Sovétríkin eru á mörgum sviðum að drag-
ast hratt aftur úr Vesturlöndum, til dæmis í tölvutækni.
Lausn hans er að Póllandiséra Vestur-Evrópu.
Ef Vesturlandabúar láta ekki taka sig á taugum, átta
sig á, að pappírsgögn eru lítils viröi og að aldrei má skilja
á milli friðar annars vegar og mannréttinda hins vegar,
má búast við, að Sovétríkin linist um síðir í taugastríðinu
og fari að huga að marktæku samkomulagi.
Jónas Kristjánsson
„En það er áfram sama nauðsyn þess að útvegur sé öflugur í Reykjavík, og þess vegna er stofnun
Granda h/f ein ánægj ulegustu tíðindin á þvi kjörtímabili borgarstjórnarinnar, sem nú er að líða.“
ST0FNUN
GRANDA HF.
Útvegsfyrirtæki eiga í miklum
erfiðleikum. Búið er að selja
nokkra togara á uppboðum og fyr-
irsjáanlegt er, að opinberir sjóðir
og bankar tapa miklu fé. En það
verða fleiri sem tapa. Fjöldamörg
einkafyrirtæki tapa verulegu fé,
þar sem kröfur þeirra eru_ ekki
tryggðar, - menn hafa það ekki
fyrir sið að selja kost eða veiðar-
færi gegn tryggingum. Við þessum
vanda er brugðist með ýmsum
hætti. Víða úti á landi hefur sú
stefna verið sett, að best sé að láta
skipin fara á uppboð, en stofna
síðan nýtt félag og endurkaupa
togarann af Fiskveiðasjóði og á þá
að beita pólitískum þrýstingi til
þess að ná skipinu.
Önnur stefna
Hins vegar er sú stefna, sem tekin
hefur verið af sjálfstæðismönnum
í Reykjavík og Hafnarfirði. Bæjar-
útgerðin í Hafnarfirði stóð mjög
illa og var sagt, að hallinn á hvern
starfsmann hefði verið um 600.000
krónur eða mun hærri fjárhæð en
launakostnaður fyrirtækisins. Það
fyrirtæki var leyst upp og eignirnar
seldar traustum aðilum,' sem við
útgerð fást. Skuldir verða greiddar.
Enginn tapar fé af þeim, sem höfðu
lánað fyrirtækinu.
I Reykjavík var að frumkvæði
borgarstjórans óskað eftir viðræð-
um við eigendur ísbjarnarins h/f
um sameiningu þess fyrirtækis við
Bæjarútgerð Reykjavíkur. Bæði
fyrirtækin höfðu lent í verulegum
hallarekstri, en eignir miklar.
Niðurstaðan varð sú, að stofnað
var nýtt útgerðarfyrirtæki, Grandi
h/f, og er það nú stærsta útgerðar-
fyrirtæki landsins. Allar skuldir
verða nú greiddar og lánardrottnar
tapa ekki fé sínu.
Auðvitað gagnrýna
vinstri menn
Menn hafa gagnrýnt þennan
samning og vitanlega er það eðli-
legt, að vinstri menn gagnrýni
samninginn. Bæjarútgerðin hverf-
ur og í staðinn kemur hlutafélag,
sem borgin á hlutafé í, en stefnt er
að því að selja hlutabréfin. Slíkt
fráhvarf frá opinberum rekstri til
einkarekstrar er vitanlega eitur í
beinum vinstri manna og svo
kemur hégóminn til viðbótar. Sig-
urjón Pétursson telur nú helsta
ágallann á félaginu, að Þröstur
Ólafsson, en ekki hann sjálfur,
skuli vera í stjórninni. Minnast
menn þá þess, þegar Sigurjón gerði
Kjallarinn
HARALDUR
BLÖNDAL
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
en eigið fé 200-230 milljónir. Gert
verður upp við alla kröfuhafa.
Þarna er heiðarlega að farið.
_ Menn ræða, að verið sé að bjarga
ísbirninum h/f. En ég spyr: Er það
markmið í sjálfu sér að koma þvi
félagi á kné?
Menn ættu að muna það, að
önnur félög hafa lent í vandræðum:
Flugleiðir h/f, Álafoss h/f, Slipp-
stöðin h/f og frá fyrri tíð má nefna
Kveldúlf h/f. Eigendur ísbjarna*rins
hafa tapað miklu fé á undanförnum
árum, eins og fleiri, sem stunda
útgerð. Það hefur BÚR líka gert.
Munurinn er hins vegar sá, að
reykvískir skattþegnar hafá orðið
að greiða hallann á Bæjarútgerð-
inni. Bæjarútgerðin hefði aldrei
getað risið undir hallarekstri sín-
umafeiginfé.
Og menn skulu ekki gleynma
því, að eignirnar voru metnar af
óvilhöllum aðilum. Það náðist
A „Slíkt fráhvarf frá opinberum rekstri
^ til einkarekstrar er vitanlega eitur í
beinum vinstri manna og svo kemur hégóm-
inn til viðbótar.“
það að sérstakri grein í málefna-
samningi vinstri manna 1978, að
hann fengi að kveikja á jólatrénu.
En það hafa heyrst gagnrýnis-
raddir úr röðum annarra en vinstri
manna. Og þær vekja furðu.
Reykjavík hefur löngum verið ein
stærsta verstöð landsins, ef ekki sú
stærsta. Héðan hefur verið gerður
út öflugur togarafloti og fjögur stór
frystihús rekin - Búr, ísbjörninn,
Hraðfrystistöð Reykjavíkur h/f og
Kirkjusandur h/f. Þessi fyrirtæki
skipta miklu máli í atvinnulífmu.
Það var þess vegna eðlilegt og
sjálfsagt, að reynt yrði að treysta
grundvöll BÚR og ísbjarnarins h/f,
þegar ljóst var, að fyrirtækin áttu
í erfiðleikum. Það er vitanlega
hægt að hugsa eins og margir utan-
bæjarmenn gera: Við skulum bara
láta eignirnar fara á uppboð og
stofna síðan nýtt félag til þess að
endurkaupa, - láta tapið lenda á
þeim, sem lánuðu okkur fé. En það
var ekki gert.
Heiðarlega aðfarið
Þess í stað var kannaður og
fundinn grundvöllur til þess að
stofna nýtt fyrirtæki með eigum
hins gamla. Hlutafé hins nýja fyrir-
tækis er 200.000 milljónir króna,
samkomulag um verðmæti þeirra,
svo að hér er hvergi verið að hygla
einum né neinum.
Síðast en ekki síst skiptir það
miklu máli fyrir sjálfstæðismenn
að búið er að leggja Bæjarútgerð-
ina niður og koma rekstrinum í
hlutafélagaform. Á sínum tíma var
Bæjarútgerðin stofnuð til þess að
tryggja eðlilega hlutdeild borgar-
innar í nýsköpunartogurunum. En
nú eru breyttir tímar.
Áfram öflugur útvegur
En það er áfram sama nauðsyn
þess, að útvegur sé öflugur í
Reykjavík, og þess vegna er stofn-
un Granda h/f ein ánægjulegustu
tíðindin á því kjörtímabili borgar-
stjórnarinnar, sem nú er að líða.
Það fréttist núna af öðrú fyrir-
tæki, Hafskipum hf., sem á í erfið-
leikum. I vikunni var stofnað nýtt
hlutafélag til þess að yfirtaka
skuldir þess. Hlutaféð er ein millj-
ón króna. Hlutafé Granda h/f er
200.000 milljónir eins og fyrr segir.
Hlutverk nýja skipafélagsins verð-
ur að stofna nýtt hlutafélag með
Sambandinu um skiparekstur.
Er slíkt í anda frjálshyggju og
einstaklingsframtaks?
Haraldur Blöndal.