Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Franska parið Alain Mafart og Dominique Prieur fer i nýsjálenskt fangelsi i 10 ór. Ennboristá banaspjótum íBeirút 10 ára fangelsi fyrír að sökkva Rainbow Warríor Drunur sprenginga og hvinur byssu- kúlna hljómuðu í Beirút í gær þegar drúsar og shítarbárust á banaspjót- um í múslímahverfum borgarinnar, á sjálfan sjálfstæðisdag Líbanons. Skæruliöar börðust um nóttina í ýmsum borgarhverfum. Bardagarnir lömuöu borgarlíf í gær í Vestur-Beirút. Fréttamenn komust ekki út á götur til að kanna skemmdir. Skólabörn uröu að vera eftir í skólum sínum. Fólk fór niður í kjallara meðan mest var sprengt og skotiö. Útvarpsstöðvar sögðu aö bardagar hefðu aukist, þrátt fyrir tilmæli Abdel- Halims Khaddam, varaforseta Sýr- lands, og ýmissa leiðtoga skæruleiða- sveitanna um að skæruliðar hættu skothríö sinni. Skæruhðar virtu boð yf- irmanna sinna að vettugi. Fyrr á þessu ári börðust drúsar og shitar hart á sömu svæðum. Fresta varð hátíöahöldum vegna þjóðhátíðardagsins. Frönsku skötuhjúin úr Rainbow Warrior-málinu hafa nú verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir hlutdeild þeirra í skemmdarverkinu á flaggskipi græn- friðunga í höfninni í Auckland. Alain Mafart majór og Dominique Prieur höfuösmaður létu engin svip- brigði á sér sjást þegar dómurinn var kveðinn upp yfir þeim. Dómarinn kvaðst vonast til þess að þeim yrði ekki „veitt stutt orlof á kostnaö ríkisins og síðan send heim til Frakklands sem hetjur”, og vísaði þar til óska franskra yfirvalda um að þeim yrði vísað úr landi. Þau höfðu fljótlega játað sig sek um manndráp af gáleysi og skemmdar- verkið en þau hafa ekkert látiö uppi um hverjir voru í vitorði meö þeim. Þau höföu ekki flutt sprengjurnar með sér og ekki heldur komiö þeim fyrir í skipinu né heldur höfðu þau stýrt að- gerðinni eða skipulagt hana. I dag leggur Grænfriðungur, flagg- skip umhverfisverndarsamtakanna, af stað í leiðangur til Suðurskauts- landsins. Er það liöur í baráttu sam- takanna fyrir því að Suðurskauts- landið verði friðlýst sem alheimsþjóð- garður. — Skipið er nýkomið til Auck- land frá mótmælaaðgerðum við Muruoa-eyjar, þar sem Frakkar vinna að tiiraunum meö kjarnavopn. Þangað átti Rainbow Warrior að sigla þegar franska leyniþjónustan lét sökkva því í höfninni í Auckland. Rainbow Warrior náðist á flot aftur en hefur verið úr- skurðað ónýtt og verður því sökkt viö Nýja-Sjáland. Svfffifi með plast- hjartað er látrnn Frá Gunnlaugi A. Jénssyni, fréttarit- araDVíSvíþjóð: Leif Stenberg, Svíinn með plast- hjartað, lést í gær, 53 ára að aldri. Síðasta apríl var grætt í hann plast- hjarta í karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og var það í fyrsta sinn sem slík aögerð var framkvæmd utan Bandaríkjanna og sú fjórða í heimin- um. I hálft ár var Stenberg sá sjúkhng- anna fjögurra sem haföi náð sér best eftir aðgerðina og þann 19. júlí var hann orðinn svo hress að hann hélt NÚ líður mér vel! .Ljósaskoðun einnar og hálfrar klukkustundar lang- an blaöamannafund. En ekki alls fyrir löngu fékk hann heilablóðfall. Eftir þaö seig stöðugt á ógæfuhliöina. Bjarne Semb, norski læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni, segist ekki hafa i hyggju að gera fleiri slíkar aðgerðir, að minnsta kosti ekkí fyrr en auknar rannsóknir gefi vonir um betri árangur. Rainbow Warrior i höfninni eftir að franskir leyniþjónustumenn sökktu skipinu. Listaverkum verði skilað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hvatti öll aðildarríki sín í gær til þess að skila listaverkaf jársjóðum aftur til uppruna síns. Með 123 atkvæðum gegn engu (15 sátu hjá) var samþykkt ályktun með — segja Sameinuðu þjóðimar áskorun tii allra landa „að hafa gott samstarf við milliríkjanefndir sem vinna að því að skila menningararfi aftur til föðurhúsanna’ ’. Það vory Egyptaland, Zaire og nokk- ur þriðja heims ríki sem stóðu að flutn- ingi ályktunartillögunnar. Bretland, sem var eitt landanna er sátu hjá, synjaði nýlega Grikkjum um að skila þeim aftur Elgin-veggmynd- unum. Það eru marmarastyttur, sem voru hluti af Parþenon-hofinu, en flutt- ar voru af Elgin lávarði til Englands á 19. öld. — Bretar halda því fram að stytturnar hefðu eyðilagst í mengun- inni í Aþenu. 5% AF SAMNINGUM, 15% VIÐ STAÐ- GREIÐSLU. Opiðí kvöld til kl. 21, laugard. 9—16. afislottur Gildir til mánaða- móta HUSGAGNADEILDAR JISHÚSSINS i imriH laiinii n I' Htiii. Jón Loftsson hf. ________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.