Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVlSIR 268. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1985. Sjómennirnir bundu bóta sina saman i mynni Reykjavikurhafnar i morgun. Akraborgin var fyrsta skipið sem lokaðist inni. DV-mynd KAE. Trillukarlar loka Reykjavíkurhöfn varðskip bíður átekta fyrir utan Reiðir trillukarlar lokuðu Reykja- víkurhöfn skömmu fyrir klukkan tiu í morgun til að mótmæla fiskveiði- stefnu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Mótmælin beinast einkum gegn þriggja mánaöa veiöibanni sem sett var á smábátaeigendur fyrir viku. Félag smábátaeigenda á Akranesi haföi frumkvæði að mótmælaað- gerðunum. Um tugur smábáta sigldi úr Akraneshöfn upp úr klukkan sjö i morgun. Trillukarlar úr Reykjavík, Hafnarfirði og víðar, meðal annars af Hellissandi, lokuðu einnig höfn- inni. Þegar blaöið fór í prentun var óljóst hversu lengi sjómennimir ætl- uöu að halda höfninni lokaöri. Heyrst hafði aö það yrði til klukkan 14 í dag. Hvort sem það var tilviljun eða ekki geröist það um níuleytið í morg- un, skömmu áður en aðgerðimar hófust, að tvö varðskip birtust á ytri höfninni. Varðskipið Oðinn sigldi frá bryggju og út á ytri höfn. Varðskipið Ægir kom skömmu síðar siglandi milli Engeyjar og Viðeyjar, inn í höfnina og iagðist að bryggju. Oðinn beið átekta við Engey. Trillukarlar, sem DV ræddi við á Granda fyrir aðgerðimar í morgun, höfðu ekki fögur orö um sjávarút- vegsráðherra. „Þetta er tóm enda- leysa sem hann er að gera. A hverju eigum við að lifa? Hvað myndu verslunareigendur segja ef þeim yrði skipað að loka í þrjá mánuði?” heyrðist spurt. -KMU. Kauptilboð í Cosmosfyrirtæki Haf skips: Bætir eiginfjárstöðuna um tæpar 30 milljónir I gær barst Hafskipi kauptilboð í dótturfyrirtæki sín i Bandaríkjunum frá bandarískum aðilum. Líklegt er að i dag veröi tekin ákvörðun um að taka þessum tilboðum. Samkvæmt upplýsingum DV mun eiginfjárstaða Hafskips batna um tæpar 30 milljónir ef af þessum kaupum verður. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru bæði Cosmos fyrirtæki Hafskips i Bandaríkjunum. Miklar lík- ur eru taldar á að tilboðinu verði tekið og eru lögfræðingar Hafskips að kanna málið vestan hafs. 1 gær var haldinn langur kvöld- fundur milli aðila frá Sambandinu og Hafskips. Þar voru spilin lögð á borðið af beggja hélfu. Litlar upplýsingar hafa borist frá þessum fundi. Samt er talið að viðræðum miði vel. I dag verða áframhaldandi fundarhöld aðila skipa- félaganna. I dag eða á morgun mun Utvegs- bankinn taka þátt í þessum viðræðum. Líkur eru taldar á því að niðurstaða þessara viðræðna ráðist nú um helg- ina. -APH. Stórverkefni erlendisí hugbúnaði? Frá Jónl G. Haukssyni, frétta- manni DV á Akureyri: Líkur eru á að Verk- og kerfis- fræðistofan fái umfangsmikil verk- efni í gerð hugbúnaðar fyrir er- lendar loðnuverksmiðjur. Af því gæti orðiö í kjölfar ferðar um 30 eigenda erlendra loðnuverksmiöja til landsins eftir nokkra daga. Verk- og kerfisfræðistofan ann- aðist gerð alis hugbúnaðar í tölvu- kerfi SQdarverksmiðja ríkisins á Siglufirði í sumar. En sú loðnu- bræðsla er sú eina i heimi sem er tölvustýrð. Verksmiðjan hefur vakið geysi- lega athygli. Og eftir nokkra daga koma til landsins eigendur loðnu- verksmiðja í Noregi, Færeyjum, Danmörku, Kanada og hugsanlega Suður-Ameríku, gagngert til að skoöa verksmiðjuna á Siglufiröi. Þeir munu fyrst og fremst skoöa tölvukerfi verksmiðjunnar. Þaö var sett upp í sumar er verksmiöj- an var endurbyggð að hluta. Raf- hönnun annaðist hönnun kerfisins. Talið er Ifklegt að það fyrirtæki kæmi inn í dæmiö með Verk- og kerfisfræðistofunni ef af verk- efnum erlendis verður. -JGH. — sjánánarábls.2 Dótturfyrirtæki Alusuisse íÁstraiíu: SOOmilljónum komiðundan vegna hækkunar íhafi? — sjð bls.2 Margirneyðast tilaðskiptaum pósthólfsnúmer — sjá bls. 4 Eyðniístað AIDS? — sjábls.4 Ekkihægtaðfá stjómarskrána — sjá bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.