Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. Menning Menning Menning Menning ÆSKUHEIMUR SKÁLDS Einar Bragi: AF MÖNNUM ERTU KOMINN, endurminn- ingar. Mál og menning, 1985.195 bls. Ljóðskáldið og formbyltingarmað- urinn Einar Bragi hefur undanfarin ár verið að skrá sögu heimahaga sinna á Eskifirði og umhverfi og hafa þegar komið út íjögur bindi af þeirri sögu undir nafninu ESKJA. Hann hefur einnig sett á prent þrjú bindi mannlífs- og sagnaþáttá sem heita ÞÁ VAR ÖLDIN ÖNNUR og fjalla um fólk á Austfjörðum. Sem skáld er Einar Bragi kunnast- ur fyrir ljóð sín og þann þátt sem hann átti í formbyltingu ljóðagerðar, einnig fyrir ágætar þýðingar sínar, einkum á ljóðum, ekki hvað síst ljóð- um fámennra grannþjóða okkar, svo sem Grænlendinga og Sama. Hann var einn af ritstjórum Birtings og var frumkvöðull þess merkilega menn- ingarrits sem áreiðanlega hefur haft meira uppeldisgildi en nokkurt ann- að bókmennta- og listatímarit hér á landi. Allt sem Einar Bragi skrifar er fágað. Svo er um nýjustu bók hans, AF MÖNNUM ERTU KOMINN, endurminningar gefnar út af Máli og menningu. Bókin skiptist í tvo Bókmenntir RannveigG. Ágústsdóttir meginhluta. I fyrri hlutanum, Á grundinni, segir Einar Bragi frá móður sinni og fólki í næsta um- hverfi sem á einhvern hátt tengist honum í æsku. I síðari hlutanum, sem nefndur er Faðir minn, fer höf- undur út fyrir þröngan hring hlað- Vesturbærinn: Vinsæll vettvangur Þetta er nú einum of... Höfundur: Guölaug Richter. Myndir: Anna Cynthia Leplar. Útgefandi: Mál og menning, 1985. Já, nú er komin út enn ein vestur- bæjarsagan og síst sú lakasta (af mörgum góðum). Ég fæ ekki betur séð en satt og rétt sé það sem segir aftan á bókinni: Þetta er nú einum of... er skemmtileg saga af krökkun- um í vesturbænum þegar TÍVOLÍ var rétt hjá flugvell- inum og Trípolíbíó sýndi Zorró og Roy Rogers myndir og þegar fullur poki af vinar- brauðum kostaði fimmkall! Það sem meira er, þetta er lifandi og sönn frásögn af lífi fólks sem hefur blóð í æðum og tilfinningar í taugum. Kristján Snorrason, 9 ára, er sögu- hetja þessarar nýju bókar eftir nýjan höfund sem skrifar fyrir börn en er greinilega enginn viðvaningur með pennann. Heim úr sveitinni Stjáni er á leið heim úr sveitinni í upphafi sögu, heim í skólann og skyldustörfin sem hann hefur með höndum á heimilinu. Sögusviðið er síðan Reykjavík, vesturbærinn, fjaran, höfnin og Holtið, uppáhalds- staður krakkanna í hverfinu og úrvalsstaður fyrir bófahasar, rútu- bílaleik eða draugaleik enda trónir Draugahúsið þar afsíðis með öllum sínum ógnum. Ekki má gleyma ein- um aðalvettvangi sögunnar sem er litla kjallaraíbúðin. Þar eiga heimili foreldrar Stjána með ómegð sína: sex börn. Stjáni er elstur, þá Vala, Bogga, Þura, Maja og nýfæddur bróðir sem hlýtur nafnið Snorri þegar líður á söguna. Þama býr líka Dadda sem vinnur í búð við Lauga- veginn og er mömmu til halds og trausts þvi að pabbi er háseti á milli- landaskipi og því lítið heima. Þarna hefur hver sín sérkenni sem höfund- urinn ber fyllstu virðingu fyrir. Les- andi á því gott með að sjá fyrir sér þessar persónur hverja fyrir sig og taka þátt í lífi þeirra. Bútur af lífinu En nátengdust manni verðúr auð- vitað söguhetjan sjálf, Stjáni, enda eru atburðir sögunnar byggðir á daglegu amstri hans, áhyggjum og gleði. Áhyggjumar eru flestar bundnar skyldustörfum hans: barna- pössun og heimilisstörfum og því hvort hann eigi möguleika á að taka þátt í einu eða öðm sem félagar hans em að skipuleggja. Gleðistundirnar em samt margar og birtast stundum 'ir minnst varir. Það þarf ekki annað en góða hugmynd til að gera hvers- dagslífið að skemmtun einni. Dæmi um slíkt er Tívolíferð þeirra systkina eða ferð niður að Tjörn með nesti - og franskbrauð með osti, kakó og góður félagsskapur getur létt hin erfiðustu heimilisstörf ótrúlega mik- ið. Viðfangsefni þessarar sögu er lífið sjálft í Reykjavík fyrir u.þ.b. aldar- fjórðungi, auðvitað aðeins örlítill Barnabækur Hildur Hermóðsdóttir bútur sem gmndvallast á vali höf- undarins. Börn, og reyndar allir, geta hér lesið skemmtilega sögu sem þarf ekki útskýringa við. En ef íhugað er örlítið nánar hvaða þætti höfundur hefur valið sér kemur í ljós að sögu- persónur sínar sækir hann flestar í hóp alþýðunnar. ísmásjánni Þær eru venjulegt fólk sem vinnur hörðum höndum og er að koma yfir sig þaki inni í Smáíbúðahverfi. (Kunnugir geta þekkt hvert kenni- leiti í sögunni.) Höfundur hefur líka valið að hafa sögupersónur sínar breyskar. Meira að segja pabbi, átrúnaðargoð Stjána sem stendur á stalli framan af sögunni, þolir ekki smásjá stöðugrar nálægðar eftir að hann hættir á sjónum og sýnir þá veikari hliðar. Móður sína og að- stöðu hennar sér Stjáni líka smám saman í nýju ljósi. En viðhorf Stjána til foreldra sinna ber líka vott vax- andi þroska hans á sögutímanum sem er einn vetur. Höfundur velur sér dreng að aðal- persónu, dreng sem stendur við hlið móður sinnar og sinnir börnum og heimili af stakri alúð - og er það varla tilviljun. Drengurinn býr yfir mjög trúverðugum persónuleika. Oftast er hann býsna jákvæður þrátt fyrir harðar kröfur en hann á það líka til að snúa ranghverfunni út, eins og við öll. Hann þarf að neita sér um ýmsa skemmtun og verður þá erfitt að halda velli í félagahópn- um. Engin gervispenna Þeir atburðir sem höfundur lætur bera uppi söguna eru allir valdir úr hversdagslífinu. Raunverulegir, litlir atburðir sem gætu komið fyrir hvern sem er - engin gervispenna, engar gervilausnir. Ekki verður skilist svo við athugun á vali höfundarins að nefna ekki Engilbert. Þessi fínpússaði prófess- orssonur í Iakkskóm, köflóttum jakka og með hringspangagleraugu á nefi stingur hlægilega í stúf við hina krakkana í sögunni. En „ekki er allt sem sýnist“. í Engilbert finnur Stjáni hinn sanna, skemmtilega vin. „Þú átt eftir að skilja þetta allt betur seinna,“ segir hann eitt sinn við Stjána. Sé ég ekki betur en þessi ágæta persóna undirstriki fordóma- leysi höfundar gagnvart fólki, mann- skilning og húmor. Frásögn Guðlaugar er leikandi létt og sögð á lifandi máli en vönduðu. „Þetta myndi afi blindi kalla húm- or.“ Þetta hugsar Stjáni með sér einhvern tíma í viðskiptum við Engilbert. Ósjálfrátt varð mér oft hugsað til þessarar setningar síðan við lesturinn, líklega vegna þess hve frásögnin er full af húmor og skemmtilegheitum - eins og reyndar lífsbaráttan sjálf þrátt fyrir allt. Sagan endar á því að Stjáni er aftur á leið í sveitina eftir langan vetur. Vonandi heyrum við bráðlega af honum þar eða þá í Smáíbúðahverf- inu! Teikningar Önnu Cynthiu eru. mjög viðfelldnar og letur viðráðan- legt fyrir sæmilega læsa. HH varpans og lýsir lífinu í fæðingarbæ sínum á þriðja og fjórða áratugnum. Þar fléttar hann saman við lýsingu föður síns þróunarsögu staðarins, vinnu- og verkalýðssögu. Faðir hans var sjómaður og útgerðarmaður eigin skips, einn af frumherjum samvinnuútgerðar á staðnum og um tíma starfsmaður landhelgisgæsl- unnar. Skáld fyrir sjómann Höfundur ætlaði líka að verða sjómaður. Ekkert annað kom til greina. En þótt hann gerði djarf- mannlegar tilraunir varð hann að hætta við sjómennskuna því hann varð óvinnufær á sjó vegna sjóveiki. Þannig eignuðumst við skáld fyrir sjómann. Endurminningar Einars Braga beinast út á við, að umhverfi, and- rúmslofti og náttúrufari staðarins. En þó er það fyrst og fremst maður- inn sem er í sviðsljósinu. Um hann snýst allt líf manna. Athyglinni er aðallega beint að einni persónu í einu og höfundur fylgir henni fram um ævi og stundum allt til dauða ef hún er öll þegar sagan er skráð. Að öðrum kosti segir hann lesanda frá högum viðkomandi persónu og hvernig lífið hafi leikið hana. Hann segir okkur sem sagt nýjustu fréttir af vinum sínum sem hann hefur vakið áhuga okkar á með lystilegum lýsingum og ýkjulausum. Og hann sýnir okkur Ijóslega hver var mann- gildishugsjón þessa fólks: hógværð, hjálpsemi og æðruleysi. Sjálfur er höfundur minniháttar í frásögninni, treður sér lítt fram, og lesandi sér heiminn með augum hans og samsamar sig honum. Þannig kynnist hann sögumanni í gegnum viðbrögð hans við öðru fólki og náttúrunni. Það er augljóst að höf- undur hefur átt bjarta æsku. Hann hefúr verið hjá góðu fólki og gróska hefur verið í mrmnlífinu þrátt fyrir kreppu; þó ekki „vegna hennar" eins og margir segja sem ekki upplifðu hana og halda að tómur diskur sé eitthvað andlega upplífgandi. En gæfa fiskiþorpanna við strendur Einar Bragi rithöfundur. landsins var þrátt fyrir allt sú að það var alltaf fiskur á disknum hjá öllum. Sjómennirnir sáu um það, gáfu jafn- vel allan afla sinn við löndun úr t.d. fyrsta róðri. Kurteis frásögn Höfundur veltir sér ekki upp úr aumingjasögum og er ekkert fyrir að ganga fram af velsæmistilfinning- um fólks. Aldrei gerir hann lítið úr sögufólki sínu, þvert á móti - hann upphefur það og gefur því reisn. Það gerir hann m.a. með hógværum lýs- ingum og góðlátlegu skopi. Ég held að hver Islendingur ætti að þekkja þetta ágæta fólk sem Einar Bragi lýsir því það hefur haldið í okkur lífinu sem á eftir komum. Frésagnarstíll Einars Braga er hefðbundinn en þó frjáls. Hann getur leyft sér að hlaupa fram og aftur í tíma og rúmi og tengir hann þannig saman reynslu og viðhorf barns við þekkingu söguhöfundar sem fullorð- ins manns. Frásögnin er kurteis og Iýsingar hófstilltar og agaðar en dvelja þó sinn tíma við hvert eitt atriði sem sköpum skipta svo að lesandi kemst inn í heim sögunnar og getur horft í kringum sig. Frágangur bókarinnar er til fyrir- myndar og lesmál allt hreint af vill- um. Texti við myndir hefði mátt vera fyllri. Einnig hefði verið gott að hafa kort af Austfjörðum og þá hefði mátt merkja inn aukalega þá staði sem nefndir eru í bókinni en eru komnir í eyði eða eru ekki á venjulegum landakortum, eins og útræði o.fl. Það er óþægilegt að þurfa að flækjast með landakort við lesturinn en ég lét mig nú samt hafa það svo að ég gæti ímyndað mér fjallasýn úr fæðingar- stöðum söguhetjanna og íjarlægð milli elskenda enn nánar en fram kemur í annars afbragðsgóðum lýs- ingum höfundar. Við lestur minninganna sakna ég eiginlega bara eins: að Vestfirðingar skuli ekki eiga sér neinn Einar Braga. Rannveig Flautukvartett Tónleikar i Gerðubergi 17. nóvember. Flytjendur: Flautukvarlett, skipaður Mart- ial Nardeau, Guðrúnu Birgisdóttur, Kol- beini Bjarnasyni og Bernard Wilkinson. Efnisskrá: Georg Philipp Telemann: La Caccia; Friedrich Kuhlau: Kvartett op. 103; Marc Bertomieu: Chats; Eugéne Bozza: Jour d’été a la montagne. Kvartett, skipaður fjórum þver- flautum, held ég að sé fyrirbæri sem aldrei hefur leikið heila opinbera tónleika á íslandi fyrr en nú. Þó hafði maður haft af því pata að kjarni þessa kvartetts hefði verið að bauka með spil af þessu tagi um allnokkurt skeið. En oft eru menn að bauka eitt og annað án þess að sjá ástæðu til að koma því á fram- færi og er það að minnsta kosti í sumum tilvikum miður að ekki sé uppskátt gert. En hversu forvitni- légt það út af fyrir sig er að hlýða á svo óvenjulega samsetningu þá eru það gæði leiksins sem hljóta að vega þyngra en forvitnileikinn. Og hér vantaði ekkert upp á í þeim efnum. Satt best að segja held ég að ótrúlegt verði að teljast að hægt sé að hóa saman fjórum jafngildum flautuleikurum af svo háum gæða- flokki í ekki stærra plássi en henni Stór-Reykjavík. Georg Philipp Telemann., „sveitasælu- og veiðisöngvar“ Tónleikar Eyjólfur Melsted Sveitasælan og beint útúrÁlfhól Verkefnavalið var mjög róman- tískt. Kannski dettur engum nema rómantískum mönnum í hug að semja músík fyrir fjórar flautur? Þó held ég að módernistar ættu ekki að vera í vandræðum með að sjóða eitthvað annað bitastætt handa svona flokki, ekki síst vegna þess hversu vel sá flokkur, sem hér um ræðir, er mannaður. Nánast allt sem þau léku var prógrammús- ík: Sveitasælu- og veiðisöngur Telemanns, Fjalla- og sveitasælu- stemmningar Bozza, Kattalýsingar Berthomieus. Svo kom blessaður kallinn hann Kuhlau sem að vísu engar tilvísanir gaf fyrir kvartett- inum sínum en svipurinn á músík- inni kom beint út úr Álfhól. Efnis- skráin samanstóð sem sé af falleg- um og viðkunnanlegum en kannski ekki að sama skapi risháum tón- smíðum. Einhvern veginn virtist rishæðin samt litlu máli skipta því að samstilling, leikni og alúð flytj- endanna við leikinn lyfti huga áheyrandans í staðinn. Þetta voru síðustu tónleikarnir í yfirstandandi tónleikaröð Gerðu- bergs. Tiltækið tókst vel og verður vonandi framhald á. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.