Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. NO PLACE LIKE HOME - SQUEEZE IA&M) Ein bestu tíðindi úr poppheimi á árinu: endurkoma Squeeze. Þetta lag ber þess merki að hag- vanir menn í hljóðverum eiga hlut að máli, fagmennska í hverjum tón og þó obboðlítið sé verið að viðra sig uppvið vin- sælda-lista-popp í þessu lagi er það eina lag vikunnar sem verð- skuídar heitið: smáskífa vikunnar. LOFSVERT LOSTWEEKEND — Lloid Cole & the Commotions (Polydor) Helgarferð til Amsterdam í smellinni sögu Lloyd Cole og rokkaðra lag en við eigum aö venjast frá hans hendi. Reyndar er þetta lag ómótstæðilegt eftir nokkrar hlustanir, klingjandi gítar og ógleymanlegt stef — og verði Lloyd Cole ekki jafnþekkt- ur og Feargal Sharkey eftir þetta lag ét ég gamla harðkúluhattinn minn! HOLDING BACK YEARS - Simply Red (Elekra) Einhver besti söngvari sem fram hefur komiö á sjónarsviðið á árinu er Mick Hucknall, fyrirliði Simply Red. Hann syngur á sömu nótum og blökkusöngkonur og nýtur sín vel í þessu rólega en seiðandi lagi af fyrstu plötu SimplyRed: PictureBook. QUE TE WUIERO Kathrine and the Waves (EMI) Eftir sumarsmellinn, Walking on Sunshine, hefur Katrínu og félög- um gengið afleitlega að fylgja frægðinni eftir. Ekki vantar að viðlagið sé grípandi í þessu lagi en aðalstefið er varla nógu sann- færandi til þess að bóka smell. Gott popp engu að síður. Lóttmeti PARTY ALL THE TIME - Eddie Murphy (CBS) Popparar halda stundum að þeir geti leikið — en getur leikari orö- ið frambærilegur poppari? Eddie Murphy á ef til vill eftir að svara þessu með sinni fyrstu breiðskífu en smáskífulagið vekur mestan- part upp efasemdir. Lagið er eftir Rick James og Murphy verður ekki dæmdur út frá því einu — til þess er lagið alltof lítil- fjörlegt. ONEVISION - Queon (EMI) Ykkur að segja er ég fyrir iöngu búinn að fá minn skammt af Queen. Þegar nýjar plötur hljóma ár eftir ár eins og gamlar, sömu frasarnir eru endurteknir aftur og aftur — þá þakkar maður bara sínu sæla fyrir að allt tekurenda. I'M YOUR MAN - Whaml (Epic) Einu sinni hijómaöi tónlist Wham! dálítið frískleg og fáir gátu neitaö sér um að söngia meö í Wake Me Up. . . en nú lyftist varla litla táin og uppsölutilkenn- ingin kemur auðvitað í veg fyrir aö nokkrum manni detti söngl i hug. -Gsal. SQUEEZE - COSIFAN TUni FRUTTI: SOGUR AF FYLUSVINUM OG FLEIRA FÓLKI Meistarar smásögunnar í poppi eru strákamir í Squeeze; poppljóðin þeirra eru lítil sögubrot úr hvunndags- lífinu, litlar tragí-kómedíur þar sem áfengi er gjarnan með i spilinu. Ein sagan á þessari nýju plötu Squeeze er í þessum dúr: Ung kona rýkur útúr húsi um miðja nótt með tvö böm sín vafin í teppi og nestið: poki af kartöfluflög- um. Hún er á leið með krakkana til móður sinnar í rigningunni og rokinu klukkan fjögur um nótt því drykkfelld- ur eiginmaðurinn kemur heim valtur á fótunum meö dekkjaför á hattinum og syngjandi hástöfum Viva Espana í áheyrn grátandi konunnar. Þá er henni nóg boðiðog... Squeeze hefur áður dregið upp svona myndir úr lífi fólks og margir muna ugglaust eftir Labelled with Love fyrir nokkrum árum. Það lag var að finna á þekktustu plötu Squeeze, East Side Story, frá árinu 1981 og árið eftir kom Sweets from a Stranger. Eftir það leystist hljómsveitin upp og var mörg- um, þar á meðal skrifara þessara lína, mikil eftirsjá að henni. Það kom hins vegar á daginn fyrir nokkrum misser- um að þessi upplausn Squeeze var ótimabær og hljómsveitin er nú aftur á meðal vor — og sennilega betri en nokkru sinni fyrr. Oneitanlega minnir Squeeze um margt á Bítlana og er auövitað ekki leiðum að líkjast. Raddsetningar eru oft á svipuðum nótum og útsetningar dulítið í stíl Bitlanna án þess ástæða sé til þess að gera of mikið úr þeim skyldleika. Textar Chris Difford eru eitt af trompum Squeeze eins og til- vitnunin í King George Street — eitt af KATE BUSH - HOUNDS OF LOVE Söngkona sem mark er takandi á Það eru orðin þrjú ár frá því Kate Bush sendi síðast frá sérplötu. Var þaö The Dreaming sem þótti seintekin og þungmelt. Satt er það að The Dreaming er ekki góð hlustun fyrir fólk í þungu skapi. Samt er The Dreaming plata sem skiptir máli í þróunarferii þessarar hæfileikamiklu listakonu. Nú eftir hléið mikla hefur Kate Bush sent frá sér nýja plötu, Hounds of Love, sem er mun meðtæki- legri. Kate Bush hefur lýst því yfir að hún hafi notaö þennan langa hvíldartíma frá plötuupptöku i ballettæfingar og áframhaldandi þreifingar í tónlistinni. ptkoman er einkar glæsileg tónlist sem á örugglega eftir aö auka hróður hennar enn meir. Platan skiptist í tvo sjálfstæða kafla. Hounds of Love er yfirskrift fyrri hliðar plötunnar. Þar eru fimm sjálfstæð lög. Fyrsta lagið er Running up that Hiil (A Deal with God) sem hlaut umtals- verðar vinsældir í Englandi og skipaði efstu sæti vinsældalista um hríð þótt Duran Duran aðdáendur, sem ráða lögum og lofum á íslenska vinsælda- listanum, hafi látið sér fátt um finnast. MIKE OLDFIELD - THE COMPLETE MIKE OLDFIELD | Góður Oldfield f hnotskum I dag þykir enginn tónlistarmaður með mönnum sem ekki hefur gefið út minnst eina safnplötu með bestu lögunum sínum. I mörgum tilvikum eru þessar Best Of og Greatest Hits plötur ósköp rýrar í roðinu, sundurlausar og segja manni lítið um sögu viðkomandi listamanns. En inni á milli koma plötur sem eru afbragðsvel úr garði gerðar, skipulega og smekklega unnar og sem gefa hlust- endandum góða heildarsýn yfir það sem flytjandinn hefur verið að fást vi í gegnumárin. Þannig er þessu varið með plötuna The Complete Mike Oldfield sem kom út nú á dögunum. Þetta eru tvær plötur í sama umslagi enda ferill Oldfields langur og litríkur þrátt fyrir að maðurinn sé aðeins 32 ára að aldri. Efninu á þessum plötum er raðað upp á mjög aðgengilegan máta; fyrri hliðin á fyrri plötunni samanstendur af stuttum instrumental lögum frá ýmsum tímum, það nýjasta titillag kvikmyndarinnar Killing Fields. önnur hliðin inniheldur marga af þekktustu smellum Oldfields frá síðari árum ýmist sungna af Maggie Reilly eða Barry Palmer. Ein undantekning er á þessu en það er lagið Shadow On The Wall sem gamli Family söngvarinn Roger Chapmann syngur. A fyrri hliðinni á seinni plötunni gefur að heyra brot af stóru verkum Oldfields, Tubular Bells, Ommadawn, Hergest Ridge og Incantations ásamt verki úr kvikmyndinni Killing Fields. POPP smælki Saslnú! Lagi Stevie Wonders, Part Time Lover, tókst á dögunum þaö ótrúlega ad hreppa efsta sæti fjögurra ólíkra vmsældalista í Bandafíkjunum af fimm möguleg um. Lagió fór á topp popplistans, danslistans, listans yfir „svarta" tónlist og þess sem kenndur er vió fullorðinspopp. Aóeins kántri listinn var skilinn útundan af smá skífulistunum. Góður árangur - ekki satt?. . . Þaó sartir varla tíð indum lengur þó klögumálin gangi á víxl um höfundarrétt. Barry Manilow ku hafa stefnt Wham! - bestu lögum plötunnar — hér að framan gefur til kynna. Erfitt er annars að gera uppá milli laga plöt- unnar svo jafngóð sem hún er; ég segi ekki að hún taki East Side Story fram en hún slagar hátt uppí það. örugglega ein af fimm bestu plötum ársins. -Gsal. Lagið er er í léttari kantinum ef miðað er við tónverk Kate Bush í heild þótt ókunnugum þyki það tormelt. Það er aftur á móti langt frá því að vera besta lagið á Hounds of Love. A fyrri hlið plötunnar finnst mér Cloudbusting bera af. Seiðandi og heillandi i senn. A seinni hlið Hounds of Love er eitt samfellt verk, The Ninth Wave. Minna þau lög meira á eldri plötur Bush. Það þarf nokkra hlustun og þolinmæði hlustandans áður en lögin eru meðtek- in í öllum sínum mikilfengleik. Sannar- lega verk mikils listamanns. Textar Bush á Hounds of Love eru ágætir og gætir meiri bjartsýni í þeim en oft áður. Hounds of Love er ekki auðmelt plata. En þeir sem hlusta og hafa hlustað á Kate Bush vita að hverju þeir ganga. Hún er listamaður sem mark er takandi á. HK. Plötunum lýkur svo sem áður óbirtum hljómleikaupptökum á tveimur verkum af Q.E.2. og sitt hvoru verkinu af Platinum og Five Miles Out. | Þegar á heildina er litið er ekki hægt | aö segja annaö en að þetta séu mjög ;■ vel lukkaðar safnplötur og reyndar kjörnar fyrir þá sem vilja kynnast I snilli Mike Oldfields í hnotskurn. -SþS- 1 strákunum fyrir rétt í síóustu viku og borió á þá sakir um stuld á lagi sinu Can't Smile without You sem hann segir Wham! kalla Last Christmas. Málalok eru enn utan sjónmáls. . . Fyrsta smáskifan sem komið hefur út i heiminum á leiser plötu er titillag plötu Dire Straits: Brothers in Arms - og hermt er aó það eigi mikinn þátt í vinsældum þess lags á breska vin- sældalistanum, þessa vikuna í sextánda sæti. . . Rétt aó geta þess aó Dire Straits hefur aiit frá þvi leiser platan kom fyrst á al- mennan rnarkað verió langsölu hæsti flytjandinn á slíkum skifum breiðskífan Brothers in Arms mánuðum saman á toppi leiser plotu breióskífulistans breska. . . U2, irska hljómsveitin góókunna, hefur skrásett nýtt hljómplötu- merki í Bretlandi: Mother Records. Gegnum þaó ætla Bono og félagar aó gefa ungum hljóm sveitum tækifæri og sú fyrsta hef ur þegar látió i sér heyra, ung Dýflinnarhljómsveit aó nafni Cactus World News.. . Lög John heitins Lennons veróa endurútgef- in fyrir þessi jól. Stór plata meó safni laga eftir hann, The Collection Album, veróur gefin út og smáskifa með laginu Jealous Guy kom út á mánudaginn var. Þá er til sölu klukkutima langt mynd- band meó Lennon: jmagine - The Film. . . Siouxie söngkoná i The Banshees (og miklu meira en söngkona) var í skyndi flutt á sjúkrahús á dögunum eftir að hné skel vinstri fótar (á maóur ekki að hafa þetta sem nákvæmast?) hafói farið úr skorðum á mióri hljómleikaferó... linton Kwesi Johnson, reggiskáldið sem kom meóai annars hingað fyrír nokkr- um árum, hefur tilkynnt aó hann muni draga sig í hlé frá tónlaika haldi um óákveóinn tíma. Kveðju- tónleikar veróa í Lundúnum í byrj- un desember. . Myndbandakvik- mynd Duran Duran, Arena, er komin út, klukkutimalöng spóla meó tiu lögum og fæst fyrir fimmtán pund í Bretlandi. Kíkið á gengið... Búió í biii... Gsal. i k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.