Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson prófunaraðferð verið notuð í Bandaríkjunum til þess að ganga úr skugga um heilnæmi gjafablóðs. Hún hefur síðan verið tekin upp í öðrum löndum. Blóðprófunin dreg- ur stórlega úr hættu á útbreiðslu alnæmis með blóðgjöf. Jafnframt er það handhæg aðferð fyrir sér- fræðinga til þess að fylgjast með útbreiðslu sjúkdómsins. Hún er ekki viðurkennd sem sjúkdómsgreiningaraðferð, ein- vörðungu sem varnagli við með- höndlun blóðs. En hjá blóðbönkum Rauða krossins í Bandaríkjunum hafa þeir fyrir sið að skrifa blóð- gjöfum, sem blóðprófunin sýnir að hafa mótefni við alnæmi, og ráð- leggja þeim að gefa sig fram við þá aftur til skrafs og ráðagerða. Læknar viðurkenna þó að þeir hafi ekki mikla ráðgjöf að veita enn sem komið er, helst geti þeir varað þá við ákveðnum ástarleikjum, ráð- lagt verjur og að fresta barneignum og fara almennt sagt vei með sig. Niðurstöður blóðprófunarinnar veita enga vissu varðandi framtíð þess sem reynist hafa í blóði sínu mótefni alnæmis, Það þarf ekki að tákna að viðkomandi veikist af alnæmi eða hinu algengara af- brigði AIDS sem kallað er ARC. Læknar ætla að fimm til tuttugu prósent þeirra sem komnir eru með vott af mótefni fái alnæmi innan fimm ára og enn fleiri ARC. Sú vitneskja er ekki lítið álag á við- komandi. Flókið vandamál Það liggur einnig þungt á mönn- um hvað gera skuli við einstakling sem hætta er á að veikist - engin hjálp tiltæk, engin ráð. Vandinn er hvernig hemja skuli farsótt eða hvernig samtímis skuli virða mannréttindi sjúklings og rétt hans til aðgangs að opinberum stofnun- um og síðan rétt almennings til verndar fyrir sýkingarhættu. Þessi vandi er enn erfiðari orðinn vegna þeirrar hræðslu við AIDS- grýluna sem gripið hefur almenn- ing. Leiðist að vera á opinberri aids-skrá Nýtt blóðsýnipróf til að ganga úr skugga um hvort alnæmismót- efni finnst í blóði einstaklings hef- ur vakið upp miklar umræður um siðareglur lækna og kvíða meðal kynhverfra um ofsóknir á hendur þeim. Eins og menn vita orðið þá sannar tilvera mótefnis í blóðinu að viðkomandi hefur komist í snertingu við veiruna. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þessi prófunaraðferð var tekin upp. Prófið sannar hins vegar ekki hvort viðkomandi er smitberi og geti sýkt aðra, ekki heldur hvort eða hvenær hann eða hún verður heltekin sjúkdómnum. Persónulegar upplýsingar En prófunin er afskaplega mikil- væg vörn blóðbönkum svo að birgðir þeirra spillist ekki af blóði úr smituðum blóðgjafa. Um það er ekki deilt. Hitt vekur umræður hvað um upplýsingarnar verður og hvernig þær verða notaðar. Ef prófunin sýnir mótefni í blóði viðkomandi vaknar sú spurning hjá læknum hvort gera eigi viðvart þeim sem hann eða hún eiga kyn- mök við. Aðrir vilja ganga svo langt að gera opinberar niðurstöð- ur prófunarinnar. Kynhverfum körlum, sem ásamt fíknisprautunotendum þykir hætt- ast við alnæmissjúkdómnum (AIDS), segir svo hugur um að prófniðurstöðurnar verði misnot- aðar til þess að útiloka þá frá ýmsum störfum, jafnvel til innilok- unar í sóttkví, nefnilega að upp hefjist hreinsunarofsóknir á hend- urþeim. Á að segja til þeirra? Naumast líður sá dagur að ekki komi fram nýjar tillögúr um hvern- ig hefta megi úrbreiðslu sjúkdóms- ins. Margar þeirra grundvallast á þessari blóðprófup. Sumar eru' runnar frá heilbrigðisyfirvöldum í umræðunni um hvort tilkynna beri samræðismökum alnæmisbera hvað prófunin hefur leitt í ljós eða hvað gera eigi varðandi eiturlyfja- neytendur sem deila smituðum sprautum sínum hver með öðrum. Aðrar eru lagðar fram af aðilum sem hagsmuna hafa að gæta í AIDS-sjúkdómnum, svo sem eins og tryggingafálögum. Einnig hafa lagt ori'i belg ýmsir áberandi ein- staklingar sem sumir hverjir vilja enga miskunn sýna í baráttunni gegn útbreiðslu alnæmis. Þeir sem marka eiga stefnuna í heilbrigðismálum, samhæfa rann- sóknir, varnarviðbrögð og almenn- ar siðareglur heilbrigðisvarða hafa ekki enn gert upp við sig hvernig best verði tekið á vandamálunum, svo margþætt sem þau eru. Menn treysta sér ekki til að sjá allt fyrir eða reikna út hvað dregur annað. Engireru undir það búnir að glíma við svo umfangsmikinn vanda. Þeir verða klumsa. Ein milljón í snertingu við AIDS? Sérfræðingar telja að milli 500 þúsund og ein milljón Bandaríkja- manna hafi komist í snertingu við alnæmi eða ónæmistæringu, eins og sumir kalla sjúkdóminn. Um 14 þúsund manns í Bandaríkjunum og nokkrar þúsundir annars staðar hafa tekið sjúkdóminn. Yfirherstjórnin í Pentagon hefur þegar byrjað þessar prófanir á öll- um þjónandi í hernum, um 2,1 milljón manna. Sérhver nýliði verður í framtíðinni að gangast undir þær. Varnarmálaráðuneytið hyggst veita lausn með fullum sóma hverjum sem reynist hafa alnæmi. Hugsanlega verður sömu- leiðis veitt lausn öllum sem viður- kenna kynhverfu eða fíknisprautu- notkun. Trúlega verður tregða á að innrita þá sem reynast með mótefni í blóði þótt þeir hafi engin einkenni. - Herinn ber fyrir sig ýmsum heilbrigðisástæðum en þó mest þeirri að við blóðgjafir á víg- velli kann nauðsyn að reka til þess að næsti dáti hlaupi í skarðið sem blóðgjafi. Hinum særða væri þá lítil björgun í því ef alnæmisveirur flytu með lífsvökvanum. Sumir vilja leggja hernum þetta út á verri vegirm. Telja þeir að honum gangi fremur það til að losna við þá úr hernum sem kynhverfir eru. Útbreidd aðferð Frá því í apríl í vor hefur þessi Gengurilla aö hemja fólksfjölgunina í Kína Síðustu fimm árin hefur hjónafólk í Kína átt að takmarka barneignir sínar við eitt barn svo að innreið landsins í tuttugustu öldina fari ekki öll úr skorðum vegna fólks- mergðarinnar. Hefur þessu verið stranglega fylgt eftir. Þeir í Peking segja núna að þrátt fyrir þetta sé ólíklegt að þeim takist að hemja fólksfjölgunina en íbúa- fjöldinn er þegar kominn yfir einn milljarð. Takmarkið hafði verið að fara ekki upp fyrir 1,2 milljarða árið 2000. I nýlegri opinberri skýrslu er því spáð að jafnvel ein- birnisstefnan muni ekki duga til þess að halda fólksfjöldanum innan þessara marka um næstu aldamót. I besta lagi þykir mega gera sér vonir um að halda honum við 1,25 milljarða ef öllum ráðum verður beitt. Þessi stefna varðandi fólksfjölg- unina safnar glóðum elds að höfði kínversks yfirvalds og ekki síður erlendis en heima fyrir. Til dæmis eru í Bandaríkjunum hópar sem vakið hafa upp gagnrýni á þessa stefnu og telja haria siðleysi. Hafa þeir einblínt mjög á frásagnir af því að dæmi séu þess að fólk hafi verið neytt til að láta eyða fóstri. Þetta fólk hefur beitt áhrífum sín- um til þess að Bandaríkjaþing stöðvi fjárveitingar til þeirrar í Kína búa 23% jarðarbúa, rúmlega milljarður manna. Ráðamenn telja útilokað að færa þjóðina til nútímalegri lifnaðarhátta öðruvísi en stemma stigu við fólksfjölguninni. starfsemi Sameinuðu þjóðanna sem helguð er fólksfjölgunarmálunum, nefnilega vegna möguleikans á því að fénu verði varið til þess að þvinga fólk til fóstureyðinga. Pekingstjórnin ber þær sögur til baka að hún leggi blessun sína yfir að fólk sé knúið til fóstureyðinga. Þó er viðurkennt að einhverjir fullkappsamir embættismenn í héraði hafi gengið óþarflega harkalega fram í einhverjlum til- fellum. Slík gagnrýni erlendis frá er samt ekki líkleg til þess að fá kínversk yfirvöld ofan af þeirri grundvallar- stefnu sinni að láta engin meðul, innan marka almenns siðgæðis, ónotuð til þess að halda fólksfjölg- uninni niðri. Mjög fast er lagt að hjónum að eiga ekki nema eitt barn. Alls stað- ar er hamrað á þeim boðskap við þau: á vinnustaðnum, heima í íbúð- arhverfinu og á veggspjöldum á almannafæri. Haldið er uppi linnu- lausum áróðri fyrir einbirnisstefn- unni. Fjölskyldur með fleiri en eitt barn eru látnar gjalda þess í fjöl- skyldubótum. En úti á lands- byggðinni, þar sem þessi stefna hefur mælst mjög illa fyrir, hefur ögn verið slegið af.Þar sem fátækt- in er meiri er hjónum liðið að eiga tvö börn án þess að dregið sé af þeim í bamabótum. Börnin eru hverjum smábónda hjálp við bú- skapinn um leið og þau komast eitthvað á legg. Fyrr í þessum mánuði voru birtar tölur yfir árið 1984 og sýndu þær að eytt hafði verið 8,89 milljónum fóstra í Kína í fyrra, það er nær þriðjungi allra þeirra sem komu undir. Af alls 150 milljónum hjóna, þar sem konan er enn í barneign, nota 130 milljónir getnaðarvarnir af einhverju tagi. Um 28 milljónum hjóna hefur verið úthlutað „ein- birnis-skírteinum" sem veitir þeim rétt til 67 króna fjölskyldubóta mánaðarlega. Vönun annars makans er algeng- asta getnaðarvörnin. Um helming- ur allra hjóna hefur gripið til þess. 40% nota lykkjuna eða aðrar ámóta getnaðarvamir konunnar. Pilluna nota ekki nema um 5,3% og gúmverjur aðeins 2,4%. Kínverskir ráðamenn færa þau rök fyrir stefnu sinni í fólksfjölgun- artakmörkunum að í Kína búi um 23% allra jarðarbúa og hafi þó ekki nema 7% ræktaðs lands innan sinna landamæra. Þar er búið svo þétt að það er þrefalt á við heims- meðaltalið. - „Nútímalifnaðar- hættir verða ekki teknir upp í Kína ef fólkinu fjölgar of ört,“ sagði Wu Cangping, prófessor við Peking- - háskóla, i ræðu fyrr í þessum mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.