Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. 13 Tyftunarmeistari hjúkrunar f ræðinga segir fyrir verkum Falin þróun Ef frá eru talin um 30% launa- manna (þeir „yfirborguðu") stefnir alþýða manna í gjaldþrot. Stundar- kjörin fela þessa þróun af því að fólk vinnur 50-60 stundir á viku, bætir við sig skuldum og vinnur óuppgefna ígripavinnu. Tilraunir stjórnmálamanna, sem bera hluta ábyrgðarinnar á þessu til að af- neita alvöru málsins, felast í tilvís- un til þessara stundarkjara. Hvað gerir svo verkalýðshreyf- ingin til þess að hamra á sannleik- anum, til þess að bæta úr eða til þess að draga stjómmálamennina til ábyrgðar? Afar lítið. Hún tekur undir þær skoðanir að minnkandi þjóðartekjur eigi að bitna á launa- fólki. Hún er hógvær, gefur verð- tryggingu mótþróalaust upp á bát- inn og safnar ekki liði; beitir ekki verkfallsvopninu af neinu viti. Um leið skírskotar forystan til þess að „fólk vill ekki berjast" og að taka verði tillit til hagsmuna launa- greiðenda. Með þessu ber verka- lýðshreyfingin hluta ábyrgðarinn- ar á þróuninni og með þessu ber launafólk sjálft hluta ábyrgðarinn- ar. Skrúfað fyrir dampinn Það er ofur eðlilegt að verkalýðs- hreyfing, sem alið hefur sitt fólk upp í trú á að vinnuþrælkun sé þolanleg, íslensk fyrirtæki geti ekki að jafnaði greitt hærri laun sem neinu nemur og að kjörin séu mál fyrir atvinnumenn að semja um, geti ekki veitt atlögu að kjör- um fólks neitt viðnám. Ekki svo að skilja að slíkt viðnám sé á dag- skrá. En þó svo væri næði verka- lýðshreyfingin ekki upp dampi; eldinn vantar; það er búið að slökkva í fólki. Þetta kristallast best í fulltrúum hinnar pólitísku verkalýðshreyfingar: Tveimur værukærum krataflokkum sem hafa á að skipa kjöftugum einstakl- ingum en heildarstefnu sem hefur að megininntaki að bæta úr verstu göllum kapítalismans; boða bland- að hagkerfí og áframhaldandi arð- rán (það á bara að vera léttbærara en nú er). Þetta er góð latína fyrir mörgum launamanninum vegna þess að verkalýðshreyfingin hefur alið á slíkum skoðunum til jafns við andstæðingana sem auðvitað fellur hún vel og reka áróður fyrir henni. Það segir alla söguna að Alþýðuflokkurinn getur greitt fyrir þvingunarlögum á láglaunafólk hjá Flugleiðum og tekið undir þvættinginn um alla meintu kaup- aukana hjá flugfreyjum án þess að týna niðrum sig í augum verka- fólks. Og það segir líka sömu sögu þegar flokkur getur haldið lands- fund og talað um kauprán og bar- áttu þegar hann stóð sjálfur að aðför gegn hjúkrunarfræðingum skömmu áður - og hvorki getur minnst á slíkt á eigin fundi né gert sjálfsgagnrýni. Slíkt er Alþýðu- bandalagið. Þrastarsöngur Það verður að verða sem flestum launamönnum ljóst að það þarf margþætta og langa baráttu til að gera verkalýðshreyfinguna hæfa til þess að andæfa eða sækja fram. Meginþunginn mun hvíla á óbreyttum félögum þessarar sundr- uðu, máttlitlu og stefnumeinlausu hreyfingar. Þetta er augljóst, ekki hvað síst þegar gjaldþrotayfirlýs- ing Verkamannasambandsins er skoðuð. Nú á að semja við at- vinnurekendur og ríki um nánast allar hliðar heimilisreksturs; allt nema það sem fólk sjálft ræður yfir: peninga. Það á að taka af fólki tilefnin til pólitískrar baráttu; taka af fólki réttinn til verðtryggðra og hárra launa og búa til einn „félags- málapakkann" enn sem yfirvöld geta svo svikið úr, smækkað og ráðskast með; allt í skjóli þess að verðbætur fyrir orðnar verðhækk- anir valdi verðhækkunum. Slík meðvituð söknartaktik vörufram- leiðenda er ekki lengur pólitík andstæðings sem koma verður í veg fyrir heldur „vandi verkalýðshreyf- ingar“ og „vond reynsla“. Hugmyndafræði Verkamanna- sambandsins er klár arðráns- og uppgjafarstefna. Hún mun hraða þorra launamanna í átt til gjald- þrots og er óskabarn VSI og ríkis- ARIT. GUÐMUNDSSON JARÐFRÆÐINGUR, KENNARI MENNTA- SKÓLANUM VIÐ SUND valdsins. Hún er ekki kaupmáttar- trygging heldur kaupránstrygging. Kennarar á ögurstund Launastefna yfirvalda og linka verkalýðsfélaga hefur leitt til von- leysis og sundrungar. Góðri tilraun BSRB-manna til baráttu sl. haust var snúið í ósigur með því að semja um launaauka án verðtryggingar. Þetta hefur nú valdið því að kenn- arar hyggja á úrgöngu úr BSRB. Þar í blandast ósk flestra kennara um að vera í einu félagi. I erfiðri stöðu kennara sést eiginlega slæm vigstaða launamanna. Stóru sam- böndin hafa dugað illa og alltof oft hafa þau lagst gegn sjálfstæðri baráttu einstakra félaga sem hlýtur þó að vera í samræmi við sveigjan- lega og beitta sóknarbaráttu. Um leið vita menn af reynslu að stund- um þarf stórar einingar í barátt- unni. Laun kennara eru nú slík að meirihluta þeirra fýsir áreiðanlega í önnur störf. Þau eru ekki til sem neinu nemur. Margir menntamenn hverfa þó úr röðum kennara, aðrir vinna ófúsir og margt bendir til þess að kennarastarfið verði lág- launað kvennastarf. Með öllu þessu er verið að eyðileggja menntakerfi landsmanna og það gerir mærðartuðið úr ríkisstjórn- arsinnum um nýsköpun, hugvit og allt það hlægilegt. Kennarar munu vafalítið samein- ast í eitt félag. Þar þarf að gera fólk með ólíkar hugmyndir og stöðu samstarfshæft, móta launa- og skólastefnu, segja ávallt and- stæðu ríkisvaldi (það skiptir ekki um eðli með ríkisstjórnum!) stríð á hendur og vinna að endurnýjun verkalýðshreyfingar. Ekkert smá- ræði! Þannig er staða kennara um margt staða launafólks og samtaka þess í hnotskurn og þessir sundur- lausu þankar mínir þankar úr hálf- hruninni verkalýðshreyfingu í hnotskurn. Það er alltaf sagt að aðall hins góða verkamanns (til huga og handar) sé að gera við bilaðan hlut fljótt og vel. Nú er starfsheiður okkar í veði. Ari Trausti Guðmundsson. „Hugmyndafræði Verkamannasambandsins er klár arðráns- og uppgj afar stefna. “ ^ „Það verður að verða sem flestum ^ launamönnum ljóst að það þarf margþætta og langa baráttu til að gera verkalýðshreyfinguna hæfa til að and- æfa eða sækja fram.” Haf skipsmálið og þáttur Alþingis: Opið bréf til alþingismanna Uppákoman sem varð á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þegar krafist var umræðu utan dagskrár til að ræða vandamál fyrirtækisins Haf- skips hf„ er satt að segja* síst til þess fallin að auka veg Alþingis eða einstakra þingmanna. En sam- kvæmt nýgerðri skoðanakönnun um álit fólks á þingmönnum lands- ins má vart við að rýra álit Alþingis frá því sem nú er. Sumum þingmönnum virðist ekki veita af að vera minntir á að þeir eru kjörnir fulltrúar á þjóðþinginu en eru ekki lengur í málfundafélagi menntaskóla. Umræðan virtist fyrst og fremst snúast um það að koma lagi á pólitíska andstæðinga. Um hitt virtust þeir er hæst létu ekki láta sig nokkru varða á hversu við- kvæmu stigi málið var eða e.t.v. einmitt þess vegna var talið kjörið að hrópa upp að nú yrði að láta „þjóðina" fá að vita alla stöðu mála. Varla er ætlandi að þeir þing- menn, er þannig láta, séu svo skyni skroppnir að þeir telji þetta í reynd vænlegustu leiðina til að gera þjóð- inni grein fyrir þessu máli. Nú er eitt að upplýsa eðli og gang mála og annað hvenær það telst fært án þess að það hugsanlega leiði til meiri skaða en þegar er orðinn. Þegar búið verður að vinna úr þessu gjaldþrotamáli Hafskips hf. ætti Alþingi í kjölfarið að sjá sóma sinn í að kryíja til mergjar nokkur mikilsverð atriði og upplýsa fólkið í landinu um atriði svo sem: 1. Hver ber ábyrgð á að trygg veð voru ekki til fyrir skuldum Hafskips hf.? 2. Hversu stórt hlutfall voru skuld- ir Hafskips hf. af heildarútlán- um Útvegsbankans? 3. Verður gjaldþrotamál Hafskips hf. og tilsvarandi afskriftir skulda til þess að breyta ein- hverju um rekstur og eftirlit með ríkisbönkunum? 4. Hversu lengi ætlar Alþingi að láta dragast að taka ákvörðun um fækkun ríkisbanka með því t.d. að sameina Útvegs- og Bún- aðarbankann eða að finna aðra heppilegri lausn? Spyrja mætti fleiri spurninga sem varða þetta mál og óskiljanlegan drátt Alþingis að taka ákvörðun í ríkisbankamálunum. Ef greinargóð svör fást við þrem- ur fyrsttöldu spurningunum fást mikilsverðar upplýsingar um eðli þessa máls og hvað liggur því til grundvallar. Með greinargóðum svörum er átt við að ekki séu lagðar fram sýndar- skýringar eins og t.d. sem svar við fyrstu spurningu að markaðsverð kaupskipa sé breytilegt og sveiflum háð. I því sambandi er vert að vekja athygli á að venja er að því er að fasteignum lýtur, sem háðar eru SVEINN AÐALSTEINSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR mun minni verðsveiflum, að veð fari ekki yfir 60% af matsverði og um skip hljóta kð gilda enn strang- ari kröfur. Varðandi allar þessar spurningar hlýtur, vegna stærðar málsins, þar sem verið er að tala um heildar- skuldir upp á ca 1 milljarð í banka sem ræður yfir einungis ca 500 milljónum í eigin fé, að hafa á umliðnum árum komið til kasta þingkjörinna bankaráðsmanna og þingkjörinna endurskoðenda. Hvað hafa þeir gert í málunum og hver er þeirra ábyrgð? Að því er síðustu spurninguna áhrærir hefur í a.m.k. 15 ár legið ljóst fyrir að skjóta þyrfti styrkari stoðum undir Útvegsbankann, sameina hann öðrum banka (bönk- um) eða hreinlega leggja hann niður. Sífelldur dráttur ákvörðun- ar um þetta atriði hefur valdið sívaxandi örðugleikum, ekki ein- asta Útvegsbankans, heldur einnig t.d. Landsbankans, sem er stærsti ríkisbankinn, hann hefur orðið að taka á sig þyngri byrðar en heppi- legt getur talist vegna veikrar stöðu Útvegsbankans. Ef Alþingi getur gert undan- bragðalausa grein fyrir þessum málum báðum strax, í kjölfar upp- gjörs á þrotabúi Hafskips hf„ og þeir sem ábyrgð bera, ef bankinn situr uppi með stórfellt tap, verða látnir gjalda fyrir, vex vegur þings og þjóðar, fyrr ekki. Sveinn Aðalsteinsson. • „Sumum þingmönnum virðist ekki veita af að vera minntir á að þeir eru kjörnir fulltrúar á þjóðþinginu en eru ekki lengur í málfundafélagi í menntaskóla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.