Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reagan: þjóðhetja. Leiðtogafundurinn: Fyrirboði þíðu Sólarhring eftir lok leiðtogafundar Reagans Bandaríkjaforseta og Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga eru menn í austri og vestri sammála um að þrátt fyrir að fundurinn hafi engan sjáanlegan árangur borið, hafi hann markað tíma- mót í samskiptum stórveldanna og sé fyrirboði annars tímabils þíðu í al- þjóðasamskiptum. I Prag, þar sem Gorbatsjov skýrði leiðtogum Varsjárbandalagsins frá niðurstöðum Genfarfundarins, voru fundarmenn sammála um að í það heila tekið hefði leiðtogafundurinn í Genf skapað þá stöðu í alþjóðamálum að endurkoma „detente” væri lfldeg. Sjálfur sagði Mikhaíl Gorbatsjov að þrátt fyrir að jafnmörg vopn væru í heiminum eftir sem áður þá teldi hann aö heimurinn væri friðsamlegri staður en fyrir. Ronald Reagan ræddi við leiðtoga Atlantshafsbandalagsins en flaug síð- an til Washington þar sem tekið var á móti honum sem þjóðhetju. Hann lenti í þyrlu sinni við inngang þinghússins, fór inn og hélt ræðu við geysimikinn fögnuð þingmanna. Þeir klöppuðu fyr- ir honum í þrjár mínútur áður en hann gat hafið ræðu sína og gripu svo fram í fyrir honum með lófataki 21 sinni. Mest var klappað þegar Reagan sagði að „nokkur árangur” hefði orðið varð- andi vopnatakmörkunarmál. Reagan sagöi aö fundurinn með Gorbatsjov hefði markað „ferskt upp- haf” á þiðu í samskiptum Sovétrikj- anna og Bandaríkjanna. A fundi leiðtoga Atlantshafsbanda- lagsins i Brussel lögðu menn mesta áherslu á möguleikana sem Genfar- fundurinn hefði gefið á minnkun kjarnavopna í Evrópu. Leo Tinde- mans, utanríkisráðherra Belgiu, sagði að samþykktin um hugsanlegan „bráöabirgöasamning” um kjarna- vopn í Evrópu þýddi að öllum líkindum að Sovétmenn hefðu sætt sig við stað- setningu bandariskra Pershing- og stýriflauga i Evrópu sem orðinn hlut. Felstir voru sammála um aö þrátt fyrir gott andrúmsloft á Genfarfundin- um þá væru ágreiningsefnin mörg og illleysanleg. En Margareth Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, talaði lik- lega fyrir munn flestra þegar hún sagöi: „Það er greinilega grundvöllur fyrir að horfa með traustum huga til framtíðarinnar.” Gorbatsjov: frHJsamarl helmur. GRÆDDU HJARTA í BARN Læknirinn, sem fyrir ári græddi apa- hjarta í kornabarn, hefur nú skipt um hjarta í öðru ungbarni en aö þessu sinni er hjartað fengið úr öðru barni. Nýi hjartaþeginn er nýfætt bam sem fæddist með hjartagalla en þeir hjá Loma Linda-sjúkrahúsinu í Kaliforníu láta lítið annað uppi um aðgerðina eöa sjúklinginn. Yfirlæknir við aðgerðina, Leonard Bailey, var harölega gagnrýndur í fyrra fyrir tilraun sína með apahjart- að í tólf daga gamalt barn sem lifði aðeins i 20 daga eftir hjartaígræðsluna. Kata gerir uslaí Flór- ída Fellibylurinn Kata skall á Flórída- strönd í gær og olli því að strandvegir færðust á kaf, smábátar sukku, raf- magnslínur slitnuðu, tré brotnuöu og bílar fuku til. Auk þess ól Kata af sér fjöldann allan af smærri stormsveip- um. Kata er fyrsti fellibylurinn í 50 ár sem gengur á land í Bandaríkjunum í nóvembermánuði. Aður hafði hún haft viökomu á Kúbu og valdið miklu tjóni og mannskaða. 100 þúsund manns yfirgáfu heimili sín á Flórídaströnd af öryggisástæðum áður en Kötu bar að garði. Þjóðvarðlið var kvatt út til að aðstoða við flutninga fólks. Engin slys hafa orðið á fólki svo vit- að sé í Flórída enda haföi mesta ofsann lægt í Kötu kerlingu eftir aö hún hafði fariðyfirKúbu. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 25. NÓV. 1985 GUTTORMUR P. EINARSSON forstjóri Tryggjum athafnamanninum Guttormi P. Einarssyni fullgilt sœti í borgarstjórn með góðri kosningu í prófkjörinu um helgina. Við teljum að reynsla hans ogfyrri störfí atvinnulífinu viðhaldi þeirri breidd sem jafnan hefur einkennt fulltrúa Sjálfstœðisflokksins. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa: Ármúla 21. Sími 82888. Gurvnai rsson verRstjór T, n.K' Gústafj^fS^—"T n forstjov

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.