Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Qupperneq 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 22. NOVEMBER1985. Spurningin Fylgdist þú með heimsmeist- araeinvíginu í skák? Magnús Ingþórsson: Eg fylgdist með síöustu skákunum og er ánægður með úrslitin. Eg er samt ekki viss um að Kasparov haldi titlinum lengi. Kristmundur Magnússon: Mjög lítiö, en ég er ánægður með úrslitin. Ég held að Karpov geti náð titlinum aftur, þeir eru svo jafnir. Þórunn Lúðvíksdóttir: Nei, ég fylgdist ekkert með því og veit ekki hver er heimsmeistari. Almar Eiríksson: Já, ég fylgdist vel með einvíginu og er mjög sáttur við nýja heimsmeistarann. Hann á eftir aö halda titlinum lengi. Guðmundur Aðalsteinsson: Eg fylgd- ist ekki með einvíginu og kann sjálfur varla mannganginn. Maria Blrgisdóttir: Já, það geröi ég og nú vona ég bara að Kasparov haldi titl- inum lengi. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur EITURLYFJASMYGLARAR SVÍFAST EINSKIS Bergljót Þórðardóttir hringdi: Ég vil taka undir skrif Magnúsar Guðmundssonar um eiturlyfjasmygl- ara. Það er alveg ljóst að hinn al- menni borgari verður að láta í sér heyra um þetta. Mér fmnst að yfir- völdin taki of vægt á þessu máli. Það er margbúið að sýna sig að þetta fólk heldur alltaf áfram sinni fyrri iðju þó það sé tekið og fangelsað um tíma. Sektir og varðhöld hafa engin áhrif. Það verður að loka þetta fólk lengi inni. Þetta fólk eyðileggur líf annarra til lífstíðar og svífst einskis í þeim efnum. Virðist það vera alveg samviskulaust gagnvart fórnarlömbum sínum. Því er eina ráðið að beita þetta fólk alveg sömu aðferðum og það beitir aðra, svo sem að fjötra það fyrir lífstíð í fangelsi. Ef yfirvöld fara ekki að gera eitt- hvað róttækt hið bráðasta endar það með því að hinn almenni borgari tekur réttinn í sínar hendur. Þjóðfélagið er ekki orðið eins gegnumsýrt hér og víða erlendis af þessum vágesti. Því er hægt að koma í veg fyrir sama tjón og orðið hefur erlendis svo fremi að rétt sé brugðist við þessu. Það verður að gerast áður en vandamálið verður verra. Og það er eins gott að fólk geri sér grein fyrir því að þetta er mál sem varðar alla landsmenn. Það er greinilegt að fólk óttast aukin umsvif eiturlyfjasmyglara og krefst hertra aðgerða áþví sviði. „Ekki flótta- „ fólk til íslands” Halldór Sigurðsson, Vesturb. 78, skrifar: Danir og Svíar eru orðnir þreyttir á svokölluðu flóttafólki úr Suður- löndum, en sumir kalla þetta fólk letilýð, hvort sem það er rétt eða ekki. A-Þýskaland hleypir þessu fólki gegnum land sitt án vegabréfs. í þessu „passalandi“ lokar lögreglan augunum og hleypir öllum yfir til Norðurlanda. Mér finnst að stöðva eigi þessa flutninga. Norðurlöndun- um ber engin skylda til að taka við þessu fólki. Hvers vegna taka ekki A-Þjóðverjar og önnur sæluríki í A-Evrópu við þessu fólki, þar er sagt að ekki sé atvinnuleysi né verðbólga. Maður talar þá ekki um aðalsælurík- ið, Sovétríkin, land hinna vinnandi stétta. Danir hafa orðið að þola ýmislegt af þessu svokallaða flóttafólki, t.d. morð, nauðganir og rán. Vart kemur maður svo í veitingahús í Kaup- mannahöfn að þessi Suðurlandalýð- ur vaði ekki uppi með frekju og ruddaskap. Danir hafa sagt sjálfir að ástandið sé þannig að almenning- ur sætti sig alls ekki við meiri fjölg- un. Svo sennilega er engin lausn að vísa flóttafólki til annarra Norður- landa. Island má alls ekki verða ösku- tunna fyrir arabalöndin. Veit ég að ísland mun ekki taka við úrhraki annarra landa. ÓÞ. skrifar: Eins og flestir, ef ekki allir, muna sem aka um Hvalfjörðinn eru á þeirri leið þrír veitingastaðir, Botnsskáli, Þyrill og Ferstikla. Ekki er ólíklegt að tveir þessara staða, sem menn koma fyrst að úr hvorri átt, taki drjúgan ef ekki drýgstan hlut við- skiptanna, enda hefur mér virst svo sem vegfaranda mörgum sinnum á sumri. En nú er það ekki lengur þar sem búið er að loka, fyrirvaralaust og án þess að auglýst sé, bæði í Ferstiklu og í Botnsskálanum. Tæp- lega verður það talið stórmannlegt að hirða sumargróðann, sem vitan- lega skiptir öllu með heildarafkom- una, en loka svo þegar vetur er kominn eða í nánd og hlaupa burt með peningapokann. Og þá, á vetrar- dögum, hafa vegfarendur miklu meiri þörf fyrir þjónustuna en á sumrin. Ef sú flugufregn er sönn sem ég heyrði á ferð minni um Hvalfjörð helgina 2.-3. nóv. sl. að Ferstiklu - skálinn væri kominn „á hausinn" gegnir að vísu dálítið öðru máli. Það er nauðvörn ef svo er og sannar það að veitingarnar hafa verið seldar á of lágu verði ef önnur atriði starf- seminnar hafa verið í lagi. Þyrill á Miðsandi við olíustöð Essó er enn opinn og vegna þeirra fjölmörgu sem leið eiga um Hvalfjörð á komandi vetri er vonandi að svo verði áfram. Það er ómetanlegt á þessari stundum erfiðu leið að hafa afdrep og þjónustu þó ekki væri nema til að rétta úr sér og safna kjarki til áframhalds ferðar. Og þegar vorar á ný og lokur verða væntanlega dregnar frá dyrum í Botnsskála og í Ferstiklu er ekki úr vegi fyrir vegfarendur að hafa í huga þennan „kúltúr" ferðamannaþjón- ustunnar. Og hvað um olíufélögin? Frjáls verð- lagning hjá leigubflum J. G. hringdi: Mig langar að koma með þá fyrir- spurn til verðlagsstjóra; af hverju taxti leigubíla og sendibíla sé ekki gefinn frjáls því næg samkeppni virð- ist ríkja í þessari stétt. Jóhannes Gunnarsson, upplýs- ingafulltrúi Verðlagsstofnunar: Það er Verðlagsráð sem tekur ákvarðanir um slíka hluti og getur gefið verð frjálst ef réttar forsendur og aðstæður eru fyrir hendi. Um þessa grein má segja það að ákveðnar samkeppnishömlur eru fyrir hendi, s.s. takmörk á það hverjir mega vinna við leigubílaakstur. En ef þetta yrði gefið frjálst væri bannað að hafa samræmda taxta milli leigu- bíla. Hvalfjörðurinn er langur og það er seinlegt að keyra um hann. Því er þægilegt fyrir ferðamenn að geta stoppað einhvers staðar. Yfir vetrarmánuðina fækkar áningarstöðum mjög. Hvalfjörður: Veitingastöðum lok- að að vetri til Hafnarfjörður: „Vottagjöldin renna í vasa starfsfólksins hjá fógeta” Lesandi hringdi: Mér fmnst það dálítið skrítið að starfsfólkið hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði skuli sjálft fá vottagjöld í eigin vasa. Þetta fólk fer a.m.k. eina utanlandsferð á ári auk þess að fara nokkrum sinnum út að borða. Hjá bæjarfógetanum í Hafnar- firði varð Hlöðver Kjartansson fyrir svörum: Samkvæmt lögum á þingvottur rétt á þóknun og það er dómari sem ákveður hve hún er há. í stað þess að vottagjöldin fari í vasa viðkom- andi starfsmanns fara þau í félags- sjóð sem er notaður á ýmsa lund. Það má vera að viðkomandi ætti að fá upphæðina í eigin vasa. En með þessu fyrirkomulagi fá allir starfsmenn jafnt úr þessum sjóði. Ekki er það rétt að sjóðurinn kosti utanlandsferðir, hann kemur aðeins upp í þær að litlum hluta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.