Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1985, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efla er notað i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1985. Alheimsforseti JC: Andrés náði ekki kjöri Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Cg er að vonum svekktur. Eg átti allt eins von á að sigra. Það voru mjög jákvæðar undirtektir við framboði minu. Bn þetta fór svona. Barouni frá Túnis sigraði. Það er ekkert annað aö gera en að taka þvi eins og það ber aö höndum. Mér þykir leiöinlegt aö geta ekki fært þér betri fréttir.” Þetta sagði Andrés B. Sigurösson, sem var í kjöri til heimsforseta JC, þegar DV náði sambandi við hann i nótt á heimsþingi JC í Carta Gena i Kolumbíu. Kosningu var þá rétt nýlok- ið. Túnismaðurinn Barouni sigraði. Þrír voru í kjöri. Andrés, Barouni og frambjóðandi frá Equador. Baráttan stóð allan tímann milli Andrésar og Barouni. En sá síöarnefndi var í fram- boði til heimsforseta i annaö sinn. „Hann reyndi í fyrra og það var því ákveðin samúð meö honum,” sagði Ami Þór Amason, kosningastjóri Andrésar, í samtali við DV í nótt. „Þar spilaöi einnig inn í að hann er frá Afríku og sú heimsálfa hefur aldrei átt heimsforsetann.” Ami sagði ennfremur aö voldugustu JC-löndin, Japan og Bandaríkin, sem hefðu verið mjög jákvæð gagnvart framboöi Andrésar, hefðu snúist á sveifmeðBarouni. „Þaö var ákveðin pólitik i þessu. Evrópa átti heimsforsetann ’83 og ’84. Það var því veðjað á mann þriöja heimsins í þetta skipti,” sagði Ami Þór Araason. Olíaranníhöfn- inaáTálknafirði Þó nokkurt magn af olíu rann í sjóinn í höfninni í Tálknafirði í gær þegar verið var aö dæla oUu á bát. OUuleiðsla undir bryggjunni fór í sundur. Ekki er vitað hve mikiö magn fór í sjóinn þar sem mælingar hafa ekki farið fram. Talið er að um 20 þús. Utrar hafi farið í sjó- inn. Þaö er þó ekki mikil oUubrák í höfninni. -SOS LOKI Með lögum skal land byggjal Af um áttatiu mönnum sem áttu fé í okurlánaveltu Hermanns Björg- vinssonar eru þrír lögmenn. Sá fyrsti var yfirheyrður í fyrradag. Sam- kvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér eru lögmennimir Ingvar Bjömsson, Pétqr J. Kjerulf og Björn Pálsson. Þeir Ingvar og Pétur reka saman lögfræöiþjónustu og fasteignasölu í Hafnarfirði. Þeir eru báðir héraðs- dómslogmenn. Bjöm er einnig hér- aðsdómslögmaöur. Hann rekur ekki opinberlega lögfræðiþjónustu og er ekki í Lögmannaf élaginu. Aðild þessara lögmanna aö máU Hermanns er talin UtU í upphæðum miðað við heildarveltuna. Stjóm Lögmannafélagsins hefur ekki á prjónunum nein afskipti af málum lögmanna innan félags- ins sem tengjast okurlánamálinu. Aö sögn Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, formanns Lögmannafélags* ins, eru engar forsendur fyrir slikum afskiptum á þessu stigi. Ef lögmenn fá á sig opinbera ákæm getur komið til þess að stjóm Lögmannafélagsins leggi fram beiðni til dómsmálaráðuneytisins um að viðkomandi lögmenn verði sviptir lögmannsréttindum. Krafa um slíkt gæti einnig legið fyrir í opin- beruákærunni. HERB Þetta er sýnishorn af tákkunum, sem Hermann Björgvinsson notafli vifl iánveitingar. Á móti fákk hann einfaldlega hærri tákka. Munurinn var mismikill hlutfallslega og gat þýtt 10—16°/« mánaðarvexti. Þar af fengu þeir sem lögfiu til fá almennt tvöfalda opinbera dráttarvexti, sem hafa verið 3,5—3,75% undanfarifi, efla 7—7,5% tvöfaldir. Þannig varfi okrið tvöfalt, innleggjendur okrufiu á Hermanni og Hermann á lántakendunum. ____ r r r M0RÐARASA ÍSLENDING drepinn á Grænhöfðaeyjum „Eg fékk mér gönguferö niður á strönd að loknum kvöldverði og á heimleiðinni undu sér að mér nokkrir innfæddir og létu dólgslega,” sagði Siguröur Grímsson kvikmyndagerð- armaður í samtali við DV. „Eg reyndi að hrista þá af mér en þá fékk- ég grjót í hausinn. Vissi ég ekki af mér næstu stundimar þar sem ég lá i öngviti í heitum sandinum á strönd- inni.” Sigurður var á Grænhöfðaeyjum ásamt félaga sínum, Karli Sig- tryggssyni, að kvikmynda mannlíf og íslenska hjálparstarfið á eyjunum er atburðir þessir urðu. Voru þeir búnir aö dvelja í 7 vikur við störf á Grænhöfðaeyjum þegar árásin á Sig- urö var gerð. Hann hlaut slæm höfuð- meiösl, sinar í handlegg slitnuöu og hann handleggsbrotnaði. Að sögn rússnesks læknis á sjúkrahúsinu í Praia, höfuðborg Grænhöfðaeyja, mátti ekki muna nema hársbreidd að Sigurður léti lífiö i árásinni. „Þessir fólar hafa vafah'tið ætlað aö ræna mig en höfðu ekki annað upp úr krafsinu en skóna mina og úr,” sagði Sigurður Grímsson. Hann er nú kominn heim og á batavegi. Helgar- blað DV birtir viðtal við Sigurð Grímsson um moröárásina og Græn- höfðaeyjar á morgun. -EHt. Sigurfiur Grímsson á hoimili sinu i Reykjavik: — Þeir höffiu ekki nema skóna mina upp úr krafsinu. DV-mynd S. Skuldabréfa- útgáf a Kópa- vogsogSS Kaupþing hf. hefur tilkynnt tvö skuldabréfaútboð. Er þar annars veg- ar um að ræða skuldabréfaútboð Sláturfélags Suðurlands aö nafnverði 60 milljónir kr. og hins vegar skulda- bréfaútboð Kópavogskaupstaðar að naf nverði 30 miUjónir kr. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem skuldabréf eru gefin út beinlínis til sölu á Verðbréfaþingi Islands. Einnig mun þetta vera í fyrsta skipti sem Búnaöar- banki Islands tekur þátt í skuldabréfa- útboði en hann mun ábyrgjast endur- greiðslu skuldabréfanna frá Sláturfé- laginu. Þetta skuldabréfaútboð Slátur- félagsins er það stærsta sem frá einka- aðilahefurkomið. Kópavogskaupstaður fer meðútgáfu skuldabréfa sinna inn á nýjar brautir þvi sveitarfélag hefiu- aldrei aflað fjár til framkvæmda á þennan hátt áður. Þar að auki er útboð Kópavogs eitt það stærsta sem hefur farið fram hér- lendis. -SMJ. Fórnumekki Framsókn Steingrímur Hermannsson sagöi í blaðaviðtali fyrir skömmu að Fram- sóknarflokknum væri fómandi fyrir lækkun erlendra skulda og lægri verð- bólgu. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, er á öndverðum meiði. „Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður til þess aö koma verö- bólgunni niður fyrir 10%,” segir Páll. „Hann var stofnaður til að vinna aö framgangi ákveðinna hugsjóna en ekki fyrir skammtímamarkmið. ’ ’ Páll ræðir um þessi mál — ásamt deilu þeirra Steingríms um feröalög — í viðtali við helgarblað DV á morgun. -GG. r r JÁ ípf W ■': . %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.