Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Síða 18
18 DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri í DV-viðtali Hjá Herdísi var uppi fótur og fit er blaða- mann bar að garði. Síminn stoppaði ekki, dyrabjallan rauðglóandi og Herdís þaut um hýbýli sín með tuttugu metra langa simasn- úru. Hún svaraði spurningum hér og þar um íbúðina og blaðamaður þufti að elta hana milli herbergja með blað og penna. Herdís Þorgeirsdóttir er hætt á Mannlífi. Hún sagði ritstjórastarfi sínu lausu fyrir skömmu og hyggst hefja útgáfu á eigin tíma- riti með svipuðu sniði og Mannlíf var undir hennar stjórn. Henni tókst með ótrúlegum hraða að gera Mannlíf að útbreiddasta tíma- riti á íslandi. Og hún ætlar sér ekki minni hlut með nýja tímaritið. Ég spyr Herdísi um nafnið á nýja tímarifinu. „Það verður að vera gott, íslenskt orð,“ segir Herdís. Nafnið á nýja blaðinu er enn í burðarliðn- um. AF GÓÐUM ÆTTUM Herdís Þorgeirsdóttir er 31 árs, fædd í Reykjavík, elst fjögurra systkina og skilnað- arbarn. -Ég spyr Herdísi hvort skilnaður foreldra hennar hafi haft áhrif á hana. „Pabbi og manna skildu þegar ég var 14 ára. Ég veit ekki hvernig og hvort það hafði einhver merkjanleg áhrif á mig. Auðvitað hfýtur það að hafa mótað mig á einhvern hátt en ég „Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að ég sé spurð um metnað en ekki bróðir minn sem býr úti í Bandaríkjunum og er að gera svipað hluti og ég. Það er jú rökrétt afleiðing af mínum bakgrunni að ég hafi áhuga á at- hyglisverðu starfi. -En miðað við aðrar konur? „Ég held að ég beri mig ekki saman við konur heldur fólk almennt. Það var alltaf sjálfsagt að ég lyki námi og mér hefur alltaf fundist eðlilegt að ég fengi góða vinnu.“ -Hefur þér alltaf gengið vel í skóla? „Nei, þegar ég byrjaði í barnaskóla í Njarð- víkunum var ég sett í tossabekk sex ára, ég kunni varla stafrófið. Ég kom heim með tárin í augunum. Vinir mínir voru í besta bekknum. Mamma sat með mér 2 klst. á dag meðan ég stautaði mig fram úr Gagni og gamani. Ein- hver gaf mér þann vetur bók sem hét Kóngs- dóttirin fagra. Ég las hana á einum eftirmið- degi og um vorið var ég hæst í mínum ár- gangi. í gagnfræðaskóla og síðan mennta- skóla hafði ég afar takmarkaðan áhuga á námi. Þau ár var ég lélegur nemandi. I Há- skóla íslands fékk ég síðan áhuga afturl' Við förum aftur að ræða ættir Herdísar og hinn huglæga ættararf. Ég spyr um áhrif afa hennar sem áður var minnst á. „Afi minn Tryggvi og afi minn Þorsteinn, sem nú er dáinn, voru góðir vinir. Ég fékk stundum það sem ég vildi vegna þess að þeir mig, þá verð ég að gera mestar kröfur til sjálfrar mín.“ Herdís lauk námi við Menntaskólann í Hamrahlíð vorið 1974. Það haust fór hún til Frakklands, aðallega til þess að læra frönsku en einnig sótti hún kúrsa í sálfræði. A sumrin vann hún sem flugfreyja. „Ég var bara einn vetur í Frakklandi. Þetta var i fyrsta sinn sem ég fór að heiman og ég var ekki tilbúin í langt háskólanám. Þó fór ég veturinn á eftir á blaðamannaskóla í London við hina frægu götu, Fleet Street. Sumarið 1976 kom ég heim og var svo heppin að fá vinnu á Morgunblaðinu sem blaðamað- ur, sem var mjög góð reynsla. Þar var ég í tvö ár. Þótt ekki sé langt síðan þá var rit- stjórnin enn minni á Mogganum en hún er í dag. Ég held að Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen ritstjórar séu eftir- minnilegustu persónur sem ég hef kynnst í þessum blaðaheimi." - Hvaða áhrif höfðu útlöndin á þig? „Heimskt er heimaalið barn. Sem betur fer er það að færast í vöxt að ungt fólk fari til útlanda í nám. Ég ætlaði alltaf að ljúka námi en ekki að festast í blaðamennsku þótt það hafi æxlast þannig að nú er ég aftur komin í hana. Ég ætlaði að fara aftur til Frakklands í stjórn- málafræði en sem betur fer ákvað ég að ljúka BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla ís- KANNSKI MYNDU MARGIR UPPLIFA MIG SEMUPPA -Ertu heimsborgari? Það kemur svipur á Herdísi. „Orðið hefur yfir sér snobbblæ, þó ég standi mig að því að nota það um aðra og þá sem hrós, alveg eins og það er hrós að segja að einhver hafi fágaða framkomu eða sé víðsýnn. En margt yndislegt fólk sem ég þekki er hvorki heimsborgarar né neitt af ofan- greindu." - En þú sjálf? „Ég vona að ég hafi öðlast víðsýni þó ég sé enn frekar ung og eigi margt eftir ólært." -Þú ert umdeild persóna, sumir bera virð- ingu fyrir þér, aðrir telja þig hrokafulla. „Ég held að ég sé vinur vina minna. Sú gagnrýni sem ég tek helst alvarlega er sú gagnrýni sem frá þeim kemur, seni og frá systkinum mínum. Ég ætla ekki að hljóma eins og pólitíkus en í heild sinni þykir mér vænt um fólk. En ég hef lært að kæra mig kollótta um dóma fólks sem ekki þekkir mig.“ -En hvað metur þú mest i fari fólks? „Að það sé sjálfu sér samkvæmt, hafi húmor og ótal margt annað. En í raun velti ég fólki ekki þannig fyrir mér. Fólk er athyglisvert „per se“.“ Þú íjallaðir um orðið „uppi" í fyrsta skipti á íslandi. Upplifir þú þig sem uppa? held að það hafi ekkert skaðað mig,“ segir hún og hefur augsýnilega ekki áhuga á að ræða það frekar. Það verður ekki sagt um Herdísi að hún sé af slæmum ættum. Afi hennar í móðurætt er Tryggvi Ófeigsson, sem um árabil var út- gerðarkóngur á íslandi, og föðurafi hennar, Þorsteinn Jónsson, var alla sína tíð virtur kaupfélagsstjóri fyrir austan. Móðir Herdísar heitir Herdís Tryggvadóttir en faðir hennar er Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. -Segðu mér frá uppeldi þínu. „Það var mjög mikið rætt um pólitísk mál- efni á mínu heimili. Pabbi er mjög pólitískur maður en mamma er trúuð hugsjónakona. Hún lagði mikla áherslu á mannkærleika og að maður hugsaði um þá sem minna rriega sín.“ -Þú virðist mjög metnaðarfull og framagjörn ung kona. Þú ætlar þér stóran hlut í þjóðlíf- inu. Eru þetta uppeldisáhrif? „Það þótti sjálfsagt að við gengjum öll menntaveginn, krakkarnir. Við erum tvær systur og ég á tvo bræður. Við fengum svipað uppeldi þótt strákunum væru t.d. gefnar striðsbækur á meðan okkur voru gefnar bækur um listir. Á heimilinu voru málin rædd, við veltum hlutum mikið fyrir okkur, að ég held.“ KÓNGSDÓTTIRIN FAGRA - En ertu metnaðarfull? I sendu mig á milli sín ef ég bað um eitthvað. Til dæmis sagði Tryggvi eitt sinn við mig þegar ég bað hann einhvers: „Farðu til afa þíns Þorsteins og biddu hann og segðu að ég hafi sent þig." Ég get vel skilið áhuga fólks á ættum. Viss hluti af vitund manns tengist því hvaðan maður kemur en ég vil ekki lifa á verkum ættmenna minna. Ég kýs ekki að dæma fólk eftir ætterni." -Finnst þér þú þurfa að halda uppi nafni ættarinnar? „Vá (Herdís hlær), ég fer hjá mér,“ segir hún. „Mig langaði að verða leikkona þegar ég var lítil. Sumir mundu ekki hafa húmor fyrir þessu en einhver sagði við mig að leikar- ar hefðu „trekvart" greind. Ég get nú ekki verið þessu sammála, a.m.k. á þetta ekki við um góða leikara. Ég er núna að gera það sem ég hef áhuga á og það er númer eitt.“ GÓÐ REYNSLA AÐ VERA í DEILDINNI HJÁ ÓLAFIRAGNARIGRÍMSSYNI - Gerir þú miklar kröfur til þín? „Ég held það, kannski af því að stundum efast ég um að ég geri það. Ég vildi að ég hefði meiri aga. Þótt ég sé langskólagengin er ég enginn fræðimaður. En ég ötunda grú- skarana. Ég vil lifa í umhverfi þar sem mikil mannleg gerjun á sér stað, Þegar ég er að vinna með fólki, og nú þegar fólk er farið að vinna fyrir ( lands. Dvölin í háskólanum var mjög skemmtileg reynsla. Það var góður undir- búningur að vera í deildinni hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. Eg sá það sérstaklega þegar ég var komin til Boston í framhaldsnám. Ég var þar í tvö ár við Fletcher School of Law and Diplomacy og lauk M.A.L.D. prófi í alþjóða- stjórnmálum haustið 1983.“ HLYNNT EINSTAKLINGSFRELSI OG SAMKEPPNI -Hvernig upplifðir þú Ameríku? „Það var góð reynsla að vera þar. I aka- demíunni þar er mikil fagmennska en líka ofboðsleg samkeppni. Þar situr fólk ekki á krám, eins og i Évrópu, og stúderar eilífðar- málin. Ég gæti t.d. varla ímyndað mér að skáldið Goethe hefði fæðst í Bandaríkjunum. Amerískum samstúdentum í Boston fannst mig skorta metnaðargirni og segir það ýmis- legt um bandarískt hugarfar. Þeim fannst ég jafnvel vinstri sinnuð í samanburði við þá meðan ég hafði fengið á mig orð fyrir að vera á hinn veginn í Háskóla íslands." - Hafa pólitísk viðhorf þín breyst síðan á háskólaárunum hér? „Ég held ekki. Mín pólitísku viðhorf byggj- ast fyrst og fremst á afstöðu til einstakra mála en ekki til flokka. Ég er hlynnt einstakl- ingsfrelsi og samkeppni. Ég vil líka að mann- úðarsjónarmið séu tekin inn í myndina." VIÐTAL: KATRllM BALDURSDÓTTIR „Kannski myndu margir upplifa mig þannig en ég hef um svo margt annað að hugsa en einhverja yfirborðskennda ímynd.“ ASTIN MIKILVÆGUST Vinir þínir segja að þú sért mjög tilfinninga- næm. Hvað segir þú sjálf? Herdís verður hugsi. „Já, ég held það. En er nokkuð ömurlegra en doði fyrir sorg og gleði?“ - Ertu kannski of viðkvæm fyrir þann harða heim sem þú ert nú að fara út í? „Ég neita því ekki að ég tek rógburð nærri mér. En í raun held ég að ég geti aðskilið slíkt frá vinnu minni. Óg ég held að ég hafi sjaldan upplifað eins einkennilega viku og þá sem á undan er gengin, eftir að ég sagði starfi mínu lausu sem ritstjóri Mannlífs og ákvað að hefja útgáfu á eigin tímariti með mína tvo bestu starfsmenn með mér. Og þetta er æðislega spennandi," segir hún hlægjandi. -Hvað um ástina? „Ástin er mikilvægust af öllu í hvaða formi sem hún birtist." -Hvað um böm og fjölskyldu, getur þú séð þig í anda með eiginmann og íjögur börn? „Jú, iss, ég mundi ráða mér 5 aðstoðarrit- stjóraj'1 segir Herdís og brosir feimnislega sínu fagra brosi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.