Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
5
!
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál* Stjórnmál
<c\0 etv^'
Einar Ágústsson
sendiherra er látinn
Aðfaranótt laugardags lést Einar
Ágústsson sendiherra í Kaupmanna-
höfn, 63 ára að aldri. Hann hafði
legið sjúkur um skamman tíma.
Hann hafði verið sendiherra frá árs-
byrjun 1980. Þar áður var hann
utanríkisráðherra um árabil og
þingmaður fyrir Framsóknarflokk-
inn í 15 ár. Einar var um skeið
oddviti framsóknarmanna í borgar-
málum Reykjavíkur.
Einar lærði lögfræði og var hér-
aðsdómslögmaður. Hann gegndi
ýmsum störfum framan af starfsævi
sinni og var bankastjóri Samvinnu-
bankans áður en hann sneri sér að
fullu að stjómmálum. Ekkja Einars
er Þórunn Sigurðardóttir. HERB
Kvennalistinn
á Selfossi
Regína Thorarensen, Selfossi:
Framboðslisti Samtaka um kvenna-
lista hefur verið ákveðinn á Selfossi
fyrir bæjarstjómarkosningamar í vor.
Þetta er í fyrsta sinn sem konur þar
bjóða fram.
Sigríður Jensdóttir gjaldkeri skipar
efsta sæti á listanum. í öðm sæti er
Rannveig Óladóttir kennari, í þriðja
Valgerður Freid læknaritari, í fjórða
Kristjana Sigmundsdóttir nemi, í
fimmta Svanheiður Ingimundardóttir
starfsleiðbeinandi, í sjötta Jóhanna
Lámsdóttir nemi, i sjöunda Sigrún
Ásgeirsdóttir læknaritari, í áttunda
Kristín Guðmundsdóttir læknaritari
og i níunda sæti er Jensey Sigurðar-
dóttir þroskaþjálfi.
Alþýðubandalagið í Neskaupstað:
Framkvæmdastjóri
í fýrsta sæti
Frá Þorgerði Malmquist, fréttarit-
ara DV í Neskaupstað:
Skipað hefur verið á framboðslista
Alþýðubandaíagsins í Neskaupstað
fyrir komandi bæjarstjómarkosning-
ar. Hann er þannig skipaður:
Kristján V. Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri í 1. sæti, Sigrún Geirs-
dóttir húsmóðir í 2. sæti, Smári
Geirsson skólameistari í 3. sæti, Elma
Guðmundsdóttir húsmóðir i 4. sæti,
Þórður Þórðarson skrifstofúmaður í
5. sæti, Guðmundur Bjamason skrif-
stofumaður í 6. sæti, Guðrún Sigurðar-
dóttir hjúkmnarforstjóri í 7. sæti,
Einar Már Sigurðarson kennari í 8.
sæti og Steinunn Aðalsteinsdóttir yfir-
kennari í 9. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn í Neskaupstað:
Frimann efstur
Frá Þorgerði Malmquist, fréttarit-
ara DV í Neskaupstað:
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins
fyrir bæjarstjómarkosningamar í vor
hefur verið birtur. Þessir eiga sæti á
honum:
1. sæti: Frímann Sveinsson mat-
reiðslumaður, 2. sæti: Stella Stefáns-
dóttir verkakona, 3. sæti: Eggert
Brekkan yfirlæknir, 4. sæti: Elínborg
Eyþórsdóttir skrifstofumaður, ð.sæti:
Sigurbjörg Eiríksdóttir verslunarmað-
ur, 6. sæti: Jón Kr. Ólafsson rafvirki,
7. sæti: Magnús Sigurðsson verslunar-
maður, 8. sæti: Júlíus Brynjarsson
verslunarmaður, 9. sæti: Dagmar Þor-
bergsdóttir húsmóðir.
Jafnrétti milli landshluta:
Fjörugur fund-
ur á Selfossi
Frá Regínu Thorarensen, fréttarit-
ara DV á Selfossi:
Fjömgur fundur um jafhrétti milli
iandshluta var haldinn í Inghóli á
Selfossi nýlega. Tóku margir til máls
og vom umræður hinar líflegustu,
enda sýndist sitt hverjum.
Guðni Ágústsson setti fundinn.
Fundarstjórar vom tveir, þeir Hjörtur
Þórarinsson frá Stéttarsambandi
bænda og Haukur Gísláson ljósmynd-
ari. Frumpiælendur vom sjö talsins.
Komu þeir víða við og fluttu mál sitt
af festu og einurð. Loks vom leyfðai
fyrirspumir. Notuðu margir tækifærið
og lýstu skoðunum sínum um leið og
þeir bám þær fram. Ámi Jónsson lýsti
því yfir að hann væri reiður við suma
frummælendur yfir því að þeir töluðu
með lítilsvirðingu um þingmenn og
þeirra störf. Kvað hann ómaklegt að
bera það á þá að þeir hrærðu í pening-
um þjóðarinnar á Alþingi og útbýttu
þeim aðeins til sín og sinna.
Pétur Valdimarsson frá Akureyri
vildi fækka þingmönnunum en Ámi
sagði þá að hann vissi ekkert hvað
hann væri að tala um. Það væri mikið
og erfitt starf að sitja á þingi. Pétur
skaut þvi þá inn í að starfið væri erfið-
ast af því að þingmennimir væm of
margir. Kvaðst hann vilja styrka
stjóm þar sem mannréttindin sætu i
fyrirrúmi en þau væm nú fótumtroðin
hjá núverandi ráðamönnum, sérstak-
lega hvað snerti landsbyggðarfólk.
Ólafur Þórðarson alþingismaður
taldi það hreina hreppaflutninga að
fólk á Selfossi þyrfti að sækja vinnu
sína til Reykjavíkur. Þetta væri Fram-
sóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkn-
um að kenna og engum öðrum. Óli
Guðbjartsson, skólastjóri á Selfossi,
talaði um ranglætið í þjóðfélaginu sem
alltaf færi versnandi. Ekki væri sama
hvar á landinu fólk byggi. Húseigend-
ur úti á landi fengju miklu minna verð
fyrir hús sín en fólk sem byggi í
Reykjavík.
Guðni Ágústsson, Selfossi, sagði að
læknamir á Selfossi lægju eins og
sauðir á beitarhúsum hér áður fyrr.
Þeir hirtu sitt kaup á Selfossi en ættu
svo heimili sín í Reykjavík. Þar
greiddu þeir skatta sína og gjöld af
himinháum tekjum.
Bergþór Finnbogason lýsti undrun
sinni yfir því hvað Steingrímur Her-
mannsson væri illa innrættur, að hann
skyldi hæla sér af því í Tímatuskunni
að hann hefði skammað flokksbræður
sína i Bolungarvik fyrir að þeir vildu
greiða láglaunafólki 30.000 í lág-
markslaim. Sagði Bergþór að afstaða
Steingríms og Þorsteins Pálssonar í
þessu máli væri ekki til fyrirmyndar.
Margir fleiri tóku til máls og ræddu
málefhið af hógværð og ábyrgð. Fund-
urinn stóð í heilar fjórar klukkustund-
Enn einu sinni hefur C ASIO
tekist að framleiða tækninýjungar á gjaf-
verði. Með hljómboröinu PT-82 getur þú lært að
spila þekkt lög og búa til þín eigin. PT-82 sýnir með ljósi
á hvaða takka þú átt að stýðja.
AUs konar hljómar, taktar og undirspil.
Mikið úrval hljómboröa frá kr. 2.800,-
iM I LJ UMBOÐIÐ, BANKASTRÆTI, SÍMI 27510.
COSTA DEL SOL - BEOTDORM
MJLLORCi - COSTA BRAVA
Eftirsóttar íbúðir og hótel
_____- Gerið sjálf verðsamanburð
Beint
leiguflug
í sólina
íslenskir fararstjórar - Fjölbreyttar
skemmti- og skoðunarferðir
— Fl IIHFEROIR
=SOLRRFLUG
Vesturgötu17 símar 10661,15331, 22100.