Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Side 13
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. 13 Neytendur Neytenaur Neytendur m | Á að þvinga neytendur til að kaupa dýrari vörur? UtSÖIu- mjólk í grunn- skóla og barna- heimili Þessa viku er mjólk seld á sérstöku kynningarverði í grunnskólum lands- ins. Mjólkurpelinn kostar aðeins 3 kr. eða 15 kr. fyrir alla vikuna. Fram- haldið verður lægra verð en áður á mjólkinni, sem mun kosta tæpar 6 kr. feman til skólanna. „Við erum nú að kanna þörf á kæli- geymslum fyrir mjólk og aðra aðstöðu á bamaheimilum og dagvistarstofn- unum borgarinnar, en nú eru kæli- geymslur í öllum grunnskólum borgarinnar sem Mjólkursamsalan hefur séð um að koma fyrir,“ sagði Oddur Helgason, sölustjóri Mjólkur- samsölunnar, í samtali við DV. Hann sagði að ákveðið hefði verið að ríkissjóður greiddi mjólkina niður um 3 kr. hvem pela fyrir skólabömin. Heildsöluverð á mjólkurpela frá Mjólkursamsölunni er 8,91 kr. þannig að verð eftir niðurgreiðslu er 5,91 kr. - Fyrir nokkm var talað um að greiða niður kókómjólk til skóla- bama, en í kókómjólk er mjög mikill sykur, var hætt við þá áætlun? „Já, það var hætt við það í bili, í það minnsta. Það er rétt að það er nokkuð mikill sykur í kókómjólk og hann er ekki til bóta, en það er samt betra fyrir skólaböm að fá kókó- mjólk, þrátt fyrir sykurinn, vegna þess að í kókómjólk em öll önnur hollustuefni mjólkurinnar," sagði Oddur. Hann sagði að sums staðar gæfu fyrirtæki skólabömunum mjólk í heila viku í senn. Nemendur í gmnn- skólum landsins em um 40 þúsund talsins, þannig að þama er um tals- vert mikla neyslu að ræða, eða 40 þúsund pelafemur alla kennsludaga ársins. -A.Bj. Innlent grænmeti ýtir því innflutta sjálfkrafa af markaðinum þannig að bað er óþai'fi að hækka verðið á því innflutta til að „vernda“ það inn- lenda. DV-mynd PK „Ef litið er á nýjustu verðkönnun Verðlagsstofnunar þar sem borið er saman verð hinna ýmsu vörumerkja sést að hægt er að fá innfluttar franskar kartöflur ódýrastar á um 50 kr. kg, en innlendu kartöflumar eru nær þrisvar sinnum dýrari. Ef verðið á erlendu kartöflunum hækkar er verið að þvinga neytendur til þess að kaupa dýrari vöm,“ sagði Jón Magn- ússon, lögmaður og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, í samtali við neytendasíðu DV. Jón sit- ur nú sem varaþingmaður á Alþingi, kom einmitt inn daginn sem frumvarp landbúnaðarráðherra um nýjar álög- ur á innfluttar búvörur, eins og grænmeti og kartöflur, var lagt fram. „Þetta er gert undir því yfirskini að verið sé að veita kartöfluverk- smiðjunum í Þykkvabæ og á Sval- barðseyri vemd. Það er auðvitað gott og blessað að veita aðilum vernd en spuming hve langt á að ganga. Ef á að gera það með þessum gifurlegu tollaálögum, sem þarna eiga að koma, vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki óeðlilegt gagnvart neytendum. Þessir aðilar selja sjálfum sér kartöfl- ur sem er langt yfir markaðsverði í heiminum og ætla síðan að ná söl- unni með því að leggja verndartolla á innflutning. Þarna er líka um einkafyrirtæki að ræða og við höfum ekki hugmynd um hver staðan er hjá einkafyrirtækjum. Það er ekki góð regla að viðskiptaað- ili geti fengið slíka vernd hjá ríkinu," sagði Jón. I viðtölum við Þorstein Pálsson fiármálaráðherra og Ólaf G. Einars- son, formann þingflokks Sjálfstæðis- FRANSKAR KARTÖFLUR - verð á 1 kg Busser, 2,5 kg 50,00 Vriezo, 2,5 kg 60,80 Farm Frites-Oven ready, 5 kg 71,80 Valley Farms, 2,27 kg 77,79 Lutosa,1 kg 79,35 Valley Farms, 1 kg 83,93 Farm Frites-Oven ready, 1804 g 89,50 Farm Frites-Oven ready, 907 g 91,88 McCain, 1 kg 130,33 Þykkvabæjar, 1500 g 140,52 Fransman, 1500 g 143,54 Þykkvabæjar, 700 g 146,12 Fransman, 700 g 146,77 Samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar eru sex erlend vörumerki í frönskum kartöflum á markaðinum hér með þessum tveimur innlendu. Þær innlendu eru nærri þrisvar sinnum dýrari en þær erlendu. Nú skal þvinga fólk til að kaupa þær innlendu. Jón Magnússon, lögmaður og fyrrver- andi formaður Neytendasamtakanna. flokksins, hefur komið fram að frumvarpinu verði breytt á þann veg að nýju álögumar nái aðeins til unn- inna kartaflna. Nú er frumvarpið komið til landbúnaðarnefndar, en for- maður hennar er Egill Jónsson (S). Loks má geta þess að Jón Magnús- son sagði að þær landbúnaðarvörur sem em niðurgreiddar i nágranna- löndum okkar, löndum Efnahags- bandalagsins og Bandaríkjunum væru aðallega mjólk, kjötvörur og fóðurkorn og annað i þeim dúr. Það væri af og frá að grænmeti væri nið- urgreitt eins og látið væri i veðri vaka í greinargerð með frumvarpinu. Þá er rétt að taka fram að innflutn- ingur á erlendu grænmeti fellur niður af sjálfu sér þegar sama innlenda framleiðslan er fyrir hendi. Þannig er það aðeins fyrirsláttur að „vernda" þurfi innlenda framleiðslu með því að setja tolla á innflutta grænmetið. Nýlega lækkaði grænmetið um 15- 20% í verði þegar tollar á því voru lækkaðir. -A.Bj. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17, III. hæð, s.26278 Til sölu eru nú þegar eftir- talin fyrirtæki: Vinveitingastaðir, barnafataverslanir, vefnaðarvöruverslanir, fataverslanir, videoleigur, sjoppur, kjörbúðir með kvöldsöluleyfi, kjötverslanir, matvöru- verslanir með videoleigum, bygginga- vöruverslanir, heildsölur margs konar. fiskbúð, bifreiðaverkstæði, bilamálun, bjórpubb, pylsuvagn, prentsmiðjur, kjötvinnsla, harðfiskverkun og -sala, ryðvarnarskáli, matvöruverslun með kjötvinnslu, úskast strax, bakari, snyrtistofa, þungavinnuvélar: t.d. jarð- ýtur, payloader, o.fl., Vegna mikillar eftirspurnar getum við bætt við okkur ýmsum fyrirtækjum á söluskrá. Opið aila daga frá kl. 9 til 17 og laugardaga frá kl. 9 til 16. Sölumenn: Magnús Sigurjónsson hs. 79542 Birgir Þorvaldsson hs. 15299. BILALflGA Útibú i kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:...96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVIK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303 interRerrt Þorskalýsi eða ufsalysi fra Lysi hf. . heilsunnar vegna ARGUS«D LYSI Lýsihf. Grandavegi42, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.