Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
UtlöncJ
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Rea|an hik-
ar við árás
á Ubýu
Yfir 30 bandarísk herskip hafa nú safnast saman á Miðjarðarhafi vegna aukinnar spennu í samskiptum Líbýu
og Bandarikjanna. Herskipin eru enn í viðbragðsstöðu og tilbúin til átaka.
Velferðin aldrei
meirííDanmörku
Embættismenn í VVashington segja
að Ronald Reagan Bandarikjaforseti
hafi enn ekki ákveðið hvort ráðist
verði í hemaðaraðgerðir gegn Líbýu.
Telja þeir að frá öllum slíkum áætlun-
um yrði fallið ef einhver vottur sæist
um að stjómin í Trípólí vildi sættir.
Forsetinn hefur enn til athugunar
sannanir fyrir því að Líbýa hafi verið
tengd sprengjuárásinni í
næturklúbbnum í Vestur-Berlín í síð-
ustu viku. Um málið verður fjallað í
öryggismálanefnd Hvíta hússins í dag
og að líkindum tekin ákvörðun af eða
á þá.
Embættismenn Reagans segja að
naumast þyrfti Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, annað að gera til þess að bægja
frá hættu á átökum en að lýsa yfir
vilja sínum til þess að hætta að styðja
hryðjuverkaöfl.
Vemon Walters, erindreki forsetans
(sendiherra USA hjá Sameinuðu þjóð-
unum), sem oft í gegnum tíðina hefur
verið í málamiðlunarsendiferðum fyrir
Bandaríkjaforseta, hefur verið í ferð-
um milli bandamanna Washington-
stjómarinnar í Evrópu og flaug í gær
frá V-Þýskalandi til Frakklands. Er-
indi hans er að reyna að telja banda-
mennina á að beita Líbýu hörðu til
þess að knýja Líbýustjórn frá stuðn-
ingi við hryðjuverkasamtök.
Walters mun hitta að máli í dag
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, en hefur á undanfómum
dögum átt viði-æður við Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bretlands,
og Helmut Kohl, kanslara V-Þýska-
lands. - Ekkert hefur verið látið uppi
um árangur viðræðna hans en flogið
hefur fyrir að hann hafi mætt tregðu.
Hitt er vitað að Bandaríkjastjóm
mun telja sér höfuðnauðsyn á vísum
stuðningi þessara bandamanna til þess
að geta gert árás á Líbýu. Hugsanlega
mundi hún þurfa að grípa til flugdeilda
sem stóðsettar em í Bretlandi eða
Þýskalandi.
Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari
DV í Kaupmannahöfn:
„Danir upplifa nú velferðartímabil
sem ekki á sér hliðstæðu i sögu vorri,“
sagði himinlifandi Poul Schlúter á
firndi fulltrúaráðs íhaldsflokksins í
gær.
Kom meðal annars fram í máli for-
sætisráðherrans og kaup Dana á
fatnaði, íbúðum, matvörum , drykkj-
um, húsgögnum, heimilistækjum,
bílum og svo framvegis væm 20 pró-
sent meiri nú en úrið 1973.
Færri til félagsmálastofnana
Varðandi velgengnina vísaði hann
meðal annars til minnkandi atvinnu-
leysis, jafnvægis í fjármálum ríkisins,
velgengni sjálfstæðra atvinnurekenda,
aukins kaupmáttar eftirlaunaþega og
fækkun þeirra er leita þurfa á náðir
félagsmálastofriana.
„Með viðreisnarstefhu þessarar rík-
isstjómar síðustu þrjú og hálft árið
hefur átt sér stað fjöldi spamaðarað-
gerða, hagkvæmnisaðgerða og end-
umýjana. Við höfum nú náð flestum
okkar markmiðum án þess að skerðá
eða eyðileggja lífskjör fólksins, svelta
opinberar stofhanir, eða leggja stein í
götu velferðarþjóðfélagsins,“ sagði
Poul Schluter.
Auk þess hvatti hann til samstöðu
innan ríkisstjómarinnar og sagði Dani
verða að venja sig við að búa í þjóð-
félagi við lága verðbólgu þar sem
hægt væri að hefja spamað að nýju,
enda miðuðu hin nýju skattalög meðal
annars að auknum spamaði.
Fulltrúar hinna stjómarflokkanna
vom í stórum dráttum sammála for-
sætisráðherra þó sumir hefðu kosið
að vera hógværari í málflutningi sin-
um.
Bentu þeir á viðskiptahallann sem
eitt stærsta vandamál Dana í dag en
neysluaukningin hefur verið hvað
mest á innfluttum vörum og þá með
aðstoð lánsfjár.
STOÐUMÆLAÞJOF
AR SAKFELLDIR
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zurich:
Hópur manna, er sérhæfði sig í því
að brjóta upp stöðumæla, var í gær
dæmdur til nokkurra ára fangelsis-
vistar.
að minnsta kosti þúsund stöðumæla
hér í Zúrich.
Foringi glæpamannanna, tyrk-
neskur arkitekt, hafði stolið stöðu-
mæli hér í borg í heilu lagi og búið
til höfuðlykil er síðan var notaður
til að tæma í rólegheitum fyrr-
Þessi sami hópur hafði brotið upp greinda stöðumæla.
Onnur dónsk sjon
vmpsrás innan
tveggja ára
Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari
DV í Kaupmannahöfn:
Fulltrúar stjómarflokkanna og rót-
tækra vinstrimanna hafa náð sam-
komulagi um nýja sjónvarpsrás er
fjármögnuð yrði með auglýsingum.
Eftir er að leggja síðustu hönd á
sjálft lagafrumvarpið en búist er við
að það liggi endanlega fyrir á föstudag.
Er gert ráð fyrir að hin nýja rás
hefji útsendingar í upphafi úrs árið
1988.
Verður efni aðallega keypt frá inn-
lendum og erlendum framleiðendum.
Starfræktar verða 6-8 svæðastöðvar
enc :t;í >'' ri r, .
og ein fréttastöð á landsgrundvelli, þar
sem núverandi sjónvarpsfréttir þykja
þurfa á samkeppni að halda.
Auglýsingar verða með svipuðu
sniði og á íslandi en ríkisrekið hlutafé-
lag mun sjá um sölu auglýsingatíma,
þar með er talið að auglýsendur muni
ekki hafa áhrif á efnisval rásarinnar.
Einnig er búist við takmörkunum á
hvað megi auglýsa á hinni nýju rás.
Með þessu samkomulagi ætti starf-
semi hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar
Kaupmannahafharbúa, Weekend TV,
er lokað var fyrir skömmu, að koma
til endurskoðunar.
Ifife
Sérverslun með
SKRIFSTOFUHÚSGOGNI
A. GUÐMUNDSSON = 9 4
Simi 73100
Ftmrndi býður listunnendum
ferðir á hina drleyu
tistuhátíð i Vúmrboírf
Nú er lag að helmsækja höfuðborg
tónllstarlnnar. Á þessum tfma Iðar hún af Iffl og fjörl.
Wlener Festwochen er f miðjum klfðum og
hver stórvlðburðurinn á listasvlðinu rekur annan.
Á þessum tíma fyllast tónlistarhallir
Vfnarborgar af perlum listasögunnar.
Óperur á borð við Tannhauser, La Gioconda
og Manon Lescaut, margir ballettar og
stórhljómsveitir undir stjórn frægra
hljómsveitarstjofa.
Nær hálfnuð er saga . . .
Þú getur gengið um sögusvið miðalda í
þessari töfrandi borg, sótt fjölda leiksýn-
inga, notið veitinga- og kaffihúsa heims-
borgarinnar, teygað eðalvfn með vfnbænd-
um Grinzing, trallað með jassgeggjurum og
verslað fyrir verð sem kemur þér þægilega
á óvart.
Spennand! skoðunarferðlr um Austurrfkl,
Ungverjaland og Tékkóslóvakfu.
Frá Vfnarborg gefst þér tækifæri til að
heimsækja og skoða fjölda heillandi staða
Litið er inn í hús meistara Haydn í dagsferð
til Burgenland og Rohrau. Siglt á Dóná í
dagsferð til Wachau. í 2ja daga ferðum gefst
tækifæri til að sjá hinar einstæðu borgir
Salzburg, Budapest og Prag.
Hafðu samband við Faranda og fáðu nánari
upplýsingar. Við útvegum aðgöngumiða á
listviðburðina.
A,
Ifarandi
Vesturgötu 5, síml 17445