Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 14
14 DV: MÁNUDÁGÚR ’íUaÚRÍL 1986. Frjálst.óháó dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuöi 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Bankarnir eru ábyrgir Komið hefur í ljós, að 15% af lánunum, sem erlendir bankar veittu Filippseyjum á þjófræðistíma Marcosar, fóru beint á bankareikninga hans í Sviss og víðar. Barnalegt væri að halda því fram, að lánveitendur hafi ekki haft hugmynd um þessa meðferð lánsfjárins. Marcosi þjófi tókst að auka bókaðar skuldir Filipps- eyja úr 80 milljörðum króna í 1000 milljarða. Þessi skuldasöfnun var drýgsti þátturinn í 400 milljarða króna heildarstuldi hans, þótt hann hefði einnig öll spjót úti á öðrum sviðum. Um þetta vissu alþjóðabankarnir. Engin siðferðileg leið er að ætlast til þess af Filippsey- ingum, að þeir endurgreiði þessa 1000 milljarða Marcosar. Hann hafði ekki annað umboð til að stjórna Filippseyjum en það, sem hann gaf sér sjálfur. Um þetta vissu bankarnir, sem mokuðu fé í hann. Dæmi Marcosar er aðeins stærsta dæmið af mörgum tugum um framferði alþjóðabanka 1 þriðja heiminum. Annað dæmi er Chile, sem var í peningasvelti á lýðræð- istíma Allendes, en hefur verið að drukkna í lánsfé, síðan Kissinger kom geðsjúklingnum Pinochet til valda. Eitt sorglegasta dæmið er Argentína, sem drukknaði í lánsfé á valdatíma her- og lögregluforingja, sem haldn- ir voru stelsýki og kvalalosta, en hefur verið fryst af alþjóðabönkunum, síðan lýðræðisstjórn komst þar til valda. Argentínumenn bera ekki ábyrgð á skuldunum. Einhverra hluta vegna virðast vestrænir bankastjór- ar halda, að peningar séu vel varðveittir hjá glæpa- mönnum, sem ryðjast með ofbeldi til valda í þriðja heiminum, en illa geymdir hjá stjórnum, sem starfa í umboði borgaranna eins og tíðkast á Vesturlöndum. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir, sem ráða ríkj- um í skjóli hers og lögreglu fara verr með fé en hinir, sem hafa umboð. Fæstir eru að vísu eins mikilvirkir og Marcos, en eru þó haldnir sömu áráttu stelsýkinnar. Afganginum verja þeir í prumpfyrirtæki og hergögn. Einræðisherrann Castro á Kúbu er ekki sá, sem heppilegast er að vitna til, en nauðsynlegt til að vísa á hættuna, sem stafar af ábyrgðarleysi bankastjóra. Hann hefur lagt til, að skuldir þriðja heimsins verði afskrifað- ar. í stórum dráttum er þetta rétt hjá honum. Ef Castro væri einn um að halda þessu fram, væri hætta á, að misheppnað þjóðskipulag hans fengi vott af ljómanum frá réttri skoðun hans á lánamálum þriðja heimsins. Sem betur fer eru þeir orðnir margir aðrir, sem sjá í máli þessu lengra en nef þeirra nær. Garcia, forseti í Perú, er hófsamur maður og hefur tilkynnt, að ríki hans muni borga mest 10% af útflutn- ingstekjum sínum í kostnað af erlendum skuldum. Gott væri fyrir vestræna bankastjóra, ef slíkir heiðursmenn væru margir í valdastólum þriðja heimsins. Hið eina, sem alþjóðlegir bankastjórar hafa sér til afsökunar í eindregnum stuðningi þeirra við morðingja og þjófa, er, að þeir hafi verið studdir til þess af sínum ríkisstjórnum. í slíkum tilvikum eiga þeir að geta sent bakreikninginn til þessara sömu ríkisstjórna. Nauðsynlegt er, að máli þessu verði haldið til streitu, Qöldi banka gerður gjaldþrota og mýgrútur bankastjóra gerður atvinnulaus. Hinir bankastjórarnir verða að átta sig á, að ábyrgð hlýtur að fylgja því að kaupa víxla af glæpamönnum, sem falsa undirskriftir heilla þjóða. Alþjóðlegir bankastjórar vissu nákvæmlega um, hvað Marcos gerði við peningana, sem hann fékk hjá þeim. Þeir geta reynt að rukka þá inn hjá Marcosi sjálfum. Jónas Kristjánsson „Úrbætur á högum hinna efnaminnstu eru vitanlega fyrst og fremst siðferðilegt atriði og engin spurning um skyld- ur Alþingis í þeim efhum.“ Osæmilegt ofbeldi Alþingi íslendinga getur ekki setið aðgerðalaust gagnvart þeirri stað- reynd að fátækt er vaxandi vanda- mál í þjóðfélaginu enda er sú staðreynd fyrst og fremst afleiðing þeirrar efnahagsstefnu sem Alþingi sjálft ber ábyrgð á, burtséð frá af- stöðu einstakra fulltrúa þess. Síð- ustu kjarasamningar hafa fest þetta ástand í sessi enn um sinn, þar sem beinar launahækkanir eru litlar og þær ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem samningamir byggjast á, koma þeim síst að gagni sem minnstar tekjur hafa. Kvennalistakonur eru þeirrar skoðunar að atvinnureksturinn í landinu eigi að geta staðið undir launum sem hægt sé að lifa af og að hækkun grunnlauna hinna lægstlaunuðu sé algjört forgangs- mál. Með síðustu kjarasamningum skutu aðilar vinnumarkaðarins þessu forgangsmáli enn einu sinni á frest. Því er óhjákvæmilegt, að mati Kvennalistans, að löggjafrnn grípi inn í og tryggi öllum mannsæmandi afkomu. Þess vegna hefur Kvenna- listinn lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um lágmarkslaun fyrir dag- vinnu, sem miðist við framfærslu- kostnað einstaklings. Bætum hagi hinna efnaminnstu Hins vegar eru aðstæður fólks svo mismunandi, að slík lágmarkslaun geta ekki tryggt allra hag. Aldur, hjúskaparstaða, bamafröldi og heilsufar skipta þar mestu máli og geta ráðið öllu um það hvort við- komandi verða að búa við fátækt eða komast sæmilega af. Þess vegna höfum við einnig lagt fram eftirfarandi tillögu til þingsá- lyktunar: „Alþingi samþykkir að fela félags- málaráðherra að setja á stofh starfs- hóp fulltrúa allra þingflokka, Félags einstæðra foreldra, Samtaka aldr- aðra, Öryrkjabandalags íslands og Samtaka íslenskra félagsmálastjóra undir forystu fulltrúa Þjóðhags- stofhunar. Hlutverk starfshópsins verði að móta ákveðnar tillögur til úrbóta á högum hinna efnaminnstu í þjóðfélaginu. Starfshópurinn fralli m.a. um eftirfarandi atriði: 1. Hvemig fella megi skattakerfið að launakerfinu, t.d. með hækkun skattleysismarka, hækkun tekju- tengdra bamabóta og útborgun ónýtts persónuafsláttar. KRISTÍN, HALLDORSDOTTIR ÞINGMAÐUR KVENNALISTA Hins vegar greinir menn ekki á um hvaða þjóðfélagshópar það em sem búa við lökust kjör hér á landi. Það em fyrst og fremst einstæðir foreldrar, öryrkjar, aldraðir og sjúk- ir, og því er eðlilegt að fulltrúar þeirra hópa skipi þann starfshóp sem tillaga okkar gerir ráð fyrir, ásamt með fulltrúum þingflokkanna. Úrbætur á högum hinna efha- minnstu em vitanlega fyrst og fremst siðferðilegt atriði og engin spuming um skyldur Alþingis í þeim efnum. Hins vegar munu efalaust margir segja sem svo að slíkar úrbætur séu dýrar í framkvæmd og því sakar ekki að minna á þá staðreynd að það er ekki síður dýrt að halda fólki niðri í launum og lífekjörum. Lausnir þeirra óteljandi og þungbæm vanda- mála, sem fylgja í kjölfar sárrar a „Lausnir þeirra óteljandi og þung- ™ bæru vandamála, sem fylgja í kjölfar sárrar fátæktar, eru þjóðfélaginu áreiðan- lega dýrari en þær úrbætur á högum hinna efnaminnstu sem mundi leiða af fram- kvæmd þessarar tillögu Kvennalistans.“ 2. Hækkun mæðralauna. 3. Hækkun örorkubóta og ellilauna sem hlutfalls af launum. 4. Aðgerðir til verðlækkunar á mat- vælum og öðrum brýnustu nauðsynjum. 5. Húsaleiguaðstoð. Hópurinn hraði störfum svo sem frekást er unnt og skili tillögum eigi síðar en fyrir þingbyrjun að hausti." Dýrt að halda fólki niðri Ekki em •allir á eitt sáttir um hvemig skilgreina beri fátækt og kom það m.a. fram á nýlegri ráð- stefnu Samtaka íslenskra félags- málastjóra þar sem sérfræðingar töldu allt frá 8% til 24,1% islenskra frölskyldna þurfa að búa við fátækt. Starfshópurinn, sem hér er gerð til- laga um, verður að sjálfsögðu að taka afetöðu til þess við hvað skuli miðað og njóta við það faglegrar þjónustu Kjararannsóknamefndar, Hagstofu íslands og Þjóðhagsstofn- unar, svo og sérstakrar nefhdar undir forsæti hagstofustjóra, sem skipuð var á sl. ári til að kanna þró- un tekjuskiptingar í þjóðfélaginu. fátæktar, em þjóðfélaginu áreiðan- lega dýrari en þær úrbætur á högum hinna efnaminnstu sem mundi leiða af framkvæmd þessarar tillögu Kvennalistans. Fátækt á ekki að umbera Fyrmefnd ráðstefna íslenskra fé- lagsmálastjóra hefur vakið marga til umhugsunar og skilnings og leitt til umræðna og blaðaskrifa. Mikilvægt er að sú umræða lognist ekki út af án þess að leiða til aðgerða. Það hlýtur að særa réttlætiskennd allra hugsandi manna að vita hluta þjóð- arinnar búa við fátækt og það er engin afeökun til fyrir því að umbera slíkt ástand í þjóðfélagi, sem kennir sig við velferð. Við þurfum ekki fleiri kannanir, ekki fleiri ráðstefnur. Við þurfum að 'óðurkenna vandann og horfast í augu við hann. Og við þurfum að gera eitthvað til að breyta þeirri óþolandi staðreynd að sífellt fleiri íslendingar em hraktir í þá fátækt- argildm sem þeir losna ekki úr við núverandi aðstæður. Slík meðferð er ósæmilegt ofbeldi. Kristin Halldórsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.