Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 15
DVf MA-VyCAGUH lf(fPRÍIfí1986,;
15
Ekki sama hver á í hlut
Af og til berast af því frásagnir að
verið sé að rétta menn sem urðu
sekir um stríðsglæpi í seinni heims-
styrjöldinni. Ævinlega er hér um að
ræða Þjóðverja eða bandamenn
þeirra í Evrópu en ég man ekki eftir
því að Japanir séu eltir - þó getur
verið að slíkar fréttir þyki engar
fréttir á Vesturlöndum. Síðasta dæ-
mið er af Kurt Waldheim, en al-
þjóðasamtök gyðinga reyna allt
hvað af tekur að koma stríðsglæpa-
mannsorði á Waldheim til þess að
hann verði að draga sig í hlé og
hætta við framboð sitt til forseta-
embættis Austurríkis. Gyðingum
þótti Waldheim hallur undir araba
þegar hann var framkvæmdastjóri
S.Þ.
Bandamenn ekki saklausir
Ekki man ég eftir þvi að nokkru
sinni hafi maður úr liði bandamanna
verið sekur fundinn um stríðsglæpi
og er þó ljóst að a.m.k. sumir herim-
ir unnu hermdarverk sem vom
jafnsvívirðileg og þau er þýskir her-
menn vom dæmdir fyrir. Var
málsókn á hendur þýskum hermönn-
um enda gagnrýnd harkalega af
stríðsbræðrum þeirra úr liði banda-
manna, en kom þó fyrir ekki. I dag
er litið á Númbergréttarhöldin sem
hefndarréttarhöld - samkomu sem
ekki á að endurtaka.
Nú er það' vissulega svo að nastist-
ar frömdu ýmis hermdarverk og bar
að refsa hinum seku. Spurning er
hins vegar hvort elta eigi uppi hvert
atvik áratugum saman og á ég þá
ekki við hvort hætta eigi leit að
mönnum sem vitað er um að frömdu
glæpaverk. Þannig var t.d. eðlilegt
að Þýskaland leitaði að Mengele.
En hitt er að æra óstöðugan að vera
sífellt að grafa upp atvik sem litlu
máli skipta í dag - hundelta mann
sem í hita stríðsins fór aðeins út fyr-
ir strangan heraga, allt vegna þess
eins að þjóð hans laut í lægra haldi
fyrir 40 árum.
Og þeim mun hræsnisfyllri verður
þessi leit i ljósi þess að víða um lönd
em menn við völd sem hafa framið
hryðjuverk í miklu ríkara mæli en
þeir sem haldið er áfram leit að. Is-
lendingar viðurkenna t.d. ríkisstjóm
Pol Pots í Kampútseu en þeir kump-
ánar myrtu nokkrar milljónir landa
sinna og er ekki vitað til þess að
Vesturlandabúum hafi svelgst á því
að vera i skálaboðum með þeim
morðhundum. Suharto, einræðis-
herra Indónesíu, lét drepa ca 700.000
þús. kommúnista í blóðbaðinu eftir
að Sukamo var steypt af stóli. Hann
nýtur mestu sæmdar. Bokassa át
skólaböm og hlaut hæli í Frakk-
landi. Arafat er foringi fyrir samtök-
um sem hafa sprengt upp flugvélar
og rústað flugstöðvar. Hann var
vildarvinur Svía.
Nasistar komast ekki í
hálfkvisti við kommúnista
Og ekki verður vart við að menn
séu með ógleði vegna samskipta við
kommúnistaríkin. Þar hafa grimmd-
arverkin verið slík að nasistar
komast ekki í hálfkvisti við þarlenda
ráðamenn. Talið er að Mao tse tung
hafi látið drepa um 100 milljónir
manna á sínum glæpaferli og Stalín
60 milljónir, allt slíkar tölur að ofar
em mannlegum skilningi.
Á sínum tima vom Sameinuðu
þjóðimar samtök bandamanna og
stofhskrá S.Þ. átti að vera stjómar-
skrá fyrir heiminn. Frá upphafi hafa
þó verið í samtökunum þjóðir, sem
aldrei hafa virt mannréttindi og nú
er svo komið að mikill minnihluti
þjóðanna í S.Þ. býr við mannréttindi.
Samtökin em byggð á kristnum
hugmyndum um mannréttindi. Þær
Kjallarinn
HARALDUR BLÖNDAL
LÖGFRÆÐINGUR
hugmyndir eiga ekki upp á pall-
borðið hjá foringjum þjóðanna en
em hins vegar ágætar til þess að
fara með f skálaræðum eða i umræð-
um á þingi Sameinuðu þjóðanna.
I Eþíópíu er hungursneyð. Vestur-
landamenn hafa safnað miklu fé til
hjálpar og bjargað fjölda manna. Á
sama tíma fer fé ríkisins til kaupa á
hergögnum svo að halda megi áfram
tilraunum stjómarinnar til að berja
niður uppreisn íbúa Eritreu, og kom-
ið í veg fyrir að hjálp bærist þangað
frá Eþíópíu. Ekki veit ég til þess að
nokkur stjóm á Vesturlöndum hafi
gefist upp og slitið stjómmálasam-
bandi við þetta foma ríki.
a „Bokassa át skólabörn og hlaut hæli í
^ Frakklandi. Arafat er foringi fyrir sam-
tökum, sem hafa sprengt upp flugvélar og
rústað flugstöðvar. Hann er vildarvinur
Svía.“
Engln fordæmir ofsóknir
svartra á hendur svörtum
Á sama tíma er hins vegar rætt
um það í fullri alvöm að slíta sam-
bandi við ríkisstjóm Suður-Afríku,
en þrátt fyrir kynþáttastefnu stjóm-
arinnar búa svertingar þó við
nokkur mannréttindi og meiri en í
flestum ríkjum Afríku. Þeir hafa þó
a.m.k. bæði prentfrelsi og málfrelsi.
Desmond Tutu biskup fær að tala
gegn stjóminni og fara land úr landi,
m.a. taka við nóbelsverðlaunum.
Bera má örlög hans saman við örlög
Sakarovs eða Pastemaks.
Stjóm Suður-Afríku framfylgir
enn kynþáttastefiiu fyrri stjóma. En
það sér fyrir endann á þessari stefhu.
Væri ekki nær að stuðla að friðsam-
"legri lausn og tryggja jafhframt að
stjómvöld í Suður-Afríku séu hlynnt
Vesturlöndum, að þetta ríka land
verði áfram hluti Vesturlanda. Er
nauðsynlegt að eyðileggja menning-
ararfleifð íbúanna?
Og þeir sem tala mest um kyn-
þáttaofsóknir í Afríku ættu að líta
til annarra ríkja álfunnar - þar er
sá eini munur að svartir menn eru
þar að ofsækja svarta meðbræður
sína og reyna að útrýma þeim.
Haraldur Blöndal
Desmond Tutu biskup fær að tala gegn stjóminni og fara úr landi,
m.a. taka við nóbelsverðlaunum. Bera má örlög hans saman við ör-
lög Sakarovs eða Pasternaks.“
Óskastjórn Sverris náði
völdum í Stúdentaráði
Nýlega em afstaðnar kosningar til
Stúdentaráðs Háskóla íslands. Þá
sem fylgdust með þeim rekur eflaust
minni til þess að úrslit þessara kosn-
inga vom stórsigur fyrir vinstri-
menn. Umbótasinnar töpuðu einum
stúdentaráðsliða til Félags vinstri-
manna (FVM) og Vaka tapaði enn
meira í prósentum talið. FVM skorti
aðeins 48 atkvæði til þess að taka
mann af Vöku einnig og hafa þar
með meirihluta stúdentaráðsliða í
kjöri. Strax eftir að úrslit vom kunn
sendu vinstrimenn umbótasinnum
beiðni um viðræður um áframhald-
andi stjómarsamstarf. Svar barst
ekki fyrr en niu dögum seinna, þess
efnis að umbótasinnar assktu eftir
stjórnarmyndunarviðræðum með
aðild allra þriggja fylkinganna.
Félagsfundur FVM hafnaði tillög-
unni bréflega og ítrekaði fyrri beiðni.
Fulltrúar allra fylkinganna hittust
þó til þess að ræða málin og þá kom
fram að ekki var heldur áhugi fyrir
slíku samstarfi af hálfu Vökumanna.
Heitt í kolunum
í sömu viku hóf samninganefnd
umbótasinna viðræður við fulltrúa
Vöku. Þess skal getið að samninga-
nefhdin hafði fullt umboð félags-
fundar til þess að ákveða við hvora
fylkinguna hún ræddi, FVM eða
Vöku. Vinstrimenn fengu ekkert
svar við ítrekun sinni. Á félagsfundi
umbótasinna fimmtudaginn 3. apríl
var samþykkt að halda áfram við-
ræðum við Vöku, meðal annars á
þeim fólsku forsendum að ákveðnir
aðilar í Félagi umbótasinna stæðu í
einhvers konar leynimakki við
vinstrimenn. Fundi þessum lyktaði
þannig að um helmingur fundar-
manna gekk út í fússi. Heitt var í
kolunum og fékk meirihluti umbóta-
sinna það loks í gegn á fjölmennum
félagsfimdi 7. apríl að Vökusamstarf
var fellt.
Fimm menn fengu umboð til þess
að semja við vinstrimenn. En svo
illa vildi til að þeir fjórir umbóta-
sinnar, sem voru andvígir þessum
málalokum, eru stúdentaráðsliðar.
Tveir þeirra, þau Arí Edwald og
Ásdis Guðmimdsdóttir, kváðust
segja af sér vegna þessa. Eftir langa
vökunótt þótti sýnt að samningar
milli FVM og umbótasinna tækjust.
Þá um kvöldið hafði fyrsti fundur
nýkjörins stúdentaráðs verið boðað-
ur. Sama dag var haldinn félags-
fundur umbótasinna og ganga átti
frá samningum endanlega. Á þann
fund mættu fjórmenningamir ekki
og ekki lágu heldur fyrir uppsagnar-
bréf þeirra. Aðeins einn stúdentar-
áðsliði þeirra mætti, Kristján
Sigtryggsson. Því lá fyrir að fresta
þyrfti fyrsta fundi Stúdentaráðs.
Hvaö geröist?
Kl. 18 mættu fjórmenningamir síð-
an á stúdentaráðsfundinn og strax
varð ljóst að þeir höfðu ekki setið
auðum höndum. Björk Vilhelms-
dóttir, þáverandi formaður, bar upp
tillögu þess efnis að fundinum yrði
frestað um tvo daga þar sem ekki
væri búið að ganga formlega fiá
málefnasamningi FVM og Félags
umbótasinna. Tillagan var felld með
16 atkvæðum gegn 14. Var þá geng-
ið til stjómarkjörs og er skemmst frá
því að segja að frambjóðendur Vöku
og klofhingsmanna úr FUS hlutu
kosningu í öll embætti með 16 at-
kvæðum gegn 14 sem féllu frambjóð-
endum vinstrimanna f hag.
Af framansögðu er Ijóst að samn-
ingaviðræður gengu mjög treglega.
Það stafaði meðal annars af því að
Ari Edwald og Ásdis Guðmunds-
dóttir, fyrrverandi umbótasinnar,
vora ákveðin f þvi að beita öllum
ráðum til þess að endurvekja þann
meirihluta sem felldur var í janúar
siðastliðnum. I öðra lagi kom í ljós,
þegar hugmyndin um þriggja fylk-
inga stjóm var viðrað, að leggja átti
megináherslu á félagsstarf ýmiss
konar á kostnað lánamálabarát-
tunnar. Það gátu vinstrimenn aldrei
samþykkt og munu aldrei gera. I
þriðja lagi var greinilegt að vilji og
stefria Félags umbótasinna fór ekki
saman við áhugamál fjögurra af
fimm stúdentaráðsliðum þeirra.
Enda fór svo að þessi fjögur gengu
úr félaginu Vökumönnum á hönd
og kalla sig nú Stígandamenn, enda
ekki lengur tvístígandi um hægri
sinnaðar skoðanir sínar.
Það varð stúdentum til happs að
Jón Þór Víglundsson, annar maður
á lista umbótasinna nú, neyddist til
þess að segja af sér sem stúdenta-
Kjallarinn
VILBORG
DAVÍÐSDÓTTIR
STÚDENTARÁÐSLIÐI VINSTRI-
MANNA OG NEMI í
HÁSKÓLAÍSLANDS
ráðsliði vegna skorinorðra yfirlýs-
inga sinna í blaði ungra sjálfstæðis-
manna á Seltjamamesi. Þar kom
fram, svo notuð séu hans eigin orð,
að hann hefði einungis gefið kost á
sér til þess að verða þrettándi maður
hægrimanna í Stúdentaráði. FUS
hefur því í dag einn fulltrúa í ráð-
inu, Kristján Sigtryggsson.
Sú staða, sem er komin upp í dag,
er einstök í sögu Stúdentaráðs. í
stjómarandstöðu eru fylkingar sem
hafa samtals á bak við sig 65,5%
atkvæða, það er að segja, samanlagt
fylgi FVM (45%) og umbótasinna
(20,6%). Ekki verður hjá þvi komist
i lýðræðisþjóðfélagi að lita svo á að
kjósendur umbótasinna hafi greitt
stefhu þess félags atkvæði sín en
ekki einstökum frambjóðendum sem
eftir kosningu reynast svo vera á
öndverðum meiði við allt félag sitt.
Vilborg Daviðsdóttir
a „Sú staða, sem er komin upp í dag, er
^ einstök í sögu Stúdentaráðs. I stjórnar-
andstöðu eru fylkingar sem hafa samtals á
bak við sig 65,6% atkvæða,..“