Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 31
31 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. íslenskir glæsivagnar á bflasýningu Glæsileg bílasýning var haldin ný- lega á vegum nýs tímarits um bíla og mótorhjól, Túrbó. Bílasýning þessi var haldin í nýbyggingu í Skeiíunni í Reykjavík og tókst í alla staði mjög vel. Á sýningunni var mikill íjöldi af glæsilegum mótor- hjólum, sportbílum, jeppum og fombílum áuk ýmissa annarra farar- tækja, svo sem vélsleða, buggy- vagna og jafnvel vélknúinna svif- dreka. Það var einmitt einn slíkur í eigu K. Richters sem sýningargestir kusu athyglisverðasta tækið á sýn- ingunni. Guðmundur Bjamason ótti athyglisverðasta fombílinn á sýn- ingunni en sýningargestum gafst einmitt kostur á að skoða óvenju- marga og glæsilega fombíla á þessari sýningu. Athyglisverðasti jeppinn var Cherokee 360 í eigu Bjöms Ólafssonar en áhorfendur töldu 96 Corvettuna þeirra Jóhanns Kristjánssonar og Lilju Oddsdóttur vera athyglisverðasta sportbílinn á sýningunni. Mótorhjólið, sem áhorf- endur töldu vera athyglisverðast á sýningunni, var 6 cyl., 1130 cc Honda CBX í eigu Hjartar Haraldssonar. Jóhann A. Kristjánsson. Það ættu fáar torfæmr að standast áhlaup Cherokeesins hans Bjöms Ólafssonar ef dæma má eftir dekkjabúnaðin- um undir jeppanum. Það var einmitt þessi jeppi sem kosinn var sá athyglisverðasti á sýningunni. Það er ánægjulegt þegar „nýir“ fombílar bætast í fombílaflota okkar íslendinga en hér sjáum við einn slikan, tiltölu- lega nýlega innfluttan frá Bandai-íkjunum. Er það Chevrolet DeLux árgerð 1951 en eigandi bílsins er Sigurður Haraldsson. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson, Á sýningunni vom margir kraftmiklir og rennilegir sportbílar, en að mati sýningargesta bar þessi þó af þeim öllum. Er þetta Chevrolet Corvetta Stin- grey árgerð 1969 og var Corvettan kosin athyglisverðasti sportbíllinn á sýningunni og er það í sjöunda skiptið sem Corvettan fær fyrstu verðlaun á bílasýningum hér á landi. Hjörtur Haraldsson ótti mótorhjólið sem kosið var það athyglisverðasta á sýningunni. Var það Honda CBX árgerð 1979 með sex strokka, 1130 cc vél. Hámarkshraði hjólsins er 250 km/klst. en þetta hjól á einn af bestu tímunum sem náðst hafa á kvartmílubrautinni við Straumsvík. Fornbílarnir á sýningunni vom margir óvenjuglæsilegir en þessi bar þó af þeim öllum. Er þetta Ford Victoria árg. 1956 sem eigandinn, Guðmundur Bjamason, hefur gert upp í sinni uppmnalegu mynd. Vegna mikillar eftirspurnar AUKAFERÐ fyrir ELDRI BORGARA Brottför 6. maí — 3 vikur. Verð frá kr. 29.600,- Fararstjóri Rebekka Kristjánsdóttir. Hjúkrunarfræðingur á staðnum. ____________ FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580 0TC04VTMC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.