Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 27
27 DV. MÁNUDAGUR 14.'APRÍL 1986. Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga- Knattspyrna unglinga Marka- kóngur Reykja- víkur- mótsins! Á komandi Reykjavíkurmóti er ætlunin að fylgjast náið með því hverjir skora mörkin og birta vikulega lista yfir 10 hæstu markaskorara félag- anna - en ekki í hverjum flokki fyrir sig. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf góða samvinnu við félög- in þegar þar að kemur. funda Félagsfundur í Knattspyrnudóm- arafélagi Reykjavíkur verður hald- inn í KR-heimilinu mánudaginn 21. apríl nk. kl. 20. Fundarefni: Starfsemi komandi keppnistímabils. Nýjar reglur frá landsdómararáð- stefnu. Önnur mál. Fyrirspurnir. Nýir unglingadómarar fá afhenta dómarabúninga. Mætum öll og búum okkur vel undir sumarið. Stjórn KDR. - Hann þykist fær í flestan sjó eftir að hann fékk knatt- spyrnudómaraskírteinið!!! „Markmaðurinn hjá okkur heitir Steinn og er grjótharður, enéghefaldreiséð þessa mynd af honum!!!“ - Ég mundi skjóta á mitt markiö ef ég værí í þínum sporum!!! f Sindri sendir lið í alla flokka ! íslandsmótsins! - Albert Eýmundsson þjátfar á Hófn í Homafirði Laugardaginn 22. febr. sl. kom 3. ■ fl. Sindra frá Höfn í Hornafirði í I heimsóknádrengjalandsliðsæfingu I á gervigrasinu í Reykjavík. Strák- ■ arnir voru með hluta af æfingunni I og ekki varð annað séð en að þeir 1 kynnu eitt og annað fyrir sér i I knattspyrnu. Þjálfari strákanna er gg Albert Eymundsson sem er marg- ■ reyndur og hefur náð góðum I árangri sem þjálfari. Hann tjáði I Unglingasíðunni að Sindri myndi ’ senda lið í öllum flokkum á íslands- I mótið i sumar. Myndin var tekin af strákunum frá Höfn á drengjalandsliðsæfing- unni. í fremri röð frá vinstri: Erlingur Kristinsson, Börkur Þor- geirsson, Rafnkell Guttormsson, Heimir Karlsson, Sveinbjörn Steinþórsson, Erlendur Eiríksson, Ingólfur Einarsson og Jón Bjöms- son. Aftari röð frá vinstri: Þorbjörn Vignisson, Aðalsteinn Ingólfsson, Jóhannes Guðmundsson, Jón G. Bjarnason, Svanberg Guðleifsson, Stefán Magnússon, Jón I. Ingi- bergsson, Hermann Stefánsson, Sævar Gylfason og Albert Ey- mundsson þjálfari. (DV-mynd HH). Erlingur Kristinsson er 14 ára og er leikmaður með Sindra frá Höfn í Homafirði. Hann segist hafa byijað í 6. flokki. Drengur- inn æfir og spilar einnig handknattleik. Hann stóð sig mjög vel á drengjalandsliðsæf- ingunni og er greinilegt að þar fer gott efni. - Jú, Albert er frá- bær þjálfari, segir Erlingur. Hann segir mikinn fótboltaá- huga á Höfn og að þar sé hugurj í mönnum að standa sig vel á komandi leiktimabiU. „Astandið verst hjá Valsmönn- um!“ - upplysirAsbjom Sveinbjömsson, fom. KDR Unglingasíðan hafði samband við formann Knattspyrnu- dómarafélags Reykjavíkur (KDR), Ásbjörn Sveinbjörnsson, og spurði hvort búast mætti við betri mætingu dómara á ungl- ingaleiki kom- andi keppnistimabils en á því siðasta. Ásbjörn hafði þetta að segja: „í upphafi knattspyrnuvertíðar er ekki úr vegi að líta til baka til sl. keppnistímabils þar sem dómaramál- in voru þá í mjög slæmu ástandi. Forföll voru tið. I sumum tilfellum gleymdu umsjónarmenn dómara í félögum hreinlega að boða þá til leikjanna. Það er mikill hugur í stjórnar- mönnum KDR að bæta þetta á komandi keppnistímabili. Ég vil hér greina frá því helsta sem er á döfinni í því sambandi. Sl. haust var skipuð nefnd fulltrúa Reykjavíkurfélaganna, KRR og KDR. Nefndin gerði það að tillögu sinni að notast við það boðunarkerfi dómara sem hefur verið við lýði und- anfarin ár en virkja það betur en hingað til - og með þeirri breytingu að fenginn verði ákveðinn aðili til að vera nokkurs konar milligöngu- maður. Raði hann leikjum á dómara félaganna og sendi út tilkynningar þess efnis einu sinni í mánuði. Vert er að taka fram að mikil ábyrgð hvíl- ir á herðum umsjónarmanns félag- anna. Dómaranámskeið Haldið var dómaranámskeið sl. haust þar sem 14 nýir dómarar voru útskrifaðir frá Reykjavík. Það vakti furðu að enginn þeirra er frá Val en hjá því félagi var vandinn hvað mest- ur í fyrra. Stjórn KDR hefur fengið tvo reynda dómara til að leiðbeina ungl- inga- og héraðsdómurum. Slikt ætti að vera þeim til hagsbóta. Yngri dómarar ættu svo sannarlega að nýta vel þennan möguleika til að bæta sig. Við vonumst því til að dómarar taki þessu vel - því ég er sannfærður um að þetta mun bæta dómgæsluna til muna og skila okkur betri dóm- urum á komandi árum. Ég við nota tækifærið og minna alla héraðs- og unglingadómara í Reykjavik á fund sem haldinn verður í KR-heimilinu mánudaginn 21. apríl nk. og hefst kl. 20.“ • -HH DÓMARA- HORNIÐ - Guðmundur Haraldsson spurður álHs Unglingasíðan mun af og til vera með „dómarahorn" og munu vafa- atriði í dómgæslu og kannski sitthvað fleira verða á dagskrá. Fyrstur fyrir svörum er einn af okkar snjöllustu dómurum, Guð- mundur Harladsson milliríkjadóm- ari, og mun hann leysa úr þessum 2 spurningum: 1. spurning: I fyrri hálfleik í mjög áríðandi leik „dribblar" Jón í gegn- um vörn andstæðinganna á ca miðjum vallarhelmingi þeirra. Fé- lagi hans, Kjartan, fylgir fast eftir því hann er mjög fljótur. Eru þeir því báðir komnir inn fyrir vöm mótherjanna. En hvað um það - Jón sendir boltann aftur á Kjartan sem brunar í átt að markinu og skorar. Spurt er: Var Kjartan rang- stæður? 2. spurning: í síðari hálfleik er Kjartan aftur á ferðinni og skorar glæsimark með hörkuskoti af um 18 m færi. Jón stóð aftur á móti fyrir innan vörnina í skotlínu Kjartans. Spurt er: Var Jón rang- stæður? Magnús Haraldsson gaf eftirfar- andi svör: í fyrri spurningunni er Kjartan réttstæður vegna þess að Jón sem fremsti maður gaf boltann til baka á Kjartan. Ef aftur á móti Jón gefur boltann fram á Kjartan sem fremsta mann þá er að sjálf- sögðu rangstaða, samanber. Framherji leikur upp að enda- mörkum og gefur boltann fyrir markið og til baka. - Hann er auðvitað ekki rang- stæður. I spurningu nr. 2 er mark Kjart- ans að öllum líkindum ólöglegt vegna þess að Jón hefur áhrif á leikinn. hann er í skotlínu og gæti skvggt á eða truflað markvörðinn á annan hátt og er því rangstæður. Sé Jón aftur á móti utan skotlinu, þannig að hann truflar ekki mark- vörðinn, dæmist mark. Annars er þetta matsatriði hverju sinni. Menn hefur oft greint mjög á ein- mitt í þannig tilvikum, sagði Guðmundur. -HH Guðmundur Haraldsson milli- rikjadómari. (DV-mynd HH.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.