Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Side 12
12
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
I ■■
AÐALFUNDUR
Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís-
lands fyrir árið 1985 verður haldinn í Múlabæ
að Ármúla 34 fimmtudaginn 17. apríl 1986.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Fundurinn hefst kl. 20.30.
Stjórnin.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Starfsfólk óskast til ræstinga við Kópavogshæli. Hlutastarf.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri Kópavogshælis i síma 41500.
Starfsmaður óskast nú þegar við dagheimilið Sunnuhlíð.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160.
Vélfræðingur óskast til starfa við þvottahús ríkisspítalanna Tunguhálsi 2.
Upplýsingar veitir yfirvélstjóri þvottahússins í síma 671677.
Starfsfólk óskast til vinnu við þvottahús ríkisspítalanna Tunguhálsi 2. Boðið
er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahússins í síma 671677.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast í fasta vinnu og til sumarafleysinga
á kvenlækningadeild 21A og krabbameinslækningadeild 21A.
Ljósmæður og sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga í meðgöngudeild og
sængurkvennadeild.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans í sima
29000.
Félagsráðgjafi óskast i 75% starf við Kópavogshæli.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspítala
fyrir 12. maí nk.
Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Kópavogshælis í síma 41500.
Deildarmeinatæknir óskast við rannsóknastofu Vífilsstaðaspítala í fullt starf
frá 1. júlí nk.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir rannsóknastofu Víflsstaðaspítala í síma
42800.
Deildarmeinatæknir óskast í hálft starf við Rannsóknastofu Háskólans í réttar-
læknisfræði. Æskilegt er að umsækjandí hafí reynslu við ákvörðun erfðamarka
í blóði.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði
í síma 29000.
Yfirsjúkraþjálfari óskast við Kópavogshæli. Upplýsingar veitir yfirlæknir
Kópavogshælis í sima 41500.
Matráðsmaður með matartæknapróf óskast við eldhús Landspítalans. Vinnu-
tími kl. 16 til 20.
Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður fyrir hádegi í síma 29000.
Aðstoðarlæknar (2) óskast til 6 mánaða með möguleika á framlengingu við
röntgendeíld Landspítalans. Önnur staðan er laus frá 1. júní nk. en hin frá
1. júlí nk.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir
12. maí nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður röntgendeildar í síma 29000.
Aðstoðarlæknir óskast til 1 árs frá 1. júlí nk. við meinefnafræðideild Landspít-
alans.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspitala fyrir
23. maí nk.
Upplýsingar veita yfirlæknar meinefnafræðideildar I síma 29000.
Hjúkrunarfræðingar óskast á öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni
10B, á morgun- og kvöldvaktir. Einnig koma til greina vaktir frá kl. 08 til 13.
Sjúkraliðar óskast á öldrunarlækningadeild á allar vaktir og einnig á nætur-
vaktir alfarið. Til greina koma líka vaktír með vinnutíma frá kl. 08 til 13.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunar-
lækningadeildar Landspítalans I síma 29000.
Hjúkrunarstjóri óskast frá 1. júní nk. við Kópavogshæli til afleysinga í 6
mánuði.
Upplýsingar veitir yfirlæknir Kópavogshælis í síma 41500.
Aðstoðarlæknar (2) óskast til eins árs við handlækningadeild Landspítal-
ans. Fyrri staðan er laus frá 1. maí nk. en sú seinni frá 1. júní nk.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir
24. apríl nk.
Upplýsingar veita yfirlæknar handlækningadeildar Landspítalans í síma
29000.
Reykjavík, 13. apríl 1986.
DAGMÆDUR
Dagmæður óskast nú þegar, helst í nágrenni Landspítalans.
Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi ríkisspítala I síma 29000 - 241.
Reykjavík, 13. apríl 1986.
Neytendur Neytendur Neytendur
Toshiba örbylgjuofn
er allt að 17%
dýrari á Akureyri
en í Reykjavík
auk þess sem
greiðsluskilmálar eru
óhagstæðari.
HÆRRA VERÐ OG
LAKARI GREIÐSLU-
KJÖR FYRIR
LANDSBYGGÐARFÓLK
í verðkönnun verðlagsstofnunar,
sem birt var nú fyrir skömmu og
sýndi mismun á verðlagi eftir lands-
hlutum, kom fram að neytendur
utan höfuðborgarsvæðisins virðast
þurfa að borga meira fyrir neyslu-
vörur sínar en þeir sem á suðvestur-
horninu búa. Hluta þessa munar
má útskýra með hærri útgjöldum
kaupmanna á landsbyggðinni
vegna flutningskostnaðar en það
segir alls ekki alla söguna. Þessi
verðmismunur birtist einnig í verði
á annarri vöru, s.s. heimilistækjum,
og er ekki það einasta að þessi tæki
séu dýrari úti á landi heldur eru
greiðsluskilmálar oft óhagstæðari.
Það dæmi, sem fer hér á eftir, sýn-
ir að Toshiba örbylgjuofnar eru
seldir á mjög mismunandi kjörum
eftir því hvort keyptir eru í Reykja-
vík eða á Akureyri.
Á það skal bent að með í kaupun-
um hjá Einari Farestveit og hjá Raf
h/f, Kaupangi, fylgja námskeið í
notkun og matreiðslu í örbylgjuofni
og eru þau venjulega haldin 4-6 vik-
um eftir kaup og gilda fyrir tvo.
Þessi þjónusta er ekki innifalin í
verðinu hjá KEA. Þar eru ofnamir
þó dýrari en í Raf þótt greiðsluskil-
málar séu aftur á móti hagstæðari.
Við almenna athugun á heimilis-
tækjum og stærri húsgögnum
reyndist hið sama vera upp á ten-
ingnum og þá sérstaklega á minni
stöðum en Akureyri. Landsbyggð-
arfólk er orðið þreytt á þessum mun
sem i mörgum tilfellum er meiri en
eðlilegt má teljast og því borgar sig
oft að ferðast til höfúðborgarinnar
til að versla því verðmismunur og
betri greiðslukjör greiða ferðina
upp. Þessi verslunarmáti styrkir
aftur á móti ekki heimaverslanimar
og kemur því í veg fyrir að þær
geti boðið betri kjör.
-S.Konn.
Verslun Toshiba örbylgjuofnar ER 7800 ER 7700 ER 665
E. Farestveit 26.900,- 24.600,- 18.450,- 1/3út,afg.á6mán.
KEA Akureyri 26.500,- 21.500,- 1/3 út, afg. á6mán.
Raf Akureyri 28.515,- 26.100,- 21.100,- 1/2 út, afg. á3mán. -S, Konn.
Eigin verðgæsla:
Svipað verð í
Keflavíkurfoúðum
Nú eru allir landsmenn orðmr verð-
gæslumenn, en verkalýðsfélög og
neytendafélög víða um land hvetja
félagsmenn sína til þess að fylgjast
grannt með verðlagi. Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur og ná-
grennis og Verkakvennafélag Kefla-
víkur og Njarðvíkur gerði verðkönn-
un í fjórum verslunum í Keflavík 25.
mars sl. Mestu munaði hvað dýrast
var í versluninni Sparkaup en þar
vom vömmar 12% dýrari en i þeirri
verslun sem ódýrst var, Hagkaup. Að
öðm leyti em niðurstöður könnunar-
innar birtar hér. Við rákumst á þessa
verðkönnun í Víkurfréttum. -A.Bj.
KONNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR tjð- Veri ÐŒSA 25/3 ’86
Vörutegundir Alg. verö í stórmörkuðum á höfuðb.sv. Alg. verð í kjörbúð á höfuðb.sv. Nafn á búð: Nonni & Bubbi Nafn á búð: Samkaup Nafn á búð: Hagkaup Nafn á búð: Sparkaup
Lambalifur 1 kg 140-150 kr. 140-160 kr. . \Mb. oo lM7oo /<áTZÖ ~~7V7.vn
Ýsuflök, ný 1 kg 160-170 kr. 160-180 kr. \5n'.no \b23o /W- Zo /fö-So
Laukurlkg 32-35 kr. 35‘-40 kr. 33-Sc 2 4.00 2?.2o 37 .oc
River rice hrisgrj. 454 gr. 33 kr. 34,40 kr. 3<>.S0 fctck.; Tií ‘33. &dO' Tl'/
Paxo rasp 142 g 33 kr. 36 kr. 38,So 3MSo 32. «o 36-QO
Libby’s tómatsósa 340 g 37 kr. 41 kr. Ut.GD ÁQ.öS £ll; ti i /2. -
Sanitas tómatsósa 360 g 33 kr. 37 kr. 'Ab.L/n 'SU.lS' 33,bo 3S'.oo
K. Jónsson sardínur 106 g 31 kr. 35 kr. 32.7 o 31.bo 36MS
Ora sardínur 106 g 32 kr. 36 kr. 2USo 37,SS- 3o-7c 3ó- 3o
Nesquick kakómalt 400 g 80 kr. 91 kr. ÍOZ. Sö SV. Qo 7S-6o QQ.bo
GosiVrl 11-13 kr. 11-13 kr. /íío /7-6o /2.Sb tO.So
hící y< i 11-13 kr. 12-14 kr. ty.co /2. fo /2-Sb /X2o ,
SvaH Vt 1 11-13 kr. 12-14 kr. /2. 7ð" /2. So /ZSo /3 3 o
C-ll þvottaduft 650 g 53 kr. 58,92 kr. T,'( sv.ro Sf. 7o 63.3ST
Iva þvottaduft 550 g 63 kr. 72 kr. 57.oo ÓZ.SD bt.Qo 7J- (O
Vex þvottaduft 700 g 60 kr. 62,87 kr. Ekk.] 77/ 5'7. £0 £k<; t,( 6í.2r
Hreinol uppþv.lögur 530 ml 38 kr. 41 kr. Vj./ö Uoso 28. so VJ 2o
Vex uppþv.lögur 330 ml 31 kr. 34 kr. £kt; r.'( Ekk'. T>'( bo 8o lY-Oo
Þvol uppþv.lögur 505 g 43 kr. 47 kr. O o Vo W.QO /3-5-q vs. ?sr~
SAMTALS: 994,00 960,05 939,97 j 11022,15