Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 23
D¥. MÁNUPAGUR.114, APjRÍL J986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir* Iþróttir Ásgeir bestur í Kaiserslautem - að mati Bild. Skoraði í jafntefli Stuttgart. „Þykir leitt að ég skyldi skora/‘ sagði Bremenbaninn Sex kvennalands- leikir hér á landi í sumar. Sigurbergur áfram þjálfari íslenska kvennalandsliðið i knatt- spyrnu mun leika sex landsleiki hér á landi i sumar. Fyrstu leikir liðsins verða gegn Færeyingum í lok júní. 1 lok júlí mun liðið leika tvo leiki við V-Þjóðverja og síðustu leikir sumarsins hjá kven- fólkinu verða 21. og 23. ágúst gegn Svisslendingum. Sigurbergur Sigsteinsson mun áfram sjá um þjálfun liðsins. - fros Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson átti mjög góð- an leik og var kjörinn besti maður vallarins hjá Bild er Stuttgart og Kaiserslautern gerðu jafntefli á heimavelli Kaiserslautern á föstu- dagskvöldið, 2-2. Bild hrósaði Ásgeiri sérstaklega fyrir léik hans í fyrri hálf- leiknum. Ásgeir kom Stuttgart á sporið á 20. mín. eftir að hafa fengið góða send- ingu frá Júrgen Klinsman. Stuttgart var mun betri aðilinn en heimamenn náðu undirtökunum í síðari hálf- leiknum. Andreas Brehme náði að jafna á 60. mínútu með þrumuskoti. Klinsman kom Stuttgart aftur yfir 13 mínútum síðar með skallamarki eftir homspyrnu Pasic. Dúsek skor- aði skömmu síðar fyrir Kaiserslaut- em og úrslitin 2-2. Sanngjamt jafntefli. „Þykir leitt að ég skyldi skora“ „Eg vona að Bremen verði meistari og mér þykir það leitt Bremen vegna að ég skyldi skora þetta eina mark. Ég leik fyrir peninga og ég verð því alltaf að spila fyrir lið mitt,“ sagði Franz Raschid sem skoraði eina mark Bayer Uerdingen í sigri liðsins á toppliði Bremen á föstudagskvöld- ið. Raschid skoraði mark sitt á tólftu mínútu síðari hálfleiksins og Bremen varð að þola sitt fyrsta tap síðan 24. nóvember. Sigur Uerdingen var sanngjarn. Liðið barðist betur allan leikinn en marga fastamenn vantaði í lið Brem- en. Atli Eðvaldsson lék allan leikinn sem vamartengiliður í liði Uerding- en og fékk fjóra í einkunn hjá Bild. Annars urðu úrslit þessi í bundeslig- unni um helgina: Mannheim-Saarbrúcken...........1-0 Fort. Diisseldorf-Hamburger....3-1 Bor. Dortmund-Bayern Múnchen ....0-3 Númberg-Köln...................3-0 Eintr. Frankfurt-Schalke.......3-0 B. Leverkusen-Mönchengladbach ....3-1 Kaiserslautem-Stuttgart........2-2 Bochum-Hannover................3-2 B. Uerdingen-Werder Bremen.....1-0 „Þessi sigur gefur leikmönnum mínum aukið sjálfstraust. Nú getum við í fyrsta sinn unnið titilinn án þess að fá hjálp frá öðrum,“ sagði Udo Lattek, þjálfari Bayern Múnchen, eftir að liðið hafði lagt Dortmund að velli á útivelli, 1-3. Bayem hafði ekki sigrað Dortmund á útivelli síðan 1971 fyrir leikinn og lengst. af fyrri hálfleiks leit ekki út fyrir neina breytingu þar á. Dort- mund var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Hans Pfluger náði forystunni óverðskuldað fyrir Bayern tíu mínút- um fyrir leikhlé. Heimamenn voru ekki jafnsterkir i síðari hálfleiknum og Roland Wolfhart náði tívegis að skora fyrir Bayern í bæði skiptin eftir frábæran undirbúning Sören Ijerby. Jean-Marie Pfaff var besti maður vallarins. Hann átti snilldar- leik í markinu fyrir Múnchénbúa og bjargaði nokkrum sinnum mjög vel í fyrri hálfleiknum. Mönchengladbach tapaði illa fyrir Leverkusen á útivelli og það var fyrst og fremst hörmungardagur norska landsliðsmarkvarðarins Eric Thorstvedt sem réð úrslitum. Thorstvedt hefur leikið mjög vel fyr- ir Gladbach á tímabilinu en hann var óraleið frá sínu besta á laugardag- inn. Hann var mjög óöruggur og átti sök á öllum mörkunum á laugardag- inn. Sjálfsmark Winkhold, Zechel og Herbert Waas urðu til þess að koma stöðunni í 3-0 áður en Uwe Rahn skoraði eina mark Gladbach. Staða efstu liða er nú þessi: Werder Bremen.....31 20 7 4 81-38 47 Bayem Múnchen.....31 20 5 6 76-31 45 Mönchengladbach ...31 15 11 5 63-42 41 Stuttgart.........31 15 7 9 62-42 37 B. Uerdingen......29 15 6 8 48-54 36 B. Leverkusen.....31 14 8 9 59-48 36 -fros • Ásgeir Sigurvinsson skoraði mark og lék mjög vel í jafntefli Stuttgart og Kaiserslautern. Víkingur mætir Augnabliki í Mjólkurbikamum - KSI samdi við mjólkurdagsnefnd Leikið um sæti í úrslitum - HSÍ-bikarsins í kvöld Fyrir helgi tókust samningar með mjólkurdagsnefnd og KSÍ en nefndin hefur ákveðið að styðja rausnarlega við bakið á sambandinu. í staðinn mun nafn bikarkeppninnar nú verða Mjólkurbikarkeppnin, bikarkeppni KSÍ. Samningar aðilanna eru út keppnistímabilið. Þegar hefur verið dregið í Mjólkur- bikarnum. Víkingur mun hefja leik sinn gegn hinu dæmalausa liði, Augnabliki, og mun leikurinn fara fram á heimavelli Víkings. Fyrstu deildarliðin sitja hjá í fyrstu umferð en Þróttur, sem féll niður í 2. deild með Víkingi, mun leika gegn Reykja- víkurliðinu Leikni í 1. umferð. Þá verður stórleikur á Húsavík er heimamenn mæta nágrönnunum KA. Fyrsta umferðin fer fram dagana 27.-28. mai og 2. umferð fer fram 11. júní en drátturinn varð þannig: Þróttur R.-Leiknir R. Stjarnan-Léttir Fylkir-Hafnir Víkingur R.-Augnablik UMFN-Árvakur Afturelding-Grindavík Grundarfj örður-H V Hveragerði-Selfoss Leiftur-Vaskur Völsungur-KA Tindastóll-Magni Höfðstrendingur-KS Leiknir F.-Einherji Höttur-Austri E. Þróttur N.-Huginn Valur Rf.-Hrafnkell 2. umferð Reynir S.-Ármann Haukar-ÍK ÍR-Þróttur/Leiknir R. Afturelding/Grindavík-Víkingur Ó. Víkverji/Skallagrímur-Skotfélag R. UMFN/Árvakur-Selfoss/Hveragerði V íkingur/Augnablik-Stj arnan/Létt- ir Fylkir/Hafnir-Grundarfjörður/HV Völsungur/KA-Leiftur/Vaskur Höfðstrend./KS-Tindastóll/Magni V alur/Hrafnkell-Leiknir/Einheiji Höttur/Austri-Þróttur N./Huginn Þriðja umferðin, þar sem leikið er um sæti í 16-liða úrslitum keppninn- ar, fer síðan fram 1.-2. júlí. -fros Úr því fæst skorið í kvöld hvaða lið munu leika saman í bikarúrslitum HSI en dregið var í þeim á fimmtu- daginn. FH mætir Víkingi og fer leikur liðanna fram i íþróttahúsinu í Hafnarfirði klukkan 20. Á sama tima hefst síðan leikur Ármanns og Stjörnunnar í Laugardalshöll. Þá hefur verið ákveðið að bikarúrslitin í handbolta kvenna, á milli Fram og Stjörnunnar, muni fara fram á miðviku- dagskvöldið klukkan 20. Strax að þeim leik loknum hefst síðan úrslitaleikurinn í fyrsta flokki á Islandsmótinu á milli Leiftra og KR. - fros VORUM AÐ FA svefnpoka og bakpoka í miklu úrvali Verð kr. 2.995 Verð kr. 2.090 Verð kr. 2.533 Verð kr. 1.619 Svefnpokar frá kr. 1.480 til kr. 3.985 -15° til +1 Verð kr. 2.400 Tjöld í miklu úrvali Verð frá kr. 4,200 Svefnpoki kr. 3.985 15° til +15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.