Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 40
40
Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi
landlæknir, lést 5. apríl sl. Hann var
fæddur á Húnsstöðum, A-Hún. 2. maí
1903. Foreldrar hans voru hjónin
Sigurður Jóhann Sigurðsson og Sig-
urbjörg Gísladóttir. Sigurður iauk
embættisprófi frá Háskóla Islands
1929, stundaði framhaldsnám í Dan-
mörku og Þýskalandi. Dr. med. við
Háskóla Islands 1951. Hann var skip-
aður berklayfirlæknir 1935, heilsu-
gæslustjóri Tryggingastofnunar
ríkisins 1948. Hann var landlæknir
frá jan. 1960 sept. 1972. Eiginkona
♦ hans var Ragnheiður Bryndís Ás-
geirsdóttir, hún lést 1980. Þau hjón
eignuðust þrjár dætur. Útför Sigurð-
ar verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík á morgun kl. 13.30.
Sigurður Jónasson lést 6. apríl sl.
Hann fæddist 3. desember. 1925. For-
eldrar hans voru hjónin Ruth
Jónsdóttir og Jóiias Magnússon. Sig-
urður lauk prófi frá Verslunarskóla
íslands 1945. Hann starfaði hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa í nokkur
ár, síðan hjá Sænska frystihúsinu í
Reykjavík, þá var hann sparisjóðs-
stjóri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði
og umboðsmaður Flugfélags íslands
þar. Árið 1973 flutti hann með fjöl-
skyldu sína til Reykjavíkur og
starfaði síðastliðin 12 ár hjú Land-
mælingum íslands. Eftirlifandi
eiginkona hans er Hildur Bjarna-
dóttir. Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið. Útför Sigurðar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Dýrleif Ólafsdóttir andaðist í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri að
morgni föstudagsins 11. apríl.
, Elín Skaftadóttir andaðist fimmtu-
daginn 10. apríl.
Sigríður Ólafsdóttir, Narfakoti,
Njarðvík, lést í Landakotsspítala 11.
april.
Siguijón Jónsson, Brekku, Gufudal,
sem andaðist í sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar þann 7. apríl sl., verður
jarðsunginn frá Gufudalskirkju
laugardaginn 19. apríl kl. 15.
Smári Ferdinandsson, Hjallabraut
35, Hafnarfirði, verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag-
inn 15. apríl kl. 13.30.
Áslaug Arnardóttir, Álfheimum 13,
Reykjavík, sem lést 7. apríl, verður
jarðsungin frá Áskirkju þriðjudag-
inn 15. apríl kl. 15.
Happdrætti
Bindindisfélag ökumanna
Dregið hefur verið í tölvuhappdrætti
Bindindisfélags ökumanna. Vinn-
ingar féllu þannig: 1. Apple IIC tölva
nr. 2936. 2. Goldstar MSX tölva nr.
3649. 3. Goldstar MSX tölva nr. 2898.
4. Goldstar MSX tölva nr. 3128. 5.
Goldstar MSX tölva nr. 1834. 6.
Goldstar MSX tölva nr. 2786. Vinn-
inga skal vitja á skrifstofu Bindindis-
félags ökumanna, Lágmúla 5, innan
eins árs.
85 ára afmæli á í dag, 14. apríl, Óli
Pétursson, Hlíðarvegi 20, ísafirði.
Þar hefur hann unnið margvísleg
störf. Hann er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún H. Ásgeirs-
dóttir en lést 1934. Seinni kona hans
var Sveinsína V. Jakobsdóttir. Hún
lést árið 1983. Óli ætlar að taka á
móti gestum á heimili sínu eftir kl.
17 í dag.
Sextug er í dag, mánudag 14. apríl,
Guðlaug Hallbjörnsdóttir, matráðs-
kona hjá Skeljungi/Skerjafirði, til
heimilis að Reynimel 84. Mun hún
taka á móti gestum í Kiwanishúsinu,
Brautarholti 26, nk. laugardag, 19.
apríl, kl. 18.
Fundir
Félagsfundur Jöklarannsókn-
arfélags íslands
verður haldinn að Hótel Hofi, Rauð-
arárstíg, þriðjudaginn 15. apríl 1986,
kl. 20.30. Dagskrá: Oddur Sigurðsson
sýnir myndir teknar úr lofti af jökl-
um og af hálendinu. Kaffidrykkja og
umræða um félagsstarfið. Saman-
dregnar niðurstöður umræðuhópa.
Aðalfundur Útivistar verður haldinn
að Hótel Esju, 2. hæð, fimmtudaginn
17. apríl kl. 20. Venjuleg aðalfundar-
störf. Aðeins skuldlausir félagar fá
aðgang. Árgjald 1985 má greiða við
inngang. Reikningar liggja frammi á
skrifst. Lækjarg. 6a., sími/símsvari:
14606. Sjáumst.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Síðasti félagsfundur vetrarins verður
haldin í dag, 14. apríl, í safnaðar-
heimili kirkjunnar við Vesturbrún
og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega.
Spiluð verður félagsvist og boðið upp
á kaffi. Allir velkomnir.
Hið íslenska sjóréttarfélag
Fræðslufundur í hinu íslenska sjó-
réttarfélagi verður haldinn miðviku-
daginn 16. apríl 1986 kl. 17 í stofu
203 (2. hæð) í Lögbergi, húsi laga-
deildar Háskólans. Fundarefni:
Landhelgisgæsla á íslandi, hlutverk
hennar og réttarstefna. Frummæl-
andi: Jón Magnússon, lögfræðingur
Landhelgisgæslunnar. Áð loknu
framsöguerindi verða almennar um-
ræður. Félagsmenn og aðrir áhuga-
menn um málefni Landhelgisgæsl-
unnar eru hvattir til að fjölmenna.
Félagið ísland-ísrael
heldur fund í dag, mánudag 14. apríl,
kl. 20.30. í sal í norðurálmu Hall-
grímskirkju. Sagt verður frá ferð á
heimsþing vináttufélaga við Israel
sem haldið var 9.-16. febrúar sl. í
Jerúsalem. Einnig verða sýndar lit-
skyggnur sem teknar voru í ferðinni.
Á eftir verður svo kaffídrykkja og
rabb. Félagar eru hvattir til að mæta
og taka með sér gesti. Nýir félagar
velkomnir.
Málfreyjudeildin Kvistur
heldur fund á Hótel Esju í kvöld,
mánudag 14. apríl, kl. 20.30. Gestir
velkomnir.
Tónlist
Háskólatónleikar
Áttundu og síðustu háskólatónleik-
arnir á vormisseri 1986 verða haldnir
í Norræna húsinu miðvikudaginn 16.
apríl. Carmel Russill sellóleikari og
Stephen J. Yates píanóleikari fiytja
sónötu ópus 102 nr. 1 í C-dúr eftir
Beethoven og þrjú lög fyrir selló og
píanó eftir Stephen Yates. Tónleik-
arnir hefjast kl. 12.30 og standa í um
hálftíma.
Tónleikar i apríl 1986
Miðvikud. 16. april,
Norræna húsið kl. 12.30:
Háskólatónleikar,
Carmel Russill, selló, Stephen Yates,
píanó.
Fimmtud. 17. apríl,
Háskólabíó kl. 20.30:
Sinfóníuhljómsveit íslands, stj. Páll
P. Pálsson, einsöngv. Ellen Lang,
sópran. Verk eftir Pál P. Pálsson og
Sibelius.
Laugard. 19. apríl,
Austurbæjarbíó kl. 14.30:
Tónlistarfélagið,
Ellen Lang, sópran,
William Huckaby, píanó.
Norræna húsið kl. 16.00:
Schubert-tónleikar, Anna Málfríður
Sigurðardóttir og Martin Berkofsky,
fjórhent píanó..
Tilkynningar
Breiðfirðingafélagið
Vorfagnaður verður haldinn laugar-
daginn 19. apríl í Domus Medica og
hefst hann kl. 21.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Flóamarkaður verður í dag, 14. apríl,
að Garðastræti 3. Opið frá kl. 14—17.
Flóamarkaður Hjálpræðishers-
ins
verður haldinn í sal Hjálpræðishers-
ins að Kirkjustræti 2, þriðjudaginn
15. og miðvikudaginn 16. apríl. Opið
verður frá 10-12 og 14-18. Mikið af
góðum og ódýrum fatnaði.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
dr. med. Sigurður Sigurðsson,
fyrrv. landlæknir,
sem lést þann 5. apríl sl., verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. apríl nk.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á
líknarstofnanir.
Sigrún Erla Sigurðardóttir Páll Ásmundsson
Svanhildur Sigurðardóttir Björn Björnsson
Guðrún Sigurðardóttir
og barnabörn
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
F.r tlWisii Diinw að <>príitpa??
t na í rima-tdafciHiJÍiiguMni
<«refn uhi IMB? i<t«i
Sintgt-dlufjijinín
Euísmeliu?
Smellur
Út er komið aprílhefti af tónlistar-
tímaritinu Smelli. í því er m.a. viðtal
við Rikshaw, Sverri Stormsker, Ak-
ureyrarútlagana og fleiri. Einnig eru
greinar um Billy Idol, Acept, Feargal
Sharkey o.fl. í Smelli er einnig að
finna krossgátu, verðlaunagetraun-
ir, plötudóma og utanáskriftir
adáendaklúbba. Opnuplakat af Riks-
haw er í þessu nýjasta hefti af Smelli.
Sr. Bragi Benediktsson kjörinn
prestur á Reykhólum.
Talin hafa verið atkvæði í prestkosn-
ingu, sem fram fór í Reykhólapresta-
kalli í Barðastrandarprófastsdæmi
6. apríl sl. Á kjörskrá voru 258 manns
en atkvæði greiddu 130. Umsækjandi
var einn, sr. Bragi Benediktsson, fé-
lagsmálastjóri í Hafnarfírði, og hlaut
hann 129 atkvæði en 1 seðill var
auður. Kosningin er því lögmæt.
Séra Bragi Benediktsson lauk guð-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1965
og vígðist sama ár til Eskifjarðar-
prestakalls. Hann var um fimm ára
skeið prestur Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði en síðan 1972 hefur hann
gegnt embætti félagsmálastjóra
Hafnarfjarðarbæjar. Séra Bragi er
kvæntur Bergljótu Sveinsdóttur og
eiga þau sex börn.
Þremur
unglingum
bjargað
af ís á
Rauðavatni
Lögreglan í Árbæ korn þremui'
unglingum til bjargar á Rauðavatni
í gærkvöldi kl. 19.40. Unglingamir
fóru út á vatnið á gúmmíbát, sem
ekki hélt lofti. Unglingarnir náðu að
koma bátnum upp á isrönd á vatninu
og síðan var þeim bjargað í land af
lögreglunni.
-SOS
Bruni
á Héraði
Bærinn Birnufell í Fellahreppi á
Héraði brann til kaldra kola á laugar-
daginn. Eldur kom upp í íbúðarhús-
inu og læddist síðan í hlöðu sem var
samföst húsinu. Grunur leikur á að
kviknað hafi í út frá rafmagni. Á
Birnufelli bjó Ragnar Ólafsson ein-
setubóndi.
Erna
deildar-
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
||UljlFEROAR
stjóri
Erna Indriðadóttir hefur verið ráðin
deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri. Hún tekur við starfinu af Jónasi
Jónassyni sem hverfur til starfa við
útvarpið í Reykjavík. Ema hefur
gegnt starfi fréttamanns útvarpsins á
Ákureyri.
Skipagötu 13. Akureyri
Afgreiðsla og
smáauglýsingar
Simi
25013
Ritstjórn
Sími
26613
Heimasími blaðamanns
26385
Opið virka daga kl. 13-19
laugardaga kl. 11-13
ci aldrei se
Síminn er
Sírrnnn
Fréttaskot DV
sm aldrei 5
Síminn er
Símmn
Hafir þú ábendirigu eda vitneskju
um frétt hnrigdu þa í sima 68—78—58.
Fynr hvert fréttaskot. suiu birtist
iDV. gieiöast 1.000 kr og 3.000
krónur fyr.ir besta frettaskotió i
hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt
Viö tokum viö fréttaskotum allan
sólarhnnginn.