Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR 14. APRlL 1986. 43 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Er konan að leita eftir ástarsambandi þegar hún fer án eiginmannsins að skemmta sér? Frá Gizuri í. Helgasyni, Zurich: Sífellt er verið að rannsaka mann- lega hegðun á hinum ýmsu sviðum og hafa Bandaríkjamenn verið sér- staklega iðnir við kolann í ýmsum skoðanakönnunum hvað varðar. kynferðismál. Á Fróni hefur fremur lítið borist um slíkar kannanir frá Mið-Evrópulöndum enda þótt al- kunna sé um blóðhita Frakka, Itala og Spánverja undir vissum kringum- stæðum. Þrátt fyrir það hefur það oftast nær verið karlmaðurinn sem þar hefur verið í sviðsljósinu ef Margar konur leitast eftir kynferðissamböndum þeg- ar þær taka sín víxlspor - alveg eins og karbnennirn- undanskilið er Frakkland, þar sem hin ljúfa Parísardama er löngu orðin að þjóðsagnapersónu. Svisslendingar hafa mér vitanlega aldrei verið neitt sérstaklega orðaðir við léttúð, heldur jafhvel þvert á móti, þótt fremur þumbaralegir og kímnisnauðir. Þrátt fyrir það ættum við að hafa hugfast máltækið um það að músin sem læðist ku ekki vera betri en sú sem stekkur. Vísindaleg rannsókn í samvinnu við Uni Genf Margar konur leitast eftir kyn- ferðissamböndum þegar þær taka sín víxlspor - alveg eins og karlmenn- imir. I flestum tilfellum kemur eiginkonan til baka til eiginmanns- ins og lifir síðan lífinu áffam í tryggu og skilningsríku hjónabandi. „Útífrá leitaði ég aðeins eftir kynferðissambandi en hjá manni mínum vildi ég bara fá ást,“ lýsti ein af þeim 200 eiginkonum yfir, sem þátt tóku í þeirri skoðanakönmm sem fram fór í Genf hjá hópi vísinda- manna í samvinnu við Uni í Genf. 60 af 200 höfðu haldið framhjá Meira en 60 af 200 þátttakendum kváðust a.m.k. einu sinni í hjóna- bandinu hafa haldið ffam hjá eigin- manninum. Aftur á móti vom það innan við 10% sem stóðu í stöðugu ffamhjáhaldi. Eiginmaðurinn hagnast á framhjáhaldi konunnar Ein 36 ára segir: „Ég prófaði þetta einu sinni með kunningja okkar hjóna sem dvaldist um langa hríð sem gestur á heimili okkar. Nú, eftir þetta hliðarspor mitt er allur óróleiki horfinn úr blóðinu." I örmum annars mann fær konan aukna tilhneigingu til kynferðis- leikja og fær auk þess nýjar hugmyndir, sem koma síðan eigin- manninum til góða. Konan fær aukna þörf fyrir að fara í bólið með eiginmanninum þar eð hún hefur öðlast á ný tilfinninguna fyrir róm- antíkinni í ástaratlotunum með utanaðkomandi manni og sýnir það síðan í verki í sínu eigin rúmi. Þarf ekki að láta eiginmanninn vita Éin frúin segir svo frá: „Eigin- maðurinn var afar áhugalítill i kynferðismálum og skipti sér ekkert af þvi hvað ég gerði í ffítíma mínum. Auðvitað þarf ég ekki að segja hon- um ffá þessu víxlspori mínu og þá alls ekki með hverjum og af hveiju ég gerði þetta. Ég tel hann hafa grætt á þessu öllu saman þar eð hann lærði síðan ýmsar nýjungar af mér.“ Óttinn við keppinautinn Ein konan telur svona hliðarspor vissulega auka möguleikana á skiln- aði ef eiginmaðurinn kemst að þessu ástarbrölti eiginkonunnar. Honum finnst virðingu sinni misboðið og karlmennska hans hefur beðið hnekki. Hann óttast að keppinaut- urinn sé kynferðislega hæfari á alla lund. Konan er aftur á móti í mörg- um tilfellum í leit að ástúð, undir- gefni og hlýju. Konumar voru síðan spurðar um afstöðu þeirra til ffamhjáhalds eigin- mannanna og voru þær vissulega harðar í dómum sínum í athuga- semdum sínum. Furðumargar sögðu þó: „Það sem ég ekki veit - það skað- ar mig ekki.“ Þar hafið þið það, eiginmenn góðir. Votar og villtar Engin menningarþjóð getur verið án þess að efha árlega til blautbols- keppni. Við mörlandamir höftun þegar náð þessu lágmarki. Aðrar þjóðir, sjóaðri í listinni, ganga þó lengra og telja eina keppni á viku lámarkið. Það gera í það minnsta ffændur vorir í Danaveldi - þjóðin sem við höfúm sótt svo margar góðar hugmyndir til. í Danmörku em haldnar undankeppnir i ölium heldri bæjum víðsvegar um landið og sigurvegurunum vir þeim síðan stefnt til úrslitakeppni sem senn hvað líður verður haldin í Árósum. Þar hefúr verið reistur fullkominn keppnisvöllur með mörgum sturtmn svo hægt sé að keppa með glæsibrag. „Þetta er fullkomlega heiðarleg keppni," segir John Madsen keppnis- stjóri. „Það er eitthvað annað en sagt verður um dvergakastkeppni og annað slíkt sem tíðkast meðal lítt siðaðra þjóða. I þessari keppni siasast enginn og enginn er neyddur ti) þátttöku.1' Aðstaðan í Árósum hefúr þegar verið reynd og gafst vel í alla staði. Nokkr- um fóngulegustu fyrirsætunmn í Danmörku var stefnttil reynslukeppninnar. Bám þær mikið lofsorð á útbúnaðinn. Þeir fáu áhorfendur, sem fengu að vera viðstaddir sýninguna, vom líka á einu máli um að hér hefði í alla staði tekist vel til. Sérlegm' ljósmyndari Sviðsljóssins var að sjálfeögðu á staðnum og við birtum hér nokkur sýnishom úr safúi hans. Danir fagna nú ákaft nýrri aðstöðu til keppni í blautum bolum. Að lokinni keppni er seldur aðgangur að þun-kherberginu. Eru 12.000 kr. ekki of mikið fyrir strá- hatt? Það fer auðvitað að einhverju leyti eftir því til hvers á að nota hann. Einn- ig getur hönnunin skipt máli þótt það sé ekki alltaf augljóst. Þessi hattur er talinn mjög hentugur til nota í þröngum lyftum. Fyrir þannig gerðan hatt má örugglega greiða meira en aðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.