Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 39
DV. MÁNUDAGUR 'W ÁÞRÍL ÍX986.
Sandkorn Sandkorn
Flugstöðin á Húsavík var vígð
með pompi og prakt.
Flugstöðin
á Húsavík...
...var opnuð með pompi
og prakt i siðasta mánuði.
Hið hefðbundna opinbera
veislulið mætti að sjálf-
sögðu í vigsluna.
Eftir að flugvél hafði
rennt í hlaðið með liðið var
vélin afgreidd á venjulegan
hátt og fór hún suður á ný,
fullskipuð farþegum.
Þungt var í þeim mörgum,
því til þess að trufla ekki
veisluhöld fína fólksins
voru þeir látnir fara um
vöruafgreiðsluna.
Opinberi lúxusinn lætur
ekki að sér hæða.
Jóhann með?
Pétur Antonsson, for-
stjóri Síldarverksmiðjunn-
ar i Krossanesi, hefur hætt
störfum hjá Krossanesi,
eins og fram hefur komið í
fréttum. Pétur er kominn i
einkabisness suður í
Grindavík og á örugglega
eftir að láta til sín taka þar
eins og fyrir norðan. Mað-
urinn þykir nefnilega mjög
snjall í viðskiptum.
En nú hefur heyrst að
fjármálastjóri Krossaness-
verksmiðjunnar, Jóhann
nokkur Andersen, sé á leið
suður og ætli að vinna með
Pétri í Grindavík.
Allt um
fermingar
Fermingar hafa staðið
yfir að undanförnu með til-
heyrandi auglýsinga-
skrumi og öðru brambolti.
í Degi var nýlega viðtal við
fermingabarn:
„Hvernig liður þér eftir
ferminguna?"
„Bara vel.“
,, Var nokkuð öðruvísi en
þú bjóst við?“
„Nei.“
„Hvers vegna lést þú
ferma þig?“
„Nú, ég játa kristna trú.“
„Hafa allir efni á þessu
öllu saman?“
„Já, ég held nú að flestir
hafi það. Allavega hef ég
ekki orðið vör við neinn
sem ekki hefur haft efni á
fermingu.“
- Er nú ekki kominn tími
til að fara að ræða við for-
eldra barna um fermingar
en ekki fermingabörnin
sjálf?
Rakahugsun
Danskri stúlku, sem búið
hefur á íslandi í 12 ár og
talar lýtalausa íslensku,
varð svolítið á i messunni
um daginn. Á vinnustað
hennar var verið að tala um
rökhugsun. Sú danska
hváði og spurði síðan:
„Hvernig er þessi raka
hugsun eiginlega?"
Óhreint í
pokahominu
Sagt var frá því nýlega að
holdanauta- og tilrauna-
búið í Gunnarsholti hefði
nýlega selt mykjuhaug á
hálfa milljón. Menn spyija
sig nú að þvi hver hafi eig-
inlega keypt þennan haug,
eða hvort þarna hafi ekki
verið eitthvað óhreint í
pokahorninu.
304 nætur-
vinnutímar
Kaupfélag Svalbarðs-
eyrar hefur verið mikið í
fréttum í vetur. Þar er allt
á hausnum og gjaldþrotið
blasir við. Verið er að vinna
að uppgjöri.
Heyrst hefur að einn
starfsmaður kaupfélagsins,
vörubílstjóri og meira til,
hafi haft 304 næturvinnu-
tima í janúarmánuði. Það
fylgir ekki sögunni hvað
hann svaf marga tíma í fe-
brúar.
Sukksess
Oft hefur verið agnúast
út af lélegu málfari blaða-
manna. I leiðara Víkur-
blaðsins var nýlega rætt
um velgengni handknatt-
leiksmannanna okkar í
heimsmeistarakeppninni
og almennt um velgengni.
I fyrirsögn leiðarans stóð:
„Sukksess" er allt sem
þarf.
Pálmi
skoraði
Völsungar á Húsavík
kepptu fyrir margt löngu
við Fylkismenn. Leikurinn
rann út og Völsungar áttu
fríkast. Pálmi Pálmason,
gamla kempan úr Fram,
henti og skoraði beint.
„Eitthvað bogið við
þetta,“ sagði dómarinn og
lét endurtaka kastið.
Völsungar trylltust en
Pálmi sagði sallarólegur:
„Strákar mínir, látið þið
ekki svona, ég skora bara
aftur.“
Og hann skoraði!
Ráðherravín
Og fyrst við erum að ræða
um „sukksess" á Húsavík
og vöruflutningafarþega í
nýrri flugstöð má geta þess
að sú saga gengur fjöllun-
um hærra á Húsavík að
ráðherravin hafi flotið í
nokkrum húsum þar að
kveldi vígsludags flug-
stöðvarinnar.
Einhverjir fyrirmenn
þekktu nefnilega mann
sem átti...
Ráðherravin er örugglega ekki
verra en annað vín.
Umsjón: Jón G. Hauksson
Kvikmyndir__________Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ - MUSTERI ÓTTANS___________★★
Spielberg hittir Sherlock Holmes
Það þurfti vist töluverða leit að finna réttan mann til að leika
Sherlock Holmes á yngri árum. Áður óþekktur leikari, Nicholas
Rowe, skilar því hlutverki áfallalaust.
Musteri óttans (Pyramid of Fear)
Bandarísk - árgerð 1985.
Framieiðandi: Steven Spielberg.
Leikstjóri: Barry Levinson.
Handrit: Chris Columbus.
Tónlist: Bruce Broughton.
Kvikmyndun: Stephen Goldblatt.
Aðalhlutverk: Nicholas Rowe, Alan Cox
og Sopie Waed.
Það eru meiri ósköpin sem Steven
Spielberg kemur í verk. Dagurinn
hjá honum hlýtur að vera helmingi
lengri en hjá öðru fólki. Það líður
varla sá mánuður að ekki sé tekin
til sýningar mynd sem hann hefur
komið nálægt.
Þó það sé ekki hægt annað en að
dást að dugnaði hans þá er sitthvað
magn og gæði. Það er ekki alltaf
merkileg framleiðsla sem Spielberg
leggur nafn sitt við. Að vísu er allt-
af hægt að ganga að ákveðinni
vöruvöndun hvað varðar tæknileg
atriði. Spielberg er sannkallaður
brellumeistari þó auðvitað þurfi
hann að ganga allt of langt við
notkun þeirra.
Það er nokkuð snjöll hugmynd
að gera mynd um yngri ár Holmes
þó það geti varla talist frumlegt
lengur að gera mynd um þennan
spæjara allra tíma. Það er greinilegt
að aðstandendur myndarinnar
reyna að vera trúir þeirri persónu
sem Arthur Conan Doyle skapaði.
Sérkenni Holmes og kunningsskap-
ar hans við Watson koma nokkuð
vel fram svo að gamlir Holmes að-
dáendur ættu að fá eitthvað fyrir
sinn snúð. Reynt er að fylla inn í
ýmsar þær eyður sem má finna um
fortíð Holmes þó auðvitað megi
deila um ágæti þess eða tilgang.
Myndin fjallar um fyrsta ævintýri
Holmes og Watsons og það er svo
sannarlega ekkert smáævintýri
fyrr en varir eru þeir félagar farnir
að berjast við ofstækisfulla djöfla-
dýrkendur sem stunda mannafórnir
í miðborg Lundúna! Það liggur við
að þau ævintýri þeirra félaga sem
síðar koma falli í skuggann af þeim
hasar sem hér er dreginn upp. Þetta
verður allt hálfyfirdrifið þegar líður
á myndina. Brellumeistararnir eru
á fullu við að sýna þær martraðir
sem persónur myndarinnar lenda í
og að lokum er einfaldlega ekkert
skilið eftir fyrir imyndunarafl
áhorfandans. Það er reyndar amer-
ískur siður að ganga út frá því að
áhorfendur séu meðvitundarlausir -
það þurfi að mata þá á öllu hvort
sem það eru ímyndanir eða skiln-
ingur. Ekkert er gert til að byggja
upp myndræna spennu og gefa
þannig ímyndunarafli áhorfandans
tækifæri.
Spielberg hefur fengið leikstjór-
ann Barry Levinson til að sjá um
þessa mynd. Hann á að baki ekki
ómerkari myndir en Dinner og The
Natural sem sýndu að hann er vel
fær um að gera vandaðar myndir.
Hann ætti þvi að hugsa sig tvisvar
um næst þegar Spielberg býður
honum að gerast léttadrengur hjá
sér.
Sigurður Már Jónsson
irkirk Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit
SLYSAVARNA
FÉIAG
ÍSIANDS
í B Ú Ð A H A P P DRÆ TT I
ÍBÚÐAVINNINGAR KOMU
Á EFTIRTALIN NÚMER:
11231 117336 132917 146387
187263 190464 199381
SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
BLAÐBERA VAIMTAR
í Helgalandshverfi í Mosfellssveit
Upplýsingar hjá umboðsmanni
í síma 66481.
VEGLEGUR
Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur látið gera þennan
fallega veggdisk í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar.
Veggdiskurinn er unninn hjá hinum
heimsþekktu postulínsverksmiðjum Bing & Gröndal
íKaupmannahöfn.
Diskinn má hafa á borði eða festa á vegg.
Þvermál hans er um 18 cm.
Upplag er takmarkað, 3000 stk. verð kr. 1.490.-
Hönnuður: TryggviT. Tryggvason.
1
Afmælisnefnd Reykjavíkur