Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 8
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. BUN VERKTAKAR - SVEITARFÉLÖG GÖTUSÓPARI sem tengja má við flestar gerðir dráttarvéla. Fáanlegur með 200 lítra vatnstank og safnara. Til af- greiðslu með stuttum fyrirvara, sýnishorn á staðn- um. Sundaborg7. Sími 82530. a ÞRIDJUDAGUR I5.APRÍL HÚSAVÍK KL. 12-15 HÚSAVÍKUR BÍÓ SIGLUFJÖRÐUR KL. 19-21 BENSÍNSTÖÐIN MIDVIKUDAGUR 16. APRÍL BLÖNDUÓS KL. 11-13 BLÖNDUSKÁLI HVAMMSTANGI KL. 16-19 KAUPFÉLAGIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL ÍSAFJÖRÐUR KL. 16-20 BENSÍNSTÖÐ ESSO Utlönd Utlönd Útlönd Mandela hót■ ar ofbeldi til aðnávöldum Winnie Mandela, leiðtogi blakkra þjóðemissinna í Suður-Afnku, sagði í gær, að blökkumenn mundu losa sig undan stjóm hvítra á þessu ári. Gaf hún í skyn að jafiivel yrði gripið til ofbeldis til þess að koma því í kring. Mandela flutti ræður í þrem blökkumannahverfum við Jóhannes- arborg í gær og sagði við mikinn fögnuð áheyrenda: „1 sameiningu, hönd í hönd með eldspýtum okkar og hálsmenum skulum við frelsa landið.“ „Hálsmenið" kalla blökkumenn þá grimmilegu aðferð, sem höfð hefur verið við að taka af lífi blökkumenn, er taldir em sýna lögregluyfirvöldum samvinnu. Bíldekk vætt í bensíni er sett utan um háls fómardýrsins og eldur borinn að. Hefur múgurinn nokkrum sinnum skemmt sér við slík morð. Winnie Mandela, sem er eiginkona hins fangelsaða blökkumannaleiðtoga Nelson Mandela, sagði. „Við erum nú komin á mjög alvarlegt stig í baráttu okkar. Tími ræðuhalda og rökræðna er á enda.“ Og einnig: „Á árinu 1986 skulu menn sjá frelsun hins kúgaða meirihluta (blökkumanna)." Mikinn fjölda blökkumanna dreif að í Soweto, stærsta blökkumannahverf- inu við Jóhannesarborg, til þess að 11 íV-WJK/MWjI hlýða á ræðu Mandela. og eins í hinum hverfunum. Gerður var góður rómur að máli Mandela, þegar hún sagði meðal annars: „Við blökkumenn störf- um í eldhúsi hvíta manns, við ölum upp böm hans og hefðum getað drepið þau hvenær sem við vildum." Um helgina létu þrír blökkumenn lífið, þegar brennuvargar kveiktu í kofaþyrpinu í Mooiplaas-hverfinu í Höfðahverfi. Lögreglan skaut til bana ungmenn í Katlehong við Jóhannesar- borg, eftir að varðflokkur hafði verið grýttur. Hafa þá alls 1450 manns verið drepnir á síðustu 26 mánuðum, síðan þessi óeirðaalda hófst. Gaddafy hótar Evrópu Pétur Pétursson, fréttaritari DV í Barcelona: Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu og Felipe Gonzales forsætisráðherra Spánar fóm þess á leit fyrir helgi við utanríkisráðherra Efnahagsbandalagsins að boðað yrði til neyðarfundar í bandalaginu vegna aukinnar spennu á Miðjarðarhafi. Tilefnið var að sjötti floti Bandaríkjamanna hélt úr spænskum og ítölskum höfhum á leið sinni til stranda Líbýu. Gaddafy Líbýuleiðtogi hefur kallað allar borgir í Suður-Evrópu skotmörk frá og með siðasta föstudegi, komi til átaka við Bandaríkin þar sem ríki Atlantshafsbandalagsins standi á bak við sjötta flotann og auðveldi undirbúning hans. Valda þessi ummæli hans mönnum talsverðum áhyggjum hér og hafa menn þá i huga hótanir hans um að breyta Miðjarðarhafinu í eldhaf. Spænski sendiherrann í Tripóli hefur verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða. Upphaflega var áætlað að hafa fundinn á miðvikudag en ráðherrar hafa nú flýtt honum til dagsins í dag vegna þeirrar spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Líbýu sem enn er yfirvofandi. Bandaríkin leggja allt kapp á að fá samþykki og aðstoð Evrópuþjóða til að aðstoða við sameiginlegar refsiaðgerð- ir gegn Líbýustjóm og telja stjómmálaskýrendur þessa nýju herferð sjötta flotans knýja Spán og ítaliu til aðgerða. HAUSTKOSNINGAR Á SPÁNI Pétur Pétursson, fréttaritari DV í Barcelona: Miðstjóm spænska sósíalistaflokks- ins ákvað það á fúndi sínum síðastlið- inn föstudag að fastsetja komandi þingkosningar í október næstkom- andi. Áður höfðu verið á lofti raddir hér á Spáni um að þeim yrði flýtt og haldn- ar í júní, en þá verða fylkisstjómar- kosningar í Andalúsíu. Hópar innan sósíalistaflokksins hafa verið mjög hlynntir því að flýta kosn- ingunum vegna sterkrar stöðu hans og vegna spamaðar er af því hlytist. Það myndi spara stjómmálaflokk- unum hér yfir 300 miljón peseta að samhæfa kosningabaráttu þingkosn- inganna fylkiskosningunum í Anda- lúsíu. Aðaltilefhi fundarins var þó að víta félaga úr vinstri armi flokksins fyrir óhlýðni og brot á flokksaga en þeir höfðu sett sig upp á móti ríkisstjóm- inni í baráttu hennar fyrir aðild Spánar að Atlantshafebandalaginu. Ekki vom þó ákveðnar beinar refe- ingar, heldur lá það í loftinu eftir fundinn að hinir seku mættu alveg segja af sér þeim trúnaðarstörfúm er þeir hafa gegnt fyrir flokkinn. Á laugardag lýstu hinir 21 fúlltrúar vinstri arms sósíalistaflokksins því yffr að enginn myndi segj a af sér úr þeirra röðum vegna grundvallarástæðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.