Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 21
DV. MÁNUDAGDR 14. APRÍL 1986. 21 Frábært afrek Sigga Einars Sigurður Einarsson, spjótkastar- inn kunni í Ármanni, náði mjög góðum árangri á laugardag. Kast- aði nýja spjótinu 79,24 m á móti í Mississippi. Eftir því sem DV veit best hcfur aðeins einn maður kast- að spjótinu lengra í ár, Brian Crouser, USA, 79,86 m. Það var hins vegar fyrir 1. apríl en aðeins afrek eftir 1. apríl eru staðfest á afreka- skrá. Samkvæmt þvi ætti Siggi að vera með besta árangur ársins. Að áliti sérfræðinga er árangur með nýja spjótinu rúmlega 10% lakari en með því gamla. Þessi árangur Sigga ætti því að vera nálægt 90 m með gamla spjótinu, þó auðvitað sé erfitt að spá í slíkt. Á mótinu kastaði Vésteinn Haf- steinsson kringlu 63,47 m og Eggert Bogason 57,82 m. ÓU/hsím. ipronir iprouir Iþróttir • Eðvarð Þór, kjörinn sá besti. • Hugrún Ólafsdóttir, kom mest á óvart. • Magnús Ólafsson, snjöll met. Stórsigur Islands i Kalott- keppninni -13 íslandsmet - ísland hlaut 249 stig og varð 49 stigum á undan næsta landi. íslandsmetin að nálgast 50 á árinu „Þetta var stórkostlegt. fslenska sundfólkið hafði ótrúlega mikla yfir- burði. Náði fljótt forustu í stiga- keppninni og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Hafði 19 stiga forustu eftir fyrri daginn og jók muninn veru- lega siðari keppnisdaginn svo munurinn var 49 stig á næsta land í lokin. Einhver mesti ef ekki mesti stigamunur í Kalott-keppninni frá upphafi,“ sagði Ellen Ingvadóttir, fararstjóri ísl. sundfólksins, eftir að það hafði sigrað á Kalott-mótinu í Oulu í Norður-Finnlandi í gær. ísland hlaut 249 stig. Norður-Noregur varð i öðru sæti með 200 stig. Siðan komu N-Svíar með 198 stig en gestgjafarnir, Finnar, ráku lestina með 181 stig. Alls voru 13 íslandsmet sett í keppninni, átta á laugardag og fimm í gær. 1 sumum var bæting metanna ótrúlega mikil og sýnir vel þá grósku sem er hjá sundfólki okkar. Það sem af er árinu eru íslandsmetiri að nálg- ast fimmtíu. • Eðvarð Þór Eðvarðsson, Njarð- vik, var eftir keppnina kjörinn besti sundmaður mótsins. Setti fimm ís- landsmet auk íslandsmeta í boðsund- um. • Hugrún Ólafsdóttir, yngst sund- systkinanna í Þorlákshöfn, var kjörin sá sundmaður mótsins sem mest kom á óvart. Hún er 14 ára. Setti íslandsmet í 100 m flugsundi auk boðsunda. Fyrri keppnisdagurinn Keppnin hófst á laugardag í 8oo m skriðsundi kvenna. Ingibjörg Arnar- dóttir varð í fimmta sæti á 9:29,80 mín. Þórunn Guðmundsdóttir sjötta á 9:31,14 mín. 1 næsta sundi, 100 m baksundi, sigraði Eðvarð og setti ís- landsmet. Synti á 56,30 sek. og bætti það met sitt í 56,26 sek. í gær, þegar hann synti fyrsta sprettinn fyrir ís- land í 4x100 m fjórsundi. Keppt var í 25 m laug i Finnlandi. Ragnar Guð- mundsson varð í 8. sæti á 1:05,77 mín. Annar sigur íslands kom í næsta sundi, 100 m skriðsundi. Þar sigraði Bryndís Ólafsdóttir á góðum tíma, 58,37 sek. Helga Sigurðardóttir varð fimmta á 1:01,12 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir varð önnur í 200 m bringusundi á 2:38,29 mín. og Þuríð- ur Pétursdóttir fimmta á 2:47,65 mín. Annað Islandsmetið var sett í fimmta sundinu, 200 m flugsundi karla. Magnús Ólafsson varð annar á 2:07.41 mín. Eldra metið átti Ingi Þór Jónsson, 2:09,76 min. Jóhann Bjömsson varð sjöundi í sundinu á 2:16,47 mín. í næstu grein varð tvö- faldur íslenskur sigur. Ragnar Guðmundsson sigraði í 400 m skrið- sundinu á 4:07,44 mín. en Magnús, nýkominn úr flugsundinu, varð ann- ar á 4:08,01 mín. íslandsmet Hugrúnar Hugrún Ólafsdóttir, 14 ára, kom heldur betur á óvart þegar hún sigr- aði í 100 m flugsundi á nýju íslands- meti, synti á 1:05,49 mín. Eldra metið átti systir hennar, Bryndís, 1:06,19 mín. og Bryndís varð fjórða í sundinu á 1:06,98 mín. í 100 m bringusundi var tvöfaldur íslenskur sigur. Eðvarð Þór sigraði á 1:05,10 mín. og bætti íslandsmet sitt um tvö sekúndubrot. Tryggvi Helgason varð annar á 1:07,06 mín. í 200 m baksundi kvenna varð Ragn- heiður í fjórða sæti en setti samt íslandsmet, 2:27,93 mín. Eldra met hennar var 2:30,10 mín. Þórunn varð áttunda á 2:32,22 mín. Aftur unnu þeir Eðvarð Þór og Tryggvi tvöfaldan sigur. Það var í 200 m fjórsundi og Eðvarð sigraði á fslandsmeti, 2:06,28 mín. Eldra met hans var 2:08,63 mín. Tryggvi varð annar en því miður fékkst tími hans ekki uppgefinn. í tveimur síðustu greinunum fyrri daginn, boðsundun- um, settu íslensku sveitirnar f slands- met. Urðu í öðru sæti í sundunum. Kvennasveitin (Þórunn, Hugrún, Ragnheiður og Bryndís) synti 4x100 m fjórsund á 4:31,54 mín. Bætti fs- landsmetið um rúmar 6 sekúndur, 4:37,64 mín. Karlasveitin (Magnús, Ragnar, Eðvarð og Tómas Þráins- son) synti 200 m skriðsund á 7:51,51 min. og stórbætti fslandsmetið. Síðari keppnisdagurinn Keppnin í gær hófst með 800 m skriðsundi karla. Þar varð Ragnar fjórði á 8:26,90 mín. og Tómas átt- undi á 8:58,14 mín. Ragnheiður varð fjórða í 100 m baksundi á 1:08,67 mín. og Hugrún áttunda á 1:12,15 mín. Þeir Eðvarð Þór og Tryggvi unnu sinn þriðja tvöfalda sigur í 200 m bringusundi. Eðvarð sigraði á 2:21,96 mín. og Tryggvi annar á 2:28,48 mín. f 200 m flugsundi varð Ingibjörg þriðja á 2:28,39 mín., íslenskt telpna- met, og Bryndís sjötta á 2:28,95 mín. Magnús sigraði í 100 m skriðsundi á 52,07 sek. Ragnar áttundi á 56,40 sek. í 400 m skriðsundi varð Bryndís í þriðja sæti á 4:33,51 mín. Þórunn sjötta á 4:36,64 mín. Magnús setti fslandsmet í 100 m flugsundi á 58,28 sek. Ingi Þór átti eldra metið, 58,95 sek. Magnús varð annar í sundinu, Tryggvi þriðji á 58,87 sek. eða einnig innan við gamla íslandsmetið. Jtagnheiður varð önn- ur í 100 m bringusundi á 1:14,84 mín. og Þuríður sjöunda á 1:19,90 mín. • Ragnheiður Runólfsdóttir, ís- landsmet. 1 lokagreinunum tveimur, boð- sundum, sigraði ísland og sett voru íslandsmet. Karlasveitin synti 4x100 m fjórsund á 3:56,53 mín. Eldra metið 3:57,38 mín. Eðvarð setti íslandsmet á fyrsta sprettinum, baksundinu, synti á 56,26 sek. Aðrir í sveitinni voru Tryggvi, Ragnar og Magnús. Kvennasveitin synti 4x100 m skrið- sund á 4:00,96 mín. Eldra metið 4:05,34 mín. f sveitinni syntu Bryn- dis, Hugrún, Helga og Ragnheiður. hsím Enn tapar United Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Man. Utd steinlá á heimavelli sín- um i gær í 1. deildinni ensku þegar Sheff. Wed. kom í heimsókn. Tapaði 0-2, annar tapleikur liðsins í röð á Old Trafford. Þeir Carl Shutt og Mel Sterland skoruðu mörk Sheff. Wed. í síðari hálfleik. Sterland úr víti eftir að Chris Tumer felldi hann. f fyrstu 12 leikjum sl. haust hlaut Man. Utd 34 stig, siðan 34 stig i 26 leikjum. hsím Fjölmennasta hlaup, sem háð hefur verið hér á landi, fór fram í gær, Iðnaðarbankahlaupið, en frjálsíþróttadeild ÍR sá um framkvæmd þess. Keppendur vom á áttunda hundrað og lagt af stað frá fjórum bönkum Iðnaðarbankans. Á nyndinni að ofan eru ungir þátttakendur að leggjaí hlaupið í Lækjargötu. Nánar á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti. Enn íslandsmet Eðvarðs Eðvarð Þór setti enn eitt fslands- metið í 200 m baksundi. Synti á 2:01,90 mín., sem er tími í góðum heimsklassa. Eldra met hans var 2: 02,23 mín. og auðvitað óþarfi að taka fram að Eðvarð sigraði í sundinu. Ragnar varð áttundi á 2:16,83 mín. f 200 m fjórsundi varð Ragnheiður þriðja á 2:26,96 mín. Þórunn sjötta á 2:23,94 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.