Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Side 45
■
i
1
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
Olyginn
sagði...
Kelly McGillis segist ekkert þurfa
að óttast nema að vera talin
heimsk Ijóska.
Bruce gamli
Springsteen
er hættur við að setja met í
plötutgáfu, aðdáendum sínum
til mikillar skelfingar. Undan-
farin misseri hefur hann verið
að drita á markaðinn smáskífum
með lögum af plötunni „Born i
the USA“. Sjö eru þegar komnar
en nú hefur goðið tilkynnt að sú
áttunda komi ekki. Springsteen
er þá aðeins jafn Michael Jack-
son sem einnig gaf út sjö
smáskífur með lögum af plöt-
unni Thriller. Við verðum því
enn að biða eftir stórstjörnu til
að slá þetta met.
Edward
Kennedy
er svo óheppinn að hafa sama
simanúmer og einhver marg-
frægur matsölustaður í Mary-
land. Fyrir kemur að sælkerar
gleyma að í annað fylki er að
fara og hringja þvi óvart i
Kennedy. Þegar þingmaðurinn
segir til nafns eiga gárungarnir
til að taka hann á orðinu og
segja: „Já, þetta er Rónald Re-
agan - hvað er á seyði hjá
þér.“ Af viðbrögðum Kennedys
fara engar sögur.
Frá Gizuri í. Helgasyni, Zúrich:
Fyrir 3 árum hét fimmtuga Hollywood-stjarnan Burt Reynolds vinkonu
sinni Loni Anderson, sem er tíu árum yngri, tryggð. Þrátt fyrir það er
hann nú yfir sig ástfanginn af Pricillu Presley, 41 árs ekkju rokkkóngsins.
Reynolds kynntist Priscillu í Las Vegas og þangað kom hún í heimsókn
til hans á meðan að hann var að vinna að kvikmyndinni „City Heat“
og lagði hann þá allt annað til hliðar til þess að sinna Priscillu.
Hin ljóshærða, barmfagra Loni Anderson varð ævareið og hvæsti að
keppinautnum Priscillu og skipaði henni að láta eiginmanninn í friði og
hafa sig á burt. Henni varð þó ekki að ósk sinni og endaði ævintýrið
með því að það var Loni sem tók saman föggur sínar og flaug til Hollywo-
od.
Þegar leikstjóri kvikmyndarinnar „City Heat“ ætlaði að fara að skipta
sér af málum - þó fyrst og fremst vegna þess hversu Burt vanrækti þátt
sinn í kvikmyndinni - fékk hann einn vel útilátinn undir hökuna frá
Burt, ásamt þeirri tilkynningu að honum kæmi þetta andsk. ekkert við.
Loni Anderson segir nú ekki aukatekið orð og skilur ekkert í vonsku
heimsins. Fyrir aðeins rúmum mánuði hafði Burt gefið út svohljóðandi
tilkynningu: „Loni er stærsta ást lífs míns.“
Chuck
Norris
keypti sér og frúnni sinni mat-
sölustað fyrir hagnaðinn af
síðustu mynd. Ektakvinnan var
búin að fá leið á að bóndinn
ristaði alltaf brauðið með eld-
vörpu, berði buffiö með byssu-
skefti og tæki upp grænmetið
með jarðsprengjum. „Ég vil
bara fá venjulegan mat eins og
hjá mörnrnu," segir frúin og
Norris hlýddi, aldrei sliku vant,
og festi kaup á matsölustað.
Sviðsljós
l 'jós Sviðsljós
Wm mh